Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 71

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 71
.. W>" ' Askur Sb Veitingahúsið Askur tók til starfa árið 1966 og var stofnandi Magnús Björns- son. Magnús rekur staðinn enn, eða öllu heldur stað- ina, því að nú eru tveir Askar í höfuðborginni; að Lauga- vegi 28 og Suðurlandsbraut 14. Að sögn Magnúsar er hægt að fá mjög fjölþættan mat á Aski. Þar liggur frammi svokallaður grunn- matseðill en síðan er það viðskiptavinarins að raða saman eftir sínum smekk. Fyrir þá sem ekki eru vissir í sinni sök fylgja vísbend- ingar hvað sé best hvaö með öðru.. ,,Hingað getur fólk komió og borðað hvað sem er, án mikilla útgjalda" sagði Magnús okkur. ,,Við erum ekki með heilan og hálfan skammt, eins og mikið er notað hérlendis enda eiga þessi orð alls ekki við mat, að mínu mati. Hér er einungis selt eftir vigt og þannig ætti það að vera annars staðar“. Magnús kvað sérstöðu Asks vera m.a. glóðarsteik- urnar, sem seldar eru eftir vigt. Þá vildi hann geta um íslenska lambakjötið sem slegið hefði í gegn hjá þeim. ,,Þegar hafréttarfundurinn var hér haldinn þá gekk sú saga aö lambakjötió á Aski hefði eyðilagt hana því að hingað flykktust ráðstefnu- gestir eftir að nokkrir Þjóð- verjar höfðu mælt með kjöt- inu og þar af leiðandi staðnum". Ekki er hægt að flokka viðskiptavini staðanna í neinn sérstakan hóp, því að hann samanstendur af alls- konar fólk. Ekki er veitt vín á Aski. Askur býður upp á svo- kallað ,,draft-öl" en það er sérstaklega lagað fyrir hann. Þessi ,,bjór“ hefur vakið athygli fyrir bragð- gæði. Á Aski starfa nú um 60 manns og reksturinn mun ganga vel. Lokaorð Magn- úsar í spjalli okkar voru: „Askur er ódýrasti matsölu- staðurinn á landinu í dag, miðað við gæði.“ 71

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.