Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 62

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 62
Samband islenzkra samvmnufélaga Búvörudeild Sambandshúsið RviK simi 17080 Kaupum hesta til útflutnings allan ársins hring. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar sem býr í Kópavogi, og fyrrverandi Kópavogsbúar, sem haldið hafa áfram að hafa viðskipti sín í spari- sjóðnum. Margir Kópavogsbúar hafa at- vinnu í Reykjavík, og hafa viðskipti í bönkum þar. Sagði Jósafat, að þetta stæði sparisjóðnum nokkuð fyrir þrifum, þar sem segja má að Kópavogur sé úthverfi frá Reykja- vík. Hins vegar hefur sparisjóður- inn langan opnunartíma, eða frá því kl. 9.00 að morgni og þar til kl. 18.30. að kvöldi, sem getur hentað vel því fólki, sem vill fara í spari- sjóðinn eftir vinnu á kvöldin. Sitja Kópavogsbúar fyrir með lánveit- ingar úr sparisjóðnum. Sparifjárinnstæða um einn mill- jarður í árslok í fyrra voru sparifjárinn- stæður í Sparisjóði Kópavogs um 800 milljónir, en eru nú um einn milljarður. Innstæðuaukning milli áranna 1976 og 77 var 46% og út- lán í árslok 1977 voru 540 milljónir. Eftirspurn eftir lánsfé mjög mikil — Eftirspurn eftir lánsfé er geysilega mikil, sagöi Jósafat Lín- dal, sparisjóðsstjóri, og höfum við ekki frekar en aðrar lánastofnanir getað uppfyllt þær óskir um lána- fyrirgreiöslu, sem okkur hafa bor- izt. Júlí og ágústmánuðir voru sér- staklega erfiðir, gengisfelling lá í loftinu og menn kepptust við að fjárfesta í ýmsu s. s. bílum, fast- eignum og sjónvörpum. Helztu lánamöguleikar fólks nú, í flestum ef ekki öllum bönkum og öðrum lánastofnunum, eru vaxtaaukalánin, en þau eru með 33% vöxtum. Fyrir nokkrum árum var mikið um svokölluð fasteigna- lán, eða fasteignabréf, en í stað þeirra hafa nú komið vaxtaauka- lánin. Sparisjóðir á (slandi hafa með sér samband, Samband íslenzkra sparisjóða og er formaöur sam- bandsins Baldvin Tryggvason. 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.