Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 66
tækinu byggju alls um 50 þúsund
manns. Hreinn kvaö það ókost aö
engir strætisvagnar frá Kópavogi
ækju inn í þetta iðnaðarhverfi, en
næsta biðstöð vagnanna frá
hverfinu væri [ eins og hálfs kíló-
meters fjarlægð. Aftur á móti ækju
vagnar frá Strætisvögnum
Reykjavíkur næst hverfinu.
Flytja inn varahluti í skip og
vinnuvélar
Það eru nú liöin 15 ár frá því aö
Landvélar hf. var stofnaö. Fyrir-
tækið flytur inn ýmsa varahluti til
endurnýjunar í skip, báta og
vinnuvélar. Fyrirtækið er einnig
einn stærsti aðili hér á landi í sölu á
hvers kyns slöngum og
ammoníaksslöngum fyrir frysti-
hús. Minnstu slöngurnar eru 1/8”
að innanmáli, en þær stærstu 16”.
Á síöasta ári seldu Landvélar hf.
alls um 900 km. af slöngum.
í kjallara húss Landvéla starfar
fyrirtækiö Málmiðjan hf. sem starf-
ar í mjög nánum tengslum við
Landvélar. Þar eru framleidd öll
málmtengi á slöngurnar. Málmiðj-
an framleiðir um 100 þúsund
málmhluta á ári, og notkun á hrá-
efni í framleiðsluna var um 40 tonn
á síðasta ári. Áður höfðu þessi
málmtengi fyrir slöngurnar verið
flutt inn, en Hreinn sagði að síð-
ar hefði verið farið út í að framleiða
þessa hluti hjá fyrirtækinu. Til þess,
að málmhlutarnir verði ryðfríir eru
þeir galvaniseraöir, en þaö er
fyrirtækiö Vírnet í Borgarnesi, sem
hefur annast það. Hreinn sagði, að
þessi framleiösla stæðist fullkom-
lega samanburö á við það bezta
sem þekkist erlendis.
Annað fyrirtæki starfar í húsinu,
á efri hæðinni, en þaó er Tækni-
miðstöðin hf, og starfar hún einnig
í mjög nánum tengslum við Land-
vélar hf. Þetta fyrirtæki er nýtt og
annast þjálfun kennara úr verk-
menntunarskólum, sem þá geta
fylgst með nýjungum á því sviði
sem þeir kenna. Nokkru áður, en
blm. F. V. kom í heimsókn í fyrir-
tækið, höfðu 14 kennarar setið á
endurmenntunarnámskeiði.
Hjá Landvélum og fyrirtækjun-
um sem starfa í tengslum við þaö
vinna 22 starfsmenn.
Úti sem inni
Endurnýjun
eða nýsmíði
Byggingafélagið
FDRMCD SF
SKIPHOLTI 25
SÍMI 24499
LYNGÁS 12 S.: 97-1340-1480.
Egilsstöðum.
66