Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 11

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 11
þróun fi tímabilinu janúar-júní S þessu ári uoru tollafgreiddar 3459 nýjar fólksbifreiðar inn í landið. fl sama tímabili 1 fyrra uar þessi tala 4675 þannig að heldur virðist hafa dregið úr innflutningi nýrra fólksbíla. Mest var flutt inn af bifreiöum frá Dapan eða 8B5 fólks- bílar af 22 tegundum (1211:28). Tölur innan sviga sýna samsvarandi fjölda 1 fyrra. Næst í röðinni voru sovézkir bílar. Þeir voru alls 721 af fólksbifreiðum en aðeins fimm gerðir (727:6). Þá koma Banda- ríkin með 436 bifreiðar af 33 tegundum (741:30). Næstu lönd eru s£ð- an Svíþjóð með 299 (377) fólksbifreiðar, Italía með 174 (185),þá Frakkland með 173 (264), A-Þýzkaland með 171 (158) og V/estur-Þýzka- land með 143 (284). Mestur fjöldi innfluttra fólksbifreiða af ein- stökum tegundum var sem hér segir: Lada 2121: 414 (252), Volvo 244: 229 (268), Subaru 1600: 186, Mazda 323: 138 (138), Mazda 929: 133 (144) og Mazda 626: 132. Alls voru fluttar inn 117 (128) tegundir af nýjum fólksbifreiðum á þessu tímabili, janúar-júní 1979. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var 49,7 milljarðar króna í lok júll- mánaðar 1979 á gengi I lok mánaðarins og er það óbreytt frá því I árslok 1978. Uegna endurgreiðslu gjaldeyrisskulda hefur gjaldeyris- staða bankanna nettó batnað um 7,9 milljarða króna frá ársbyrjun til júllloka 1979. Gjaldeyriskaup gjaldeyrisbankanna á tímabilinu janúar-júll voru 22,8°ó meiri 1979 en 1978 miðað við fast gengi og gjaldeyrissala 7,7% meiri 1979 en 1978. Frá ársbyrjun til ársloka 1978 hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 56,4/( sem þýðir 36% gengislækkun Islenzku krónunnar. Tvær formlegar gengisbreytingar voru gerðar á árinu, 10. febrúar og 6. september. Frá lokum septem- ber 1978 til ársloka hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 5,4%, sem þýðir 5,1% lækkun & gengi krónunnar. Frá áramótum til 15. ágúst I ár hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 17%, sem þýðir 14,5% lækkun á gengi Islenzku krónunnar. Þó nokkuö hefur verið um byggingarframkvæmdir í Keflavík 1 sumar. Þar eru milli 20 og 30 einbýlishús I smlðum, 16 garðhús og vinna stendur yfir við byggingu 10-15 raðhúsa. Þá hefur mikill kippur komið I byggingu fjölbýlishúsa og eru um 40 íbúðir I fjölbýlishús- um ýmist næstum tilbúnar undir tréverk eða skemur á veg komnar. Þrátt fyrir allt eru þó minni framkvæmdir við íbúðarbyggingar I Keflavík en undanfarin ár, þ.e.a.s. að fjölbýlishúsum undanskildum. Framtlðarbyggingarsvæði fyrir íbúðarhús verður svokölluð Heiðabyggö III. en skipulag þess svæðis er nú langt á veg komið. l/öxtur iðnað- arhverfisins er hægur en stööugur. Þar standa nú yfir framkvæmdir á vegum 10 aðila. Við Hafnargötu eru þrjú skrifstofu- og verzlunar- hús í byggingu. 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.