Frjáls verslun - 01.10.1978, Qupperneq 74
Landa- og ostakynningar
á Loftleiðum
Á haustin fer skemmtanalíf borgarinnar að taka við
sér á nýjan leik eftir sumarið. Hvers kyns mannamót eru
haldin, árshátíðir með miklum matarveislum og fleira
því líkt. F. V. fjallar hér um nokkra þá staði í Reykjavík,
þar sem hægt er að leigja aðstöðu til slíkra mannfagn-
aða, og staði þar sem góða kvöldskemmtun má fá í
borginni. Einnig er fjallað um hvað helst er á döfinni hjá
þessum stöðum í vetur.
Ætlunin er að brydda upp á
ýmsum nýjungum á Hótel Loft-
leiðum í haust og vetur. í Blóma-
salnum er ætlunin að bjóða upp á
kalda borðið á kvöldin, öðru
hverju, en hingað til hefur það
einungis verið á boðstólum í há-
deginu alla daga vikunnar.
Blómasalur er opinn hótelgestum
og öllum almenningi, en hann
tekur um 130 manns. Einnig er
fyrirhugað að vera með síldar-
kynningu og ostakynningu, sem
Osta- og smjörsalan sér um, og fá
þá gestir að bragða á fjölbreyttum
ostaréttum. I Blómasal er boðið
upp á sérstakan barnamatseðil.
í Víkingasalnum, sem er leigður
út fyrir hvers kyns mannfagnaði, er
ætlunin að vera með landakynn-
ingar í vetur. Ákveðið er að kynna
Búlgaríu og Kenya m. a. Verður þá
boðið upp á rétti frá viðkomandi
landi, sýndir þjóðdansar og sitt-
hvað í þeim dúr. Hægt er að halda
allt að 200 manna matarveislur í
Víkingasal.
Kristalssalur er einnig leigður út
til veisluhalda, funda og ráðstefna
m. a. Kristalssal má skipta í þrjá
minni sali, sem taka hver um sig 60
manns sé setið við borð. Séu allir
salirnir opnir er hægt að halda þar
150— 180 manna matarveislur.
í Leifsbúð er góð aðstaða fyrir
smærri fundi og mannfagnaði og
Stjórnarherbergi svokallað er
einnig leigt út til fundarhalda.
Nokkuð margar ráöstefnur hafa
verið haldnar á hótelinu í sumar,
að sögn Emils Guðmundssonar,
aðstoðarhótelstjóra, og bókað er
fram til ársins 1982.
Nú í nóvember veröur boðið
upp á nýjan matseðil, að sögn
Emils. Fenginn var til hótelsins
matsveinn frá einu frægasta hóteli
Dana, Hotel D'Angleterre, Benno
Lauritssen, til að setja upp nýjan
matseðil og vera til ráðgjafar, en
fjölbreytni í réttum verður aukin til
muna.
Sé um árshátíöir, veislur eða
fundi að ræða eru veitingar
ákveönar fyrirfram.
f blómasalnum á Hótel Loftleiðum.
74