Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 67
Bifröst með tvö skip í Ameríkuferðum í vetur Nægur flutningur ,,Það hefur veriö nóg að flytja hjá okkur. Raunar meir en nóg, því nú hefur verið ákveðið að kaupa annað skip og vonandi fáum við það fyrir jól. Þaö verður samskon- ar skip og Bifröst, og hafa okkar menn undanfarið verið á Norður- löndum að skoða. Til að byrja með hafa bílaflutn- ingar eðlilega verið miklir, bæði fyrir einkaaðila, svo og flytjum við alla bíla fyrir Ford frá Bandaríkj- unum. Einnig höfum við losað hér bíla úr öðrum skipum, þá komna frá Evrópulöndum. Annar flutningur hefur einnig verið mikill. Skipið hefur alltaf ver- ið fullt og nú undanfarið hafa alltaf verið tvær hæðir af gámum á þil- fari. Til dæmis flytjum við mikið fyrir varnarliðið ígámum og kemur skipið þá fyrst til hafnar í Njarðvík- um, þar sem þeim er skipað á land. Um daginn komum við líka með ákaflega skemmtilegan farm fyrir þá, en það voru margir tankbílar, sem þeir hreinlega biðu með flutning á, þar til Bifröst gat tekið þá“ Tvö skip í Ameríkuferðum ,,Við flytjum mikið í fjörutíu feta löngum frystigámum, sem eru nánast færanlegar frystilestir. Núna vorum við til dæmis að koma með fullan slíkan gám af frönskum kartöflum. Einnig flytjum við mikið út í þeim. Við höfum til dæmið ekið gámum til Stykkishólms á bílum, þar sem þeir eru fylltir af skelfiski. I næstu ferð verða þaó einir tíu gámar, sem þaðan koma, þannig að við ætlum að láta skipió fara þangað sjálft eftir þeim. Framtíðin virðist björt hjá okkur núna. Eins og ég gat um, erum við að kaupa annað skip og þótt bæði skipin verði í förum milli Ameríku og íslands þennan vetur, kæmi mér það ekkert á óvart þótt við hæfum einnig feröir á Evrópu áður en langt um líður." Sú viðbót við íslenskan skipa- stól, sem vafalítið hefur vakið einna mesta athygli og jafnvel deiiur undanfarin ár, er flutninga- skipið Bifröst. Eins og verða vill hefur fjaðrafokið um skipið hjaðnað í það minnsta opinber- lega, og segja má að það starfi nú í ró, þó það sé ef til vill einkenni- legt orð að nota um rekstur far- skips. Afgreiðsla Bifrastar er staðsett í Hafnarfirði, þar sem skipið hefur hafnaraðstöðu, vöruskemmur og vöruport. Þar hittum við fyrir Ölaf Ólafsson, afgreiðslustjóra. „Þetta er ef til vill ekki oröið neitt merkilegt hér hjá okkur," sagði Ólafur, ,,en við afgreiðum þó hérna okkar góða skip, Bifröst, svo og öll þau önnur skip sem vilja. Aðallega eru það Suðurland og Vesturland, skip Nesskips hf., svo og Svanurinn, sem hefur verið í flutningum á byggingarvörum fyrir Húsasmiðjuna í Þorlákshöfn." Athafnasvæði Bifrastar í Hafnarfirði. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.