Frjáls verslun - 01.08.1979, Page 27
verzlunarmanna
landinu viö lok þessa árs
Forráðamenn lífeyrissjóðsins á fundi með forsvarsmönnum kaupmanna. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri sjóðsins fyrir
miðju en Ólafur Gústafsson, skrifstofustjóri lengst til vinstri.
Það er alltof fátítt í íslenzku samfélagi, að fyrirtæki, stofnanir eða
samtök ákveði að leggja spilin á borðið fyrir alþjóð og gera því skil í
opinberum tilkynningum hvernig fjárhagsleg staða þeirra er, hvaða
þjónustu þau hafa verið fær um að veita, hver vöxtur í umsvifum hefur
verið o.s.frv. Til enn meiri undantekninga heyrir, að lánasjóður skuli
lýsa því frammi fyrir alþjóð upp á hvaða lánamöguleika hann býður og
á hvaða kjörum.Þetta gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna nú fyrir
nokkru í heilsíðu blaðaauglýsingum, sem almenna athygli vöktu, en
þó fyrst og fremst þakklæti þeirra mörgu félagsmanna í sjóðnum,
sem reglulega greiða hluta af launum sínum til hans og vilja gjarnan
vita nákvæmlega hver réttur þeirra er til fyrirgreiðslu af hálfu hans.
Þetta lofsverða framtak stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var
kveikjan að því, að okkur hjá Frjálsri verzlun fýsti að spyrja nánar um
einstaka þætti í starfi sjóðsins, og leituðum því upplýsinga hjá for-
manni sjóðstjórnarinnar, Guðmundi H. Garðarssyni, formanni Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur.
>g stjórnunarstarfsmenn til aöildar aö sjóönum
27