Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 7
Haukur Þór Hauksson, sem rekur verslunina Borgarljós, hóf fyrir skömmu innflutning og heildsölu á raftækjum. Haukur er fæddur hinn 9. febrúar 1957. Hann lauk búfræðiprófi frá bændaskólanum að Hvanneyri 1975 og verslunarprófi 1977. í fyrra stundaöi hann nám í viðskiptafræðum við London School of Foreign Trade. Haukur starfaði í tæp tvö ár við verslunarstörf í Nesco á Laugavegi 10, en keypti verslunina Borgarljós haustið 1978 ásamt Arndísi Þor- valdsdóttur, móður sinni. Versla þau með margvíslegar rafmagnsvörur. Nú í haust var starfssvið verslunarinnar aukið og tengist nú innflutningur og heildsala á rafmagnsvörum starfsemi hennar. ,,Það er mjög erfitt að reka verslun í dag, fer raunar síversnandi,'' sagði Haukur. ,,Mesta sök á hið óstöðuga efnahagslíf. Varðandi rekstur raftækjaverslunar, þá má segja að hún eigi erfiðar uppdráttar en t.d. matvörubúð. Lagerinn þarf oft að vera stærri og dýrari og á sumum hlutum er lítil hreyfing og því mikill kostnaður samfara því aö sitja uppi með einhverjar vöruþirgðir, vaxtakostnaðurinn er alveg gífurlegur. Heildsöluálagning er nú 12% en smásöluálagning er 34%. Erlendis er það tekið með í reikninginn aö veltuhraði fyrir- tækja eins og raftækjaverslunar er mjög lítill og því er álagningin í smásölu allt að 100%. Sumir kunna að undrast slíkt, en kostnaðurinn við þessa verslun er bara svo mikill að slíkt er nauðsynlegt, ef maöur á aö geta boðið fólki upp á eitthvert úrval." Stefán Jón Hafstein var nýlega fastráðinn sem fréttamaður á fréttastofu hljóðvarps. Stefán Jón varð stúdent frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1975. Síðan las hann bók- menntasögu og ensku við Háskóla íslands og lauk einu stigi í hvorri grein. Þessu næst lá leiö hans til London þar sem hann lagði stund á fjölmiðlafræði í Polytechnic of Central London og lauk hann þar námi í fyrra. Réóst hann þá til útvarpsins sem lausráðinn fréttamaður. Aðspurður kvaðst Stefán kunna mörgu vel í hinu nýja starfi sínu, en reynslan af hinu póli- tíska yfirvaldi stofnunarinnar væri ákaflega slæm. Hann kvaðst sérstaklega óánægður með það að útvarpsráð sé að ráðskast með dag- skrárgerð og mannaráöningar auk þeirrar smámunasemi sem þeir hefðu gert sig seka um. ,,Mér finnst að útvarpsráð ætti aö sjá um almenna yfirstjórn." „Útvarpið hefur ekki getað starfað af fullum krafti vegna fjársveltis og líður beinlínis fyrir það. Annars held ég að við stöndum okkur ágætlega á fréttastofunni þrátt fyrir þann ramma sem okkur ber að vinna í. Það sem mér finnst þó slæmt er að maður fær ekki tækifæri til aö rannsaka málin lengi, athuga þau ofan í kjölin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.