Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 26

Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 26
.... L ífe yrissjóöur - stærsti lífeyrissjóður á Lífeyrissjóður verzlunarmanna var stofnaður sam- kvæmt kjarasamningum árið 1955 og tók til starfa 1. febrúar 1956. Hann er því orðinn 23 ára gamall. í upphafi var hann „frjáls sjóður“, þ.e.a.s. að fólk, sem starfaði við verzlunar- og skrifstofustörf á þeim tíma réði því, hvort það yrði aðilar að sjóðnum eða ekki. Framan af voru sjóðfélagar fáir eða aðeins nokkur hundruð manns og þá gjarnan áhugasamasta fólkið í samtökum verzlunarmanna. í reglugerð sjóðsins hef- ur frá upphafi verið gert ráð fyrir að hann væri ekki aðeins opinn starfsmönnum í verzlun og viðskiptum heldur einnig framkvæmdastjórum og stjórnunar- starfsmönnum, sem ekki teljast félagar í verzlunar- mannafélögunum. Árið 1970 komst á hin svokall- aða aðildarskylda. Þá varð mikil stökkbreyting í fjölda sjóðfélaga. Fram að þeim tíma má segja að þeir hafi verið nokkur þúsund, að- eins um 2500 í árslok 1969, en eftir aðildarskylduna varð gífurleg fjölgun og um síðustu áramót voru skráðir sjóðfélagar orðnir rúmlega 23 þúsund talsins, þar af 12 þús- und virkir félagar, sem greiða að staðaldri iðgjöld til sjóðsins. Mis- munurinn eru sjóðfélagar, sem greitt hafa áður í sjóðinn en eru hættir því núna eins og t.d. konur, sem unnu úti um 5 til 10 ára skeið og létu síðan af störfum, en eiga sína inneign áfram hjá sjóðnum. Höfuðstóllinn 12—13 milljarðar í árslok 1979. Cífeyrissjóður verzlunarmanna er í raun lífeyrissjóður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, en fé- lagssvæði þess nær yfir Reykjavík, Kjalarnes, Mosfellshrepp, Sel- tjarnarnes og Kópavog. Með sér- stöku samkomulagi var þó ákveö- ið, að verzlunarfólk annars staðar á landinu gæti öðlazt aðild að Líf- eyrissjóði verzlunarmanna, en undirskriftaraðili og ábyrgðaraðili er Verzlunarmannafélag Reykja- víkur fyrir hönd allra þessara launþega. Segja má, að um 80% allra sjóðfélaga séu félagsmenn í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur, en í heild voru sjóðfélagar starfandi hjá 2983 fyrirtækjum víðs vegar um land um síðustu áramót. Eftir því sem næst verður komizt mun Lífeyrissjóður verzlunar- manna vera með 15% af öllum líf- eyrissjóðsfélögum í landinu innan sinna vébanda miðað við ið- gjaldagreiðslur, sem greiddar eru til sjóðanna. í árslok þessa árs er gert ráð fyrir að höfuðstóll sjóðs- ins verði kominn upp í 12—13 milljarða og verður hann þá orðinn stærsti lífeyrissjóður landsins. Um síðustu áramót stóð hann nokkuö jafnfætis lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og var höfuðstóll hans þá 8,5 milljaröar. Lífeyris- sjóður verzlunarmanna er tiltölu- Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna. lega ungur að árum þegar,.frjálsa aðildin“ fram til 1970 er höfð í huga. Iðgjaldagreiðslurnar eru til- tölulega hagstæðar með hliðsjón af því að meginþorri sjóðfélaga er raunverulega aðeins búinn að borga í sjóðinn í einn þriðja af þeim tíma, sem gert er ráð fyrir að menn greiði í hann áður en komið er aö tryggingarskyldu af hálfu sjóðsins. Lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum eru því tiltölulega litlar enn sem komið er af fyrrgreindum ástæðum og við þetta bætist að aldursskipting starfsmanna í þessari atvinnugrein er mjög hag- stæð. Það er mikið af ungu fólki við alls konar verzlunarstörf, í við- skiptum og þjónustu, sem fellur inn í félagsramma Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Af þessum sökum hækkar höfuö- stóllinn mjög mikið og miklu meira en tryggingargreiðslur sjóðsins. Sem dæmi má nefna, að árið 1978 voru lífeyrisgreiðslur aðeins 132,4 milljónir til 239 lífeyrisþega. Á sama tíma og iðgjöldin voru 1454,4 milljónir og höfðu hækkað Ný ákvæði sett um hámarksiðgjaldagreiðslur. Hvetja framkvæmdastjóra 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.