Frjáls verslun - 01.10.1978, Qupperneq 47
3. Næst er það telex-þjónustan.
Við erum hér með tvo fjarrita, sem
anna öllum telex-sendingum fyrir-
tækjanna.
4. Frum rekur hér eldhús, sem
sér um mat handa starfsfólki fyrir-
tækjanna.
5. Sameiginleg sorphreinsun.
Hjá okkur starfar sendibifreið við
að fjarlægja rusl frá fyrirtækjum, til
dæmis umbúðir og annað.
6. Við sjáum um pappíra fyrir
fyrirtækin. Tollskjöl, gjaldeyris-
skjöl, skýrslur og fleira. Viö sjáum
um að sækja greiðslur, reka á eftir
og ná í pappíra. Ellefu fyrirtæki
nýta sér þennan lið og við þetta
starfa þrír til fjórir aðilar hjá okkur.
7. Þá er það loks bókhaldið. Við
keyptum tölvu, sem annast fjár-
hagsbókhald, viðskiptamanna-
bókhald, reikningsútskrift og víxla.
Svo og lager- og pantanabókhald.
Við þessa tölvu eru í dag tengdir
fjórir skermar úti í byggingunni og
um þá fara bæði færslur og fyrir-
spurnir. Þessi talva á að leika sér
að því að hafa tuttugu aðila í sinni
umsjá, en í dag nota sex fyrirtæki
þjónustu hennar."
Misjafnlega mikil þátttaka
„Annars er það margþætt starf-
semi sem hér fer fram. Það er mis-
jafnt hve fyrirtækin taka mikinn
þátt í þessu. Þau hin áhugasöm-
ustu funda til dæmis reglulega.
Bera þau þá saman afkomu sína,
skoða fyrirtækin í sameiningu og
ræða sameiginleg vandamál.
Þessu var erfitt að koma á í fyrstu,
en hefur reynst vel. Þessi fyrirtæki
ná því, sem önnur af svipaðri
stærð ná ekki, það er hagkvæmni,
nýtingu á vélum og mannafla, sem
aðeins stór fyrirtæki ná annars
staðar. Það má segja að í þessum
efnum verði tvisvar tveir fimm hjá
þeim.
Framundan er hjá okkur úr-
vinnsla úr hugmyndum af ýmsu
tagi. Er ef til vill ekki úr vegi að
skýra frá fáeinum atriðum þar.
Til að mynda erum við í dag að
hugleiða hvort það væri hag-
kvæmt að fá sameiginlegt
geymslurými í tollvörugeymslu.
Við höfum fengið úthlutað þúsund
fermetrum og spurningin er hver
hagræðing yrði af því að hafa það
sameiginlegt og vera með mann
frá okkur þar, sem sæi um af-
greiðslu."
Sameiginlegur sjóður
„Þá erum viö að huga aö fjár-
magnsmálum. Hvað hægt er að
gera sameiginlega þar. Við höfum
nú stofnað fyrirbæri, er ber nafnið
Frum-rekstrarsjóður og er honum
ætlaö að fjármagna bæði sölu hjá
fyrirtækjum og fleira. Er þá ætlun-
in að hann kaupi af þeim reikninga
og innheimti, svo og ef til vill að
fjármagna sameiginlegar vöru-
sendingar til landsins. Þá mætti ná
hagræöingu meö því aö sameina
margar smáar sendingar í eina
stóra, jafnvel fylla þannig gáma og
flytja heim. Hins vegar rekumst við
þar á þá hefð að leysa þarf út alla
þá sendingu í einu, sem er á einu
farmbréfi.
Fjármögnun þessa sjóðs er
þegar hafin og greiða fyrirtækin
reglulega inn í hann. Ég tel þenn-
an sjóö nauðsyn, því fjármagns-
vandinn er mikill og bankar of
máttlausir til að geta leyst hann.“
Árni Gunnarsson og Þóra Helgadóttir við Burroughs B80-tölvu sem getur annazt
þjónustu við tuttugu aðila.
47