Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 71
afsjónarhóli
Á að hækka vexti?
Þessi spurning hefur sem kunnugt er mjög verið rædd
meðal forystumanna í athafnalífinu, hagfræðinga og stjórn-
málamanna. Blaðið leitaði til tveggja kunnáttumanna í fjár-
málum og bað þá að segja álit sitt á því, hvort vexti ætti að
hækka. Þeir, sem spurðir voru eru Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri samtaka sambandsfrystihúsa og hagræðingar
fyrirtækisins Framleiðni. Hinn aðilinn er Gunnar H. Hálfdán-
arson, hagfræðingur hjá Fjártestingarfélagi islands.
Spurningar, sem Frjáis verzlun lagði fyrir þá voru þessar:
1. Hver eru helztu áhrif vaxtahækkunar á atvinnuvegina?
2. Hver eru áhrif vaxta á lánastofnanir, almenning og verð-
bólguþróun?
3. Hvaða breytingar á vöxtum og verðtryggingu eru æski-
legar, og hvers vegna?
Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri svarar:
Áhrif vaxtahækkunar á atvinnu-
vegina
Vextir af afurðalánum skipta ekki
meginmáli fyrir framleiðsluatvinnu-
vegina, en svarió er miðað við þá.
Þeir koma nokkurn veginn jafnt
niður á öllum rekstraraðilum.
Hækkun þeirra krefst því aðeins
lækkunar annars kostnaðar. Hins
vegar hefur það ekki gerst hér,
vaxtahækkanir hafa komið í kjölfar
óviðráðanlegs kostnaðar á öðrum
sviðum og hafa því valdið verð-
bólgu og gengisbreytingum í fram-
haldi af því. Við núverandi að-
stæður mundi frekari hækkun
vaxta valda aukinni verðbólgu.
Vextir af stofnlánum og lausafé
hafa miklu víðtækari afleiðingar í
för með sér. Mismunur á fjárfest-
ingartíma í óðaverðbólgu og að-
stöðu til fjármagnsöflunar veldur
óbærilegum og vaxandi aðstöðu-
mun fyrirtækja. Rekstrargrund-
völlur framleiðslufyrirtækja er jafn-
an miðaður við að meðalrekstur sé
ekki langt frá því að vera taplaus.
Þessi aðstöðumunur vegna vaxta
og annars fjármagnskostnaðar
veldur því að annars vegar eru
fyrirtæki með mikinn og vaxandi
hagnað en hins vegar fyrirtæki með
mikið og vaxandi tap. Þetta gerist
þrátt fyrir að reksturinn sé að öðru
leyti jafn góður. Vaxtahækkun
hefði það í för með sér að þessi
mismunur ykist.
Áhrif vaxta á lánastofnanir, al-
menning og verðbólguna
Við núverandi efnahagsað-
stæður eru háir vextir nauðsynlegir
til þess að lánastofnanir geti aflað
nægilegs fjár til þess að halda at-
vinnuvegunum starfhæfum, enda
virðist vaxtastefnan hafa tekið mið
af því. Hins vegar dugar engin föst
vaxtahæð til lengdar til þess að ná
þessu markmiði, vextirnir þurfa
stöðugt að hækka. Gera má ráó
fyrir að að öðru óbreyttu þurfi vextir
að hækka um 3—5% á ári til þess
að tryggja nægilegt fé til eðlilegrar
atvinnustarfsemi. Þessi vaxta-
stefna gengur sér því til húðar á
örskömmum tíma.
Áhrif vaxtahækkunar hefur þau
áhrif á almenning við núverandi
aðstæður að hann gerir kröfu um
71