Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.08.1979, Qupperneq 61
Þeir hyggja á landvinninga ,,Hér var verið að flytja inn í átta íbúða blokk, sem hreppurinn lét byggja, “ sagði Kristján Pálsson, sveitarstjóri á Suðureyri í viðtali við FV. Ekki virðist þó mikið húsnæði losna við það. Oft rýmist gamalt og mjög ófullnægjandi húsnæði, sem af flestum er dæmt úr leik. Bygging nýju íbúðablokkarinnar tók rúmt ár. “ Þá er verið að stækka skóla- húsið um helming og verður reynt að taka hluta þess húsnæðis í notkun á skólaárinu, sem senn hefst. Þá er dagheimili í byggingu, 260 fermetra hús, sem mun bæta úr afar brýnni þörf. Að vísu hefur frystihúsið boðið upp á barna- gæzlu á vetrum fyrir þær hús- mæður, sem hafa viljað vinna hluta úr degi, en aðstaða ekki ver- ið eins og bezt verður á kosið. Um margt óvenjulegt þorp Suðureyri er um margt óvenju- legt þorp miðað við önnur á Vest- fjörðum, og Súgfirðingar virðast fara sínar eigin leiðir oft á tíðum. Til dæmis steyptu þeir götur sínar fyrir fáum árum og vakti það mikla athygli. „Steypan hefur reynzt ákaflega vel, nema þar sem frost- skemmdir komust í hluta fyrstu steypunnar", sagði Kristján Páls- son. ,,Við teljum að þegar til lengdar lætur muni þetta borga sig. Olíumölin hefur reynzt mis- jafnlega hér á fjörðunum, og á ísafirði hefur hún sumsstaðar bókstaflega horfið með öllu". Og nú er næst á dagskrá að leggja gangstéttir, verið að byrja á að steypa kantana og lagfæra göt- urnar þar sem þess þurfti með. Á síðasta ári fengu Suðureyr- ingar heitt vatn í hús sín. í sumar var verið að ganga frá miðlunar- tanki fyrir ofan plássið, þannig að nú á að verða hægt að tryggja jafnara og stöðugra rennsli inn í húsin. Vatnið þurfti aðeins að leiða 4 kílómetra leið inn í þorpið og má nærri geta hversu mikil búbót það er fyrir plássið. Líta knattspyrnuvöllinn hýru auga Og Suðureyringar hyggja á landvinninga, bókstaflega talað. Þar háttar svo til, að byggingalóðir eru ekki lengur fyrir hendi. Menn eru jafnvel farnir að líta knatt- spyrnuleikvanginn hýru auga! Sagði Kristján að afar brýnt væri að byrjað yrði að dæla upp sandi og vinna með því móti landrými fyrir auknar íbúðarhúsabyggingar fyrir innan þorpið. ,,Ef þið vitið af einhverjum sjóðum, sem vilja lána til slíkra framkvæmda, þá ættuð þið að láta vita", sagði Kristján. Hann kvað þetta verða fjárfreka framkvæmd, eflaust mundi hún kosta hundruð milljóna. En um annað væri ekki aö ræða, ef ein- hver þróun ætti að eiga sér stað á Suðureyri. Þá sagði Kristján að mjög brýnt væri orðið að vinna aö hafnarbót- um. Skuttogarinn Elín Þorbjarnar- dóttir á heldur lélega heimahöfn á Suðureyri. Sé eitthvað að veðri verður hann helzt að leita annað í öryggisskyni. Er reiknað með að lagfæringar verði gerðar á höfn- inni næsta sumar, m.a. reistur nýr bryggjukantur fyrir 100 milljónir. Togarinn hefur gjörbreytt atvinnu- lífinu, sagði Kristján. Á Suðureyri er stöðug og góð vinna dag og nótt að heita má. íbúum hefur heldur fjölgað á Suðureyri og voru 535 snemma á þessu ári. Marmarinn sf. auglýsir: Framleiðum sólbekki, vaskborðplötur, flísar og sófaborðsplötur. Allt steypt úr ekta marmarasandi. Gullfallegt og fáanlegt í öllum litum. Athugið: Ótrúlega hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Komið og skoðið, - Söluaðilar: Keflavík: Bústoð, Vatnsnesvegi 14, sími 3377 Reykjavík: Iðnverk hf., Hátúni4a, símar: 25945 og 25930. MARMARINN SF., sími 3952 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.