Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 13
3 aðilar voru kærðir á árinu 1978
vegna endurtekinna brota á
ákvæðum um nitrit- og nitrat-magn
í kjötvörum.
Eftir kröfu heilbrigðiseftirlitsins
var á árinu eytt 6192 kílóum af
svínakjöti og 384 kílóum af öðrum
kjötvörum.
Sérstakur 1,4% skattur á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði
I fréttatilkynningu frá Verzlunar-
ráði íslands segir m.a.:
„Fyrir síðustu áramót samþykkti
Alþingi að innheimtur skyldi sér-
stakur 1,4% skattur af fasteigna-
mati verzlunar- og skrifstofuhús-
næðis eins og það var í árslok 1978.
Var þessi nýi skattur hluti af þeim
mjög auknu skattaálögum á at-
vinnurekstur, sem ákveðnar voru
um sl. áramót.
Að mati Verzlunarráðsins telst
þessi sérstaki skattur til frádráttar
til tekju- og eignarskatts vegna
tekna og eigna á árinu 1978, þar
sem skatturinn hefur myndað skuld
hjá eigendum þessara fasteigna í
árslok 1978. Þessi skoðun Verzl-
unarráðsins byggir á 11. gr. A lið og
22. gr. B lið í lögum nr. 68/1971 um
tekju- og eignarskatt. Er þessi sér-
staki skattur þar með lagður að
jöfnu við aðstöðugjald, landsút-
svar, launaskatt og tryggingagjöld,
sem eru frádráttarbær á því tekju-
ári, er þau myndast, sem er almenn
regla, enda er sérstaklega tekið
fram í 12. gr. laganna um tekju- og
eignarskatt (nr. 68/1971), að um
eignarskatt gildi sú sérregla, að
einungis sá eignarskattur félaga,
sem greiddur hefur verið á árinu sé
frádráttarbær.
Við útkomu skattskrár hefur
komið í Ijós, að skattyfirvöld hafa
ekki heimilað, að þessi sérstaki
skattur væri frádráttarbær á árinu
1978. Þar sem hér er um töluverðar
fjárhæðir að ræða, t.d. allt að
712.000 króna hækkun tekju- og
eignarskatts af 100 milljón króna
fasteign og umdeilt vafaatriði, vill
Verzlunarráðið hvetja þá aðila, sem
gert er að greiða þennan sérstaka
1,4% skatt að kæra þessa máls-
meðferð til skattstjóra og síðan
ríkisskattanefndar."
Kalda bordid
í Blómasalnum
Bjóðið viðskiptavinum í kalda borðið í hádeginu
eða upp á fjölbrevttan matseðil í Blómasal.
Munið hin vinsælu skemmtikvöld með dagskrám
tileinkuðum ýmsum þjóðlöndum nær og fjær og
girnilegum sérréttum.
Verið velkomin í gistingu og mat
HÓTEL
LOFTLEIÐIR