Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 57
Á ísafirði er verið að leggja olíumöl á 2,4 kílómetra af gatnakerfi bæjarins, alls 15 götur í eldri hverfum bæjarins. Gatnakerfið er um 14—15 kílómetrar og fer að sjást fyrir endann á þessum framkvæmdum, að sögn bæjarstjórans á ísafirði, Bolla Kjartanssonar. I fyrra lögöu heimamenn olíu- mölina sjálfir, en keyptu efnið frá Olíumöl h.f. Misheppnaöist verkiö og er talið að mölin, sem blandaö var í olíuna hafi veriö gölluð. í ár mun Miöfell h.f. leggja út mölina og reikna þeir með að verða fjórar vikur að leggja á göturnar. Næturútkall brunaliðsins til um- ræðu Málefni slökkviliðs Isafjarðar hafa orðið blaðaefni undanfarin misseri. Við slökkvistöðina er nú verið að byggja, húsnæðið tvö- faldað. í gömlu stöðinni var ástandið orðið þannig að dyr voru of litlar til að hægt væri að taka inn nútíma slökkvibíla. Bolli kvað unn- ið að lausn boöunarvandamálsins, sem upp kom eftir að landssíminn neitaði að sjá um næturboðun slökkviliðsmanna. Félagsmála- ráðuneytiö og brunamálastofnun hafa þetta vandamál til íhugunar. Bolli kvað það stórvandamál hvernig þessum málum er háttað. Á ísafirði væru stór timburhúsa- hverfi þar sem eldhætta er mikil, gömul hús sem standa mjög þétt. Bolli kvað unnið að byggingu dagheimilis og leikskóla á ísafirði og í Hnífsdal. Báðar eiga bygging- arnar að verða fokheldar fyrir vet- urinn. í Hnífsdal hefur kvenfélagið Hvöt tekið þátt í þessu verkefni með bæjarfélaginu. Þá er áframhaldandi vinna við sjúkrahúsið í samvinnu við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum. Fram- kvæmdafé þetta árið er 3oo millj- ónir króna. Húsið er þegar uþp- steypt. Átak gert í íþróttamálum Þá hefur átak verið gert í íþróttamálum. Grasvöllur og mal- arvöllur fyrir knattspyrnumenn „Sveitarfélögin munu seint fara að leggja fyrir fé á bankareikningum” hafa verið gerðir á Torfunessvæð- inu og sérstakur æfingavöllur var útbúinn í vor. Skíðaiðkun er ann- ars hin sterka hlið bæjarbúa og kvað Bolli einsýnt að hyggja þyrfti betur að framkvæmdum í Selja- iandsdal. Frjáls félagasamtök hafa mest hugað að allri aðstöðu þar til þessa. Þó hefur bærinn útvegað rafmagn að lyftunum, veitt 5 millj- ónum til framkvæmda þar og út- vegað snjótroðara í brekkurnar. Á góðum vetrardögum er allt að þriðjungur bæjarbúa við skíðaiðk- an í hinum fjölbreytilegu brekkum þar efra, eða um þúsund manns. Við höfnina er nú unnið að frá- gangi á 60 metra kanti, verið að steypa hann og fullgera. Talsvert gestkvæmt er á Isafirði, bæði sumar og vetur. Hinsvegar hefur gistiaðstaða síðustu árin ekki verið upp á marga fiskana. Við Silfurtorg er verið að steypa fimmtu og efstu hæð hótelbygg- ingar, þar sem verða 32 herbergi með 64 rúmum. Bjartsýnir menn í stjórn þessa fyrirtækis vilja að hótelið verði tekið til notkunar að hluta næsta ár, en aðrir telja að vart verði tekið við fyrstu gestun- um fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi. Algjör breyting á högum fólks ,,Það hefur orðið algjör breyting á öllum högum manna hér á síð- ustu árum", sagði Bolli Kjartans- son. ,,Við komu skuttogara hingaö á firðina 1972—74 breyttist þetta mjög til batnaðar. Atvinna er næg og mjög örugg og tekjur fólks eru miklar. Frystihúsin eru annáluð fyrir gæðaframleiðslu og rekstur þeirra gengur með miklum ágæt- um. Hitt er vandamál hvað lítið framboð er hér af húsnæði", sagði Bolli Kjartansson. Hann kvað venjuna vera þá að yngra fólkið byggði yfir sig nýtízku íbúðir, en gamla fólkið sæti gjarn- an eftir í gömlu húsnæði og óhentugu. Væru dæmi um það að gamla fólkið þyrfti að greiða allt að fimmfalt verð miðað við Reykjavík, fyrir upphitun húsnæðis síns. Bolli kvað mörg hinna hefð- bundnu verkefna, gatnagerð, hafnargerð, mannvirkjagerð ýmis- konar sífellt endurnýja sig. Þaó sæist aldrei fyrir endann á því sem gera þyrfti. ,,Eitt er víst, og þaó er aó sveitarfélögin fara seint að leggja fyrir fé á bankareikning- um“, sagöi hann. „Sést aldrei fyrir endann á öllu því sem gera þarf” segir Bolli #C/arfansson^ bæjarstjóri, á ísafiröi 56 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.