Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 42

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 42
Alþjóðlega vörusýningin 1979 Sýningarnar hafa Hvers vegna flykkjast menn tugþúsundum saman á stóra vörusýningu í Laugardalnum? Er þetta ekki bara rétt eins og að labba sig niður Laugaveginn og kíkja í búðarglugga? Það virðist ekki vera. Ella mundi fólk ekki leggja á sig að fara til að skoða slíkar sýningar og greiða aðgangseyri að auki til að fá að sjá alla dýrðina. Sýningar eins og sú, sem nú hefur verið opnuð í Laugardalshöllinni, eru orðnar að nokkurs konar siðvenju hér á landi hin síðari árin. Og fullvíst má telja, að fólk bíður þeirra með óþreyju. íslenzkum vörusýn- ingum er líka ætlað að veita gestum talsverða skemmtun, og í því skyni gerir sýningarstjórnin ýmis- legt, sem kostar ærið fé. Þegar blaðamaður frá FV kom niður í Laugardalinn síðla einn ágústdaginn, mátti sjá að það stóð eitthvað talsvert mikið til í íþrótta- og sýningahöllinni. í keppnissalnum stóðu fyrir dyrum miklar breytingar. Verið var að mála og snurfusa burðarkerfið fyrir sýn- ingabásana. Rafvirkjar, trésmiðir og málarar voru á fleygiferð um salinn. Stjórnstöð í búningsherbergjum Inni í einu búningsherberginu var að finna aðal- skrifstofu þeirra Kaupstefnumanna. Þar hittum við fyrir þá Bjarna Ólafsson, framkvæmdastjóra, Gi'sla B. Björnsson og Halldór Guðmundsson, framkvæmda- stjóra við Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Þeir þrír ásamt Ragnari Kjartanssyni, forstjóra Hafskips h.f., hafa undanfarin ár staðið fyrir sýningahaldi á vegum Kaupstefnunnar. Hér gella við símar í hverju horni og bergmála í flísalögðum búningsklefum og böðum. Menn eru að hringja og fá vitneskju um hvenær megi hefjast handa um að fara að stilla upp í sýningabásunum. ,,í rauninni má segja að undirbúningur hafi staðið fyrir þessa sýningu allt frá því að heimilissýningunni lauk haustið 1977. Mest hefur þó starfið veriö undan- farið ár, eiginlega allt að því samfelld vinna", segir Bjarni Ólafsson. Hann kvað sýningu sem þessa mikið fjárhagslegt mál, veltan mundi tæplega verða minni en um 200 milljónir króna. Þeir félagar sögöu að sýningaaðstaða í Laugar- dalshöll hefði löngum verið bágborin. Og með hverri sýningunni sem liði, versnaði aðstaðan. Sýningarnar stækkuðu sífellt, án þess að mannvirki, sem áttu að rísa, eins og til dæmis skautahöll austan aðalhallar- innar, sæju dagsins Ijós. Lengi vel var reynt að búa til ofurlítið rými milli aðalhallarinnar og skrifstofubyggingar íþróttasam- takanna. Þar var tjaldað yfir bílastæðin. Þetta gaf þó síður en svo góða raun. Tjöldin vildu leka, ef rigndi, og sýningarmunir lágu undir skemmdum. Auk þess var stórhætta á ferðum ef vind hreyfði að gagni, en slíkt vildi því miður gerast, einmitt þá daga, sem sýn- ingin var opin. Kváóust þeir eiga Ijúfsárar endur- minningar um baráttuna viö tjaldið. Mátti þar stundum Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar og Haukur bróðir -Allt að 80 þúsund sýningargestir 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.