Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 43

Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 43
starfsþjálfun og framleiðslu á birgðum fyrir herinn, fyrir utan almennar aðgerðir eins og hagræðingarlán, tækniaðstoð o. fl. Norðmenn hafa heldur ekki hikað við að styrkja vefjar- og skóiðnað og það áður en veruleg hætta var á atvinnu- leysi þar í landi. Danir hafa aft- ur á móti haldið að sér höndum í styrkjamálum, þrátt fyrir að þar hafi atvinnuleysi verió til- tölulega mikiö. Þeir hafa kosið að greiða heldur atvinnuleysis- bætur beint. Finnar leggja sér- stakt jöfnunargjald á innfluttan iðnvarning til að vega upp á móti uppsöfnuðum söluskatti í innlendri framleiðslu. Gjald af þessu tagi var samþykkt hér á Alþingi á sl. vori. önnur Norð- urlönd innheimta virðisauka- skatt, þar sem uppsöfnunar- áhrifa gætir ekki. Hagkvæmni smæðarinnar Augu manna hafa beinst meira að litlu fyrirtækjunum en áður. Menn hafa orðið áþreif- anlega varirvið, að hagkvæmni framleióslu í stórum stíl fylgir viðkvæmni fyrir sveiflum. Lítil einkafyrirtæki eru miklu sveigj- anlegri. Þau finna jafnframt til sterkari ábyrgðar gagnvart starfsfólki en stórfyrirtækin. Aftur á móti eiga þau oft erfið- ara um vik með fjáröflun en þeir stóru, svo og vöruþróun og rannsóknarstarfsemi. í fyrsta skipti í áratugi hafa t. d. atvinnurekstrargjöld einka- fyrirtækja verið lækkuð í Sví- þjóð og skilningur virðist hafa vaxið á Norðurlöndunum á mikilvægi einkaframtaksins, smárra og miðlungsstórra fyr- irtækja. Hvað skal gera? Sú spurning er áleitin, hvort sé betra af tvennu illu, tollar eða sérhæft styrkjakerfi. Við spurningunni er ekkert einhlítt svar, því að útkoman úr öllu saman fer eftir viðbrögðum annarra þjóða við tilburöum einnar í hafta- og styrkjaátt. Almenn innflutningshöft eða tollar yrðu stórt skref aftur á bak og samræmast ekki hags- munum smáþjóöar, þegar til lengdar lætur. Hún getur ekki tryggt sambærileg lífskjör við aðrar þjóðir nema meó því aö notfæra sér kosti sérhæfingar og alþjóðlegrar verkaskipting- ar. Sá urgur, sem nú er út af EFTA-samkomulaginu, var fyr- irsjáanlegur aó því leyti, að áhrifum aðlögunarinnar var frestaó í upphafi með því aó fella strax niður tolla af hráefn- um og veita sumum greinum lengri umþóttunartíma en öðr- um. (Hækkun sölugjalds hefur skert áhrif tollalækkunar á hrá- efnum og vélum.) Sömuleiöis er andúð gegn styrkjastefnu erlendis skiljanleg. Einnig hef- ur mismunun milli atvinnugreina hérlendis ekki verið rutt úr vegi og reglur um niöurfellingu sölugjalds eftir því hvort um samkeppnisiðnaó væri að ræða eða ekki valdið nýrri mis- munun innan iðnaðarins sjálfs. Það er til aö mynda spaugilegt að vél sé ódýrari, ef hún er fremur notuð til útflutnings- framleiðslu en til viðgerða á sama verksmiðjugólfinu. Beinasta leiðin til hagsbóta fyrir þjóðina er aö innlendar atvinnugreinar sitji viö sama borð og sjóðakerfi iðnaðarins sé eflt bæöi í þeim tilgangi aó útrýma mismunun og til að veita sérstaka, tímabundna fyrirgreiðslu og styrki, þar sem þörfin er ótvíræð og beinlínis til komin vegna styrkja við sam- keppnisaðilja eða rangrar gengisskráningar. Innflutning- ur frá svonefndum láglauna- löndum er sérstakt vandamál. Heppilegra virðist að semja um innflutningskvóta en setja á sérstök gjöld. Eitthvað ættum við að leggja af mörkum til að styðja við útflutning þróunar- landa. Keppinautar geta líka orðiö viðskiptavinir síðar. í þessum málum skortir stefnu- mörkun. Einnig verður að móta ákveðna stefnu í viðskiptum á borð við þau sem nú eru í upp- siglingu við Portúgal, en þar er krafizt skipakaupa og fleira fyrir saltfisk. Þetta kemur óhjá- kvæmilega við íslenzkar skipa- smíðastöðvar og e. t. v. gæti lausnin falizt í samvinnu milli íslenzkra og portúgalskra skipasmíóastöðva fremur en einstefnuakstri. Mér er kunn- ugt um að verið er aó athuga möguleika á smíöi skips- skrokks í Svíþjóð, sem byggja á yfir í Finnlandi og setja skrúf- una í af Norðmönnum. Hver veit nema Portúgalir þyrftu að sækja einhverja þekkingu hingaö. 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.