Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 54
verður kostnaðarsöm og tengist þeirri heildarlausn, sem áður var vikið að. Með bráðabirgðaráðstöfunum verður þó hugsanlega unnt aö leysa málin þannig að upp geti risið takmarkaður fjöldi nýrra iðn- fyrirtækja fyrr en íbúðarhúsa- byggðin á þessum sömu slóðum. Ekki er hins vegar ráðið, hvort bæjarfélagið kaupir þetta land eða hvort eigendur sjálfir selja lóöir úr því. Strangir úthlutunarskilmálar Úthlutunarskilmálar vegna lóðaúthlutunar í Kópavogi hafa oröið strangari meö árunum. Hin allra síöustu ár hefur fyrsta ,,inn- fædda" kynslóðin í Kópavogi veriö að stofna sjálf til búskapar og um- sóknir Kópavogsbúa um nýjar lóðir í bænum hafa oröiö svo margar, að ekki hefur verið mögu- legt að sinna þeim öllum. Reglur um úthlutun eru því orðnar mjög svipaðar því sem gerist í Reykjavík, þannig að búseta hefur mikið að segja. Við inntum Björgvin bæjarstjóra eftir því, hvort Kópavogskaup- staður hefði gert eitthvert átak til að laða að ný atvinnufyrirtæki og boðið einhverja sérstaka fyrir- greiðslu í þvi sambandi eins og t. d. greiðslufresti á gatnagerðar- gjöldum. Hann sagði að svo væri ekki. Kópavogur hefði ekki haft nein efni á slíku og sennilega hefðu þeir Kópavogsmenn haft greiðsluskilmála vegna gatna- gerðargjalda töluvert strangari en í Reykjavík. Yfirleitt heföu öll gatnagerðargjöld vegna iðnaðar- og verzlunarhúsnæöis í nýja hverfinu austast í bænum verið staögreiðsla eða borgað upp á einu ári. — Það sem fyrst og fremst hefur laðað atvinnufyrirtækin að er staðsetningin, sagði Björgvin. — Þau eru mjög heppilega staðsett þarna austast í bænum, við mikla umferðaræð sem Reykjanes- brautin er norður til Sundahafnar og Miklubrautar og í framtíðinni suður á Suðurnes. Að sögn Björgvins hefur það einnig skipt miklu máli fyrir fyrir- tækin á þessum stað, að báðum megin við iðnaðarhverfið eru mikil íbúöarhverfi, í Kópavogi og í Breiðholti, og býr starfsfólkið í fyr- irtækjunum að stórum hluta til í nærliggjandi íbúðarhverfum. Skipulagsstofnun nauðsynleg Að lokum spurðum við Björgvin, hvort ekki væru of miklar stökk- breytingar í lóðaframboði til at- vinnureksturs á höfuðborgar- svæðinu, þannig að sum ár væri Reykjavík ein með lóðir, Kópavog- ur á öðrum tíma og síðan kæmi Hafnarfjörður einhvern veginn inn í dæmið líka. Björgvin sagði, að lengi hefði veriö unniö að því að samræma aðgeröir sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæöinu í skipulagsmálum en það hefði gengið heldur hægt og engin endanleg lausn fengizt. Björgvin sagði, að aðalatriöiö væri hag- kvæm dreifing íbúðar- og atvinnu- svæða inni á höfuöborgarsvæö- inu, sem líta mætti á sem eina heild þrátt fyrir mismunandi lögsagnar- umdæmi. Hagkvæm skipulagning almenningsvagnaþjónustu og samgangna á svæðinu væru einn- Séð yfir Kópavogskaupstað ig brýnt úrlausnarefni og því hefði verið stefnt aö stofnun sérstakrar skipulagsstofnunar fyrir höfuð- borgarsvæðið, sem sveitarfélögin ættu aðild að. — Samvinna Kópavogs og Reykjavíkur hefur verið með mikl- um ágætum. Okkur hefur tekizt að sameinast um lausnir á mjög mörgum sviðum þó aö um tvö að- skilin sveitarfélög sé að ræða. Við höfum sameiginlega rafveitu, vatnsveitu, slökkvilið, sorphauga og hitaveitu. Stundum er talað um að eðlilegt sé að sameina sveitar- félög og ég er sjálfur þeirrar skoð- unar að slíkt þurfi að gerast víða úti á landsbyggöinni. Þegar sveit- arfélög voru sameinuð í Danmörku var talað um lágmarksstærð 5000 manns. Ég veit þess vegna ekki hvort það er aðalatriði aö sameina sveitarfélög, sem eru oröin það stór, að þau geta sinnt sínum mál- um og hafa getað unniö saman að verkefnum til að gæta hag- kvæmnissjónarmiða. Ef það hefur tekizt stefnir sameining ekki aö öðru en miðstýringu, sem yrði meiri en nauðsyn krefði. 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.