Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 63

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 63
Selja framleiösluna beint — lækkar veröiö verulega Á. Guðmundsson hf. framleiðir fjölmargar gerðir af húsgögnum Á. Guðmundsson hf. heitir hús- gagnaframleiðslufyrirtæki sem starirækt hefur verið í Kópavogi frá því 1962 fyrst á Auðbrekkunni, en hefur nú flutt starfsemina inn á Skemmuveg meðal margra ann- arra iðnfyrirtækja, en uppbygging í iðnaðarhverfinu í austasta hlut Kópavogs hefur verið mjög ör. Eigandinn Ásgeir Guðmunds- son, stofnaöi fyrirtækið 1956 og hóf starfsemina í 40 m2 bílskúr á Eiríksgötunni í Reykjavík. Síðan hafa umsvif fyrirtækisins aukist gífurlega og nú er starfsemin í nýju 1440 m2 húsnæði, sem tekið var í notkun í marz sl. F. V. ræddu við framleiðslu- stjóra Á. Guðmundsson hf. en hann heitir Lárus Berg. Selja framleiðsluna beint Lárus sagði, að frá því að mæl- ing var gerð að grunni hússins, og þar til það var tekið í notkun hefðu aðeins liðiö 9 mánuöir. Stærsti hluti hússins, eöa réttara sagt sá hluti sem Á. Guðmundsson hf. á, er vélasalur, en hann er um 1000 m2. Fyrirtækið annast sjálft alla sölu á framleiðslu sinni nema Penninn hf. hefur söluumboð fyrir skrifstofuhúsgögnin og eru hús- gögnin til sýnis í stórum sölu- og sýningarsal. Lárus sagði, að með því að selja framleiðsluna beint á verksmiðju- verði hefðu þeir getað lækkað verðið verulega. Spíra-svefnsófi, sem kostaði í verzlunum 69.800 þegar fyrirtækið tók upp þetta breytta fyrirkomulag, þ. e. að selja framleiðsluna beint, lækkaði niöur í 53 þúsund krónur. Hann sagði ennfremur, að þetta hefði verið rétt stefna hjá fyrirtækinu aó selja vöruna beint, og reynslan af því hefði verið góð. Annað dæmi, sagði Lárus að mætti nefna, en það eru veggein- ingar sem fyrirtækið hefur fram- leitt. Svipuð gerö af veggeining- um, þriggja skápa samstæða í húsgagnaverzlun reyndist vera milli 120—30 þúsund krónum dýrari, en þær sem Á. Guðmunds- son hf. framleiöir og selur á verk- smiðjuverði. Veggeiningar og skrifstofuhús- gögn stærstu liðirnir Öll framleiösla fyrirtækisins er sérteiknuð og hönnuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarki- tekt, og hefur einnig verið farið út í það að láta vefa áklæói á Spíra svefnbekkina, sem fyrirtækið framleiöir, hjá Gefjuni á Akureyri. Auk Spíra svefnbekkjanna, sem fyrirtækið er vel þekkt fyrir fram- leiðir það tvær gerðir af veggein- I ' BS J -1 Á _ zfcM I Cfr: •rs: ' tímt n - k' . M 1^«- mm 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.