Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 46

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 46
hér þá sérstööu samkvæmt skilgreiningu að þeir yrðu ávaxtaðir í erlendri mynt. Þar sem hinar leiðirnar tvær eru einungis leiðir til aö draga saman fé, vaknar strax sú spurning hvers vegna aðeins er hugað að einkareikn- ingum í erlendum gjaldeyri, það mætti allt eins vel draga saman fé af almennum einka- reikningum í íslenskum gjaldeyri og ákveða síðan að ávaxta þannig samandreginn sjóð í erlendri mynt. Hvaðan á að fá erlendan gjaldeyri til slíks? Ekki veit ég það, en ef það er hægt þegar sjóðurinn hefur verið dreginn saman meö beitingu bindiskyldunnar þá er það líka hægt fyrir hvaða aðra íslenska sjóði sem er). Meginspurningar í sambandi vió þetta eru í raun tvær: 1) Er hægt aö afla gjaldeyris til að ávaxta erlendis? 2) Hvernig á að ávaxta slíka gjaldeyrissjóði ef þeir fengjust? Hvorugri þessari spurningu er svarað í skýrslunni þótt svörin séu bæði augljós og megi reyndar lesa þau úr upplýsingum sem í skýrslunni felast. Að þessu verður vikið síðar en fyrst fjallað aðeins um bindiskylduna al- mennt en um hana er eini kaflinn í skýrslunni sem er opinskátt fræðilegur og þar stendur ekki steinn yfir steini. Ef bindiskylda er q, 0 <Cq <"1 þá gildir M, - M0 =1+(1-q) + (l-q)2+ . . . = _J________a-L 1-(1-q) d Hér er 1 peningaeining sem kemur inn í þjóðarbúið utanfrá, M0er peningamagn áður en einingin kom inn í þjóðarbúið en M, pen- ingamagnið eftir aö einingin kemur inn og hefur hringsólað í peningakerfinu „til eilífð- ar“. Þessi jafna sýnir aukningu á peninga- magni í umferð í þjóðarbúinu öllu og marg- faldarinn J sýnir hvernig hækkun eða lækk- un bindiskyldunnar veldur lækkun eða hækkun á peningamagni í umferð. Allt þetta er rétt með farið í skýrslunni enda er þetta skólabókadæmi í einföldustu hagfræðibók- um. En þetta hefur ekki neitt með bindi- skyldusjóðinn og hugsanlega ávöxtun hans í erlendri mynt að gera. Bindiskyldusjóðurinn — það fé sem safn- ast á Seðlabankann vegna bindiskyldunnar — sést alls ekki á þessari kennslubókarfor- múlu en er þó auðreiknanlegur: í fyrsta sinn sem peningaeiningin er lögð á banka fara 1 * q í Seðlabanka 1. (1-q) í lengri umferð. í annaö skipti fara 1 q(1 -q) í Seðlabanka, en 1 (1 -q) (1 -q) í lengri umferð. í n-ta skiptifara 1 q(1-q)"-1 íSeðlabankaen 1(1-q)n í lengri umferð. Það sem a6 lokum verður bundið í Seðla- bankanum er því q+q(1-q) + q(1-q)2+. . . + q(1-q)n + . . . = q(1 +(1-q) + (1-q)2+. . .+(1-q)n + . . .) = q 1 — qd_=1 i-(i-q) q Þ.e. það er nákvæmlega sama hver bindi- skyldan er, upphæðin sem safnast í sjóði Seðlabankans er ævinlega hin sama nefni- lega jöfn þeirri peningaupphæð sem kom inn í þjóðarbúið utan frá. Ákvörðun á hæö bindi- skyldunnar hefur því ekkert með hugsanlega sjóösöfnun Seðlabankans að gera og þaðan af síður með ávöxtun þess sjóðs eins og áður var nefnt. Vandamálin tvö Snúum okkur aftur að vandamálunum tveimur er lúta að raunverulegri ávöxtun ís- lenskra fjármuna í erlendum gjaldeyri: 1) Það er greinilegt að myndun sjóða í er- lendum gjaldeyri hlýtur á meðan á sjóðs- mynduninni stendur, að auka eftirspurn eftir gjaldeyri og það verulega ef sjóðirnir eiga að vera svo stórir að þeir geti síðar gegnt því hlutverki aö jafna sveiflur í gjaldeyriseftir- spurn og framboði. Hugsanlegt er að láta eftirspurn sjóðanna hafa forgang yfir eftir- spurn frá öðrum geirum og s"kammta þannig gjaldeyri að heildareftirspurnin aukist ekki. Ef unnt væri að framkvæma slíka skömmtun vaknar strax sú spurning hvort sjóðirnir eru ekki í rauninni óþarfir þar sem skömmtunar- kerfið sem myndun þeirra byggist á gæti eitt sér jafnað sveiflur í gjaldeyriseftirspurn og framboði. Ef slíkum skömmtunaraðferðum er ekki beitt en eftirspurn sjóðanna látin bætast ofan á eftirspurn frá öðrum geirum, veröur af því eftirspurnaraukning sem við jafnvægisað- stöðu gefur tilefni til gengisfellingar. Gengis- fellingin svaraði til þess fjármagns sem í sjóðina kæmi og það fjármagn gæti því, þegar 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.