Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 61
[ Ólafsfiröi er verið aö reisa heilsugæzlustöö, dvalarheimili aldraöra og hjúkrunarheimili, mikla byggingu sem á að veröa til- búin síöla árs í ár eða snemma á því næsta. Haltu-kjafti-peningar í hafnargerö ,,Staöreynd er að Ólafsfjörður er önnur stærsta verstöðin norðan- lands á eftir Akureyri", sagði bæjarstjórinn. ,,Þó er nánast ekk- ert unnið að hafnarmálum okkar, enda miðar hægt í að laga að- stöðuna hjá okkur. Við fáum þetta 70—80 milljónir á ári, sem margir kalla haltu-kjafti-peninga, enda verður ekki mikið úr þeim. Okkur finnst að fremur ætti að leysa vanda byggðarlaga á sem skemmstum tíma í stað þess að tvístra fjármagninu á svo óskyn- samlegan hátt, taka fyrir fáar hafnir hverju sinni og fá þannig meiri nýtingu á mannafla og tækjum." Ólafsfirðingar reka nú þrjá tog- ara, alla af minni gerðinni, þ.e. undir 500 tonn. Þetta eru Sólberg, Árni Bekkur og svo nýsmíðin frá Slippstöðinni, Sigurbjörg, sem hefur reynzt hið bezta. í fyrra bár- ust á land 11 þúsund tonn af þorski, eða 2 þúsund tonnum meira en árið 1978. Naumt skammtaður mokstur í Múla Enn eitt baráttumálið, — Vega- gerðin. Veturinn í vetur hefur ekki verið svo afleitur að sögn Péturs Más Jónssonar. Bærinn er mjög háður veðurguðunum, ef hann á að heita í sambandi við umheim- inn. Ólafsfjarðarmúli er e.t.v. ekki löng leið, en getur verið hrikaleg, ekki sízt í vetrarhörkunum. ,,Við fáum samkvæmt reglunum mokst- ur einu sinni í viku, Siglfirðingar tvisvar í viku. Að sönnu er bent á að til okkar hafi verið ófært 35 daga á síðasta ári, til Siglufjarðar 36 daga á sama tíma. í því sam- bandi er rétt að minna á að oft á tíðum voru tæki send á vegum bæjarins til að gera Múlann færan, svo ekki var Vegagerðinni þar fyrir að þakka. Auk þess finnst víst flestum að með öflugri og hrað- skreiðari snjómoksturstækjum eins og Payloaderum, ætti að vera hægt að moka oftar en áður var gert með mun lakari tækjum eins og heflunum," sagði Pétur Már. Annars kvaðst Pétur Már hafa orðið var við mikinn áhuga fólks í bænum á jákvæðu hliðinni á snjónum. Þau fimm ár sem hann hefði verið bæjarstjóri heföi skíðamennt fólks fleygt fram svo um munaði. Bærinn reynir fyrir sitt leyti að stuðla að þessari hollustu- ríku íþróttaiðkun, sem bæjarbúar sækja steinsnar fyrir utan bæinn. Iþróttafélagið keypti lyftu fyrir tveim árum og gjörbreyttist öll að- staöa til skíðaiðkunar, og nú hefur bærinn látið bæta við annarri lyftu. Margir sem ekki höfðu lengi stigið á skíði, drógu nú fram fjalirnar og hafa rifjað upp gamlar kúnstir. Skólafólkið skilar sér ekki aftur „Annars má segja um okkar bæ eins og aðra úti á landsbyggðinni, atvinnulífið er of fábrotið. Unglingarnir hverfa frá okkur strax og grunnskóla lýkur, fara margir hverjir til náms í menntaskólum, iðnskólum, verzlunarskólum og alls konar skólum. Því miður kem- ur allt of fátt af þessu fólki til baka, vegna þess að þar er þá ekki at- vinnu að fá við hæfi þessa fólks. Þetta kalla Bandaríkjamenn víst ,,brain-drain“, sem lýsir ágætlega þessu fyrirbæri, hvernig stórborg- irnar draga til sín gáfufólkið frá minni stöðunum. Pétur Már kvaðst ánægður með samstarfið viö bæjarbúa, fólk er skilvíst, greiðirsín gjöld með prýði, 96% fyrir síðasta ár, og aldrei þessi fimm ár hefði komið til uppboðs vegna vangoldinna gjalda, en aðeins tvisvar eða þrisvar komið til lögtaks. lönaöur é Dalvik: Vilja stórauka framleiðslu á mokkaflíkum Fyrir nær sjö árum síðan stofnuðu þeir Júlíus Snorrason og Jóhann Tryggvason saumastofuna Ýli hf. ásamt fleirum. Til- gangurinn var m.a. sá að bjóða upp á meiri möguleika í sam- bandi við atvinnu á Dalvík, einkum fyrir húsmæöurnar á staðn- um. Ýlir hf. er nýlega flutt í nýtt og ágætt húsnæði þar sem saumastofan ertil húsa. Áður hafði hún verið í íbúðarhúsnæði í bænum. „Hjá okkur starfa að jafnaði 8—10 stúlkur, flestar í hálfs dags störfum," sagði Júlíus Snorrason, þegar Frjáls verzlun hafði tal af honum. Hann sagði að auka mætti afköstin, en stofan fram- leiðir mokkakápur og frakka, einhvers staðar á bilinu frá 400 til 700 á ári, auk þess húfur úr skinnum og lúffur. „Til þessa höfum við eingöngu verið á innanlandsmarkaði,“ sagði Júlíus, „og þá einkum hér fyrir norðan, á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fyrir Reykjavíkurmarkaðinn höfum við nær ein- göngu framleitt samkvæmt pöntunum þaðan, en lítið selt enn í verzlunum þar. Við vinnum að því eftir megni að komast inn á stærri markaöi, enda getum við stóraukið framleiðsluna og höfum mikinn hug á því.“ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.