Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 24
alla þá sem þar áttu hlut aö máll í þeirri baráttu hefur
síðan veriö einstaklega gott og vingjarnlegt."
Fyrsta stjórnarmyndunin
Árið 1971 tapaði viðreisnarstjórnin meirihluta sín-
um og í kjölfar þess kom fyrst til kasta Kristjáns Eld-
járns, sem forseta lýðveldisins, að eiga hlut að
myndun ríkisstjórnar.
— Hvernig gekk þessi frumraun þín?
..Stjórnarmyndunin gekk fljótt miðað við þann tíma,
sem stjórnarmyndanir hafa tekið upp á síðkastið.
Þetta var merkileg reynsla fyrir mig og nýju ráðherr-
ana líka held ég. Þeir voru að vísu flestir reyndir
stjórnmálamenn, en aðeins tveir höfðu.verið ráðherr-
ar áður.
— Árið 1974 er aftur kosið, en þá tóku stjórnar-
myndunarviðræðurnar lengri tíma. Telur þú að þjóð-
hátíðin hafi skipt máli í því sambandi?
„Hugsanlega hefur þjóðhátíðin skipt einhverju máli
í því sambandi. Hún var stórfyrirtæki, miklu meira
fyrirtæki, en menn höfðu ráð fyrir gert. Þjóðhátíðin
hefur þó ekki skipt neinu meginmáli. Ég held að það
hafi bara verið að koma á daginn, að það tekur yfirleitt
berum heimsóknum og þegar maður er einn af þjóð-
höfðingjunum sem svo eru nefndir, getur maður ekki
víða farið án verndar frá yfirvöldunum.
Á Norðurlöndunum getur maður þó víðast farið
frjáls ferða sinna, en annars staðar verður maður að
ferðast á svolítið annan hátt en gengur og gerist. Ég
segi þó ekki að maður sé höfuðsetinn, en í Kanada til
dæmis, þegar við heimsóttum íslendingabyggðirnar á
aldarafmæli landnámsins, þá fylgdu okkur kanadískir
lögreglumenn og viku ekki frá okkur þann tíma sem
við vorum í landinu. Sennilega hafa þeir verið vel
vopnaðir innan klæða. Þetta vandist þó og þessir
menn urðu ágætir kunningjar okkar.“
Forsetinn til sýnis
— Forsetastarfanum fylgja ýmsar kvaðir, móttaka
sendiherra, ferðalög, oþnun sýninga, veislur, o.þ.h.
Er starfinn nokkuð annað en alhliða diplomatí?
,,Það er alveg rétt að forsetanum er boðið að verða
viðstaddur við opnun ýmiskonar athafna, t.d. sýn-
inga. Þá vill fólk oft hafa forsetann með, bæði vill það
gleðja hann og veita öðrum þá ánægju að sjá forset-
ann. Um þetta er ekki nema gott að segja. Ég kemst
„Helst verður forseti að heimsœkja allar byggðir
landsins í upphafi setu sinnar á forsetastóli, œtli
hann á annað borð að fara um allt landið“
býsna langan tíma, t.d. ekki minna en tvo mánuði, að
mynda ríkisstjórn á íslandi."
— Hefur möguleikinn á utanþingsstjórn nokkurn
tíma hvarflað að þér?
,,Fólk fer yfirleitt að tala um utanþingstjórnir þegar
stjórnarmyndanir fara að dragast á langinn, en ég
held að það sé varla í alvöru meint.
Vel má vera að síðast liðið haust hafi litlu munað að
mynduð yrði utanþingsstjórn, en hún hefði aðeins
setið í stuttan tírna."
— Komu stjórnarslitin í haust þér eitthvað á óvart?
,,Já, ekki get ég neitað því.“
— Verður forseti persónulega var við ágreining
innan ríkisstjórnar, t.d. eins og var í vinstri stjórninni
sem sálaðist s.l. haust?
,,Nei. Á ríkisráðsfundum er ekki venja að nein
veruleg orðaskipti eigi sér stað. Ráðherrarnir bera
upp sín mál til undirritunar og þar kemur enginn
ágreiningur fram.“
„Þjóðhöfðingjarnir, sem svo eru nefndir.“
— Hvernig hafa oþinberu heimsóknirnar til út-
landa lagst í þig?
,,Vel bara, enda þótt þær séu alltaf nokkuð stífar.
Við hjónin höfum heimsótt öll Norðurlöndin og Belgíu
á okkar ferli, auk hálf- eða óopinberra heimsókna til
Kanada, Manar, og ýmissa erlendra háskóla.
Háskólaheimsóknirnar bera nokkurn keim af opin-
þó ekki nema á hluta þeirra athafna sem mér er boðið
á.“
— Er þetta þó ekki sú hliðin sem að almenningi
snýr?
„Jú það er rétt, en við höfum einnig móttöku á
Bessastöðum og þangaö koma þúsundir manna á ári
hverju og það er ekki síst hin opinbera hlið. Þarna
kynnist maður alls kyns fólki og kemst í snertingu við
ólíka hagsmunahópa. Þarna getur maður reynt að
blanda geði við fólk og kannski er maður þarna
óformlegri og léttari en við aðrar athafnir.
Það má heldur ekki gleyma opinberu heimsókn-
unum út á land. Á minni tíð hef ég ferðast um tals-
verðan hluta landsins, Vesturland, Norðurland og
Austurland. Annars verð ég að segja það, að ég gafst
upþ á þessum ferðum, aðallega vegna þess hversu ég
dró þær mikið. Helst verður forseti að heimsækja allar
byggðir landsins í upphafi setu sinnar á forsetastóli,
ætli hann á annað borð að fara um allt landið."
Aldrei sumarfrí
— Er forsetaembættið ekki frekar opið starf? Menn
geta hitt þig hvenær sem þeim þóknast og fyrir stuttu
birtust myndir í einu blaðanna af Steingrími Her-
mannssyni, þegar hann kemur að Bessastöðum til að
taka við umboði til stjórnarmyndunar, og kona þín
opnaði fyrir honum, þegar hann hringdi.
„Þetta voru nú einhver mistök. Dyrnar voru læstar,
sem þær áttu ekki að vera, svo að Steingrímur þurfti
24