Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 12
STIKLAÐ Á STÓRU... Vaxandi markaðshlutdeild Markaðshlutdeild Kaftibrennslu Akureyrar í kaffisölunni hér á landi hefur vaxið mjög ört undanfarið. Sem dæmi má nefna, að 1975 seldi hún 573 lestir af brenndu og möl- uðu kaffi, sem var 33,8% af heildarsölunni í landinu. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 909 lestir, sem er 57,2% af heildarsölunni, sem þá var 1.588 lestir í öllu landinu. Svo virð- ist sem kaffidrykkja okkar íslend- inga sé heldur að minnka. Síðustu 15 árin höfum við lengst af neytt nálægt 1500 lesta af brenndu og möluðu kaffi árlega. Árið 1975 var þessi tala þó komin upp í nær 1700 lestir, en hefur farið lækkandi síð- an. Þetta kann að vera skýringin á því, sem fram kom á fundi Norræna samvinnusambandsins á Akureyri, er fjallaði um kaffiviðskiptin, að við erum langt frá því að vera mesta kaffidrykkjuþjóð Norðurlanda. Á síðasta ári voru seld hér 9,08 kg af kaffi á hvern íbúa, sem mun vera lægri tala en sem nemur sölunni á hvern landsmann a.m.k. i Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð. Það hefur lengi verið landlæg trú hér á landi, að kaffi væri þjóðardrykkur okkar íslendinga. Samkvæmt þessum upplýsingum virðist okkur þó vera óhætt að taka þá skoðun til endurskoðunar. Þrátt fyrir alla söluaukninguna á Braga- og Santos-kaffinu, eru frændur okkar annars staðar á Noróurlöndum orðnir meiri kaffidrykkjumenn heldur en við. Skipakomur og vöruflutningar til Reykjavíkur Árið 1978 komu alls 2997 skip til Reykjavíkurhafnar samtals að stærð 3.052.700 br. rúmlestir. Að fjölda til var fækkun á skipakomum frá fyrra ári sem nam 7,5% en að stærö varð minnkunin 2,9%. Fækk- unin liggur einkum í færri skipa- komum af ströndinni svo og færri komum erlendra rannsóknar- og eftirlitsskipa. Af heildar skipakom- um eru 2776 komur íslenskra skipa eða 92,6% en að stærð gera ís- lensku skipin 64,2% af heildinni og hefur hvorutveggja hlutfall hækkað lítiðeitt fráfyrra ári. Alls voru komur erlendra skipa 221 af 20 mismun- andi þjóðernum. Flestar voru kom- ur rússneskra skipa eða 48, 43 dönsk og 41 norskt. Heildar vöru- og aflamagn, sem fór um höfnina á árinu nam 1.674.609 tonnuj sem er 13,9% aukning frá fyrra ári og munar lang mestu um aukningu á lönduðum steinefnum. Almennir vöruflutning- ar um höfnina minnkuðu aftur á móti um 6,6% frá fyrra ári og námu nú 963.651 tonni. Minnkun varð bæði í flutningi til hafnarinnar og frá henni. Afli lagður á land nam 85.559 tonnum og minnkaói um 6,1% frá fyrra ári. Af heildar aflamagninu nam loðna 51.816 tonnum. Bifreið- ar fluttar með Akraborg um höfnina námu um 42.100 en ekki liggja fyrir upplýsingar um það vörumagn sem flutningabifrieðar fluttu né heldur um fjölda þeirra. Heildarfjöldi gáma sem fór um höfnina varð 36.620 sem er 13% aukning frá fyrra ári. Af flutningi frá útlöndum sem fer um hafnarbakka í eigu hafnarsjóðs fór um 39% um Sundahöfn. Beinar rekstrartekjur námu á ár- inu 922.9 m.kr. sem er um 8.9% hækkun frá áætlun. Vörugjöld námu 463.2 m.kr. sem er 10,3% hækkun frá fjárhagsáætlun sem nam 420 m.kr. Aflagjöld námu 33.7 milljónum og fóru 68% fram úr áæutlun. Skipagjöld námu 83.4 milljónum og urðu 5,2% undir áæutlun. Skipaþjónusta í heild nam 187.9 milljónum og fór 12,5% fram úr áætlun. Breytingar hjá Máli og menningu Nýlega var bókabúð Máls og menningar formlega opnuð eftir njiklar breytingar. Byggð hefur ver- ið efri hæð, eða svalir, fyrir ofan götuhæð verslunarinnar og þar mun deild erlendra bóka hafa aö- setur sitt. Með þessum breytingum er húsnæði verslunarinnar fullnýtt. Áður deildu íslenskar og erlendar bækur með sér húsrýminu á götu- hæðinni en nú verða, eins og áður segir, aðeins erlendar bækur á nýju hæðinni en innlendar bækur fá alla götuhæöina til afnota. Þessar breytingar hafa stórbætt alla aö- stöðu verslunarinnar, bæði fyrir viðskiptavini og eins starfsfólk. Sýnataka heilbrigðiseftirlits Eins og undanfarin ár tók Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkurborgar reglulega sýni af helztu neyzluvör- um í fyrra, sérstaklega þó þeim, sem eru viðkvæmastar og hættast er við skemmdum svo sem af brauðsamlokum, unnum kjötvör- um, mjólk og mjólkurvörum. Þá voru einnig tekin sýni af neyzluvatni og baðvatni úr sundlaugum borg- arinnar. Aukin var sýnishornataka á mjólk vegna umræðu um lengri sölufrest. Á árinu 1978 voru send 2947 sýni til 'rannsóknarstofnana. Sýnitaka er aukin þegar ástæða þykir til og þá sérstaklega ef grunur leikur á, að varan sé skemmd. Af þessum ástæðum gefa niðurstöður því ekki rétta mynd um gæði neyzluvara al- mennt, að því er gerlafjölda snerti. Þá eru ennfremur árlega tekinn nokkur fjöldi sýna, aðallega af unnum kjötvörum til efnagreining- ar. Á árinu voru tekin 64 sýni af salt- kjöti og unnum kjötvörum til efna- greiningar þar sem er athugaö um íblöndun nitrits og nitrata. 7 sýni reyndust yfir leyfilegum mörkum fyrir nitrit og 16 fyrir nitrat.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.