Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 63

Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 63
sér, aö flestar nýjungar hafa oltið um koll. Þær ná ekki að festa ræt- ur. Það er erfitt að fara af viti ofan í fjármáladæmið í þessu í dag, þar sem okkur vantar allar upplýsing- ar, sem treystandi væri á’. Hiris vegar er stóri vinningurinn í þessu, að okkar mati sá, að hægt er að gera mjög nákvæmar kostnaðar- áætlanir. Það byggist bæði á skömmum byggingartíma, svo og á því að samsetning á einingum yröi boðin út og tilboöin myndu ekki breytast á byggingartíman- um. Það yrði þó að grundvallast á því að sleitulaust yrði haldið áfram við byggingu, sem oft reynist erfitt hér. Okkur íslendingum hættir of- urlítið til að leggja út í fram- kvæmdir, sem svo standast mis- jafnlega. Lánapólitíkin hefur held- ur ekki bætt þar um, því hér ríkir sá siður að gefa lánsloforð í dag og afhenda svo peninga eftir allt aó átta mánuói. Menn verða þá að bjarga sér eins og best gengur, með því að slá bæði á hægri hönd og vinstri. Aðallega þó þá hægri, því á vinstri hönd fæst ekkert nema viðbótarskattar." Skilur ekki reikningslist sumra stjórnmálamanna ,,Svo vikið sé nú, í lokin, að iðn- aðinum sem heild, má ef til vill segja sem svo, að ástæöulaust sé að fjölyrða um erfiðleika hans. Um þá hefur verið fjallaö svo að þá þekkja allir sem vilja þekkja. Hins vegar er það geypilega stór hópur sem ekkert vill um þá vita. Þar á meðal sá hópur sem heldur því fram að aukin dýrtíð sé helsti gróðavegur hjá iðnaði, verslun og yfirleitt öllum atvinnurekstri. Þar á meöal eru aðilar sem hátt ber í ís- lenskum stjórnmálum í dag og held ég að óþarft sé að nafngreina þá. Ég hef aldrei skilið reikningslist þessara meistara, en þeir sitja ákaflega fastir við sína skoðun. Mín heitasta ósk í dag er sú, að þessir menn noti nú aðstöðu sína til þess að vinna að marki gegn þessum „hagsmunum" atvinnu- rekstrar og komi dýrtíðinni niður. Ég er ákaflega vel reiðubúinn til þess að sætta mig við það ,,tap" sem hlytist þar af fyrir mig." Ný verslun að Laugavegi 168 Sérverslun með nytsamar og þroskandi tómstundavörur. Garðagróðurhús, tilbúin til uppsetningar meö gleri. Einnig ýmsir aukahlutir. Vefstólar, stórir og smáir. Garn og fylgihlutir. Föndurvörur fyrir börn. Reyr og tágar til körfugeröar. Öll almenn rafmagns- og hand verkfæri. Hefilbekkir og smáhlutir. Tæki, áhöld og efni til leirvöru gerðar. T.d. ýmiss konar leir, glerungar og brennsluofnar. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla v Laugavegi 168, sími 29595. y 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.