Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 81

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 81
Fegurðardrottning auglýsir Island og Sjávarfréttir Hvaö á að gera við skipsfélag- ann? Henda honum í sjóinn? Ekki ber svipurinn á mannskapnum það með sér að verulega hafi kastast í kekki. Og ef menn skoða betur kann þaö kannski að vekja athygli hvað þessi í sjógallanum er skolli smágerður. Halldóra Björk, fegurðardrottning íslands, er það reyndar og þarna er hún að vinna sem Ijósmyndafyrirsæta um borð í fiskiskipi í Reykjavíkurhöfn. Til- efnið var að útgáfufyrirtæki okkar, Frjálst framtak, gerði auglýsingu fyrir tímaritið Sjávarfréttir til birt- ingar í brezka tímaritinu Fishing News. Þar var vakin athygli á (s- landi sem markaði fyrir fiskveiði- búnað og skipstjórnartæki, sem framleiðendur hefðu ekki efni á að vanrækja. Og svona var farið að því að vekja athygli á íslandi í þessu alþjóðlega tímariti sjávarút- vegsins. Margar myndir voru teknar af Halldóru eins og venja er undir slíkum kringumstæðum en að lokum varö fyrir valinu mynd af henni í glugganum í brúnni þar sem hún horfir dreymandi út á hið bláa haf — eða beint í augu les- andans, sem á eftir að fletta Fishing News. Fegurðardrottnlng auglýsir island og Sjávarfréttlr

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.