Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 8
STIKLAÐ A STÓRU... Aukin notkun frystigáma Eftirspurn flutninga með frysti- gámum er mikil og sívaxandi. Eim- skip hefur látið smíða nokkra frystigáma í Noregi. Tveir þeirra voru sérhannaðir vegna flutninga á viðkvæmum ávöxtum, t.d. banön- um. Er nú verið að undirbúa kaup á nýjum gámum til viðbótar þeim sem fyrir eru í eigu félagsins. Auk eigin gáma hefur Eimskip á langtíma- leigu tuttugu feta og fjörutíu feta frystigáma. Tuttugu feta gámarnir eru aðallega notaðir í Evrópuferð- um en fjörutíu feta gámarnir í Ameríkusiglingum. Tuttugu feta frystigámar eru jafnan notaðir í siglingum skipanna HÁAFOSS og LAXFOSS á leiðinni Reykjavík — Helsingjaborg — Kaupmannahöfn. Auk þess eru gámar oftast í ferðum milli Reykjavíkur, Antwerpen og Rotterdam. Áætlunarferðir E.í. til Helsinki og Valkom Undanfarin ár hafa skip E.í. flutt mikið magn af fiskimjöli til Finn- lands en þaöan timbur, pappírs- vörur, efni til vatnsvirkjana, vefn- aðarvörur o.fl. Losunarhafnir í Finnlandi hafa aðallega verið Turku, Helsinki og Vaasa. Mikið vörumagn hefur jafnan verið lestað í Valkom og siglingar til Valkom og frá verið hálfsmánaðarlega. Frá og með 1. desember sl. hefur sú breyting orðið á Finnlandsferó- um skipa E.í. að föstum hálfsmán- aðarlegum áætlunarferðum er nú haldið uppi til og frá Valkom og Helsinki. Skipin ÍRAFOSS og MÚLAFOSS eru notuð til áætlun- arferðanna. Framlög til rann- sókna- og þróunar- verkefna á Norður- löndum Fréttabréfi Landssambands iðn- aðarmanna hefur borist yfirlit yfir framlög Norðurlandanna til rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á sviði iðnaðar á árunum 1967—1977. Svo dæmi sé tekið af framlögum til þessara mála árið 1977, líta tölurn- ar þannig út í milljónum norskra króna: Danmörk.................. 963.1 Finnland................. 736.1 Island..................... 3.4 Noregur.................. 837.6 Svíþjóð................ 4.958.1 Samtals 7.498.6 Séu þessi framlög svo borin saman við vinnsluvirði iðnaðarins í hverju landi, kemur í Ijós að framlög til rannsóknar- og þróunarstarf- semi í iðnaði eru að meöaltali um 3% af vinnsluvirðinu, mest í Svíþjóð 3,5%, nokkru minni í Danmörku og Noregi eða 2,3—2,4%. Töluna fyrir ísland vantar af skiljanlegum ástæðum þar sem vinnsluvirði iðn- aðar 1977 liggur enn ekki fyrir. Séu framlögin hér á landi hins vegar borin saman við vinnsluvirði iðn- aðarins í heild árið 1976, kemur í Ijós, að framlögin hér eru tæp 0,4%. Mjög svipuð niðurstaða fæst ef skoðaður er fjöldi ársstarfa við rannsóknar- og þróunarstarfsemi í hlutfalli við hverja 1000 starfsmenn í iðnaði. Meðaltaliö á Norðurlönd- um er nálægt 17 ársstörfum við rannsóknastörf á móti hverjum 1000 starfandi í iðnaði, mest í Sví- þjóð en þar er talan nálægt 23, 16 í Danmörku og 11 í Finnlandi og Noregi. Talan fyrir ísland er ekki gefin upp, en láta mun nærri að hún sé 0,7, þ.e.a.s. innan við 1 ársverk á hverja 1000 starfsmenn í iðnaði. Iðnþróunarverkefni í málmiðnaði Samband málm- og skipasmiðja hefur að undanförnu unnið að undirbúningi sérstaks iðnþróunar- verkefnis fyrir fyrirtæki í málmiðn- aði. Einn liður í því verkefni er gerð samræmds skráningarkerfis, en markmiðið með notkun slíks kerfis er aó auðvelda áætlana- og til- boösgerð, einkum í viðgerðarverk- efnum. Iðntæknistofnun mun ann- ast þennan verkþátt og er þegar hafinn undirbúningur að því. Samband málm- og skipasmiðja stóð fyrir kynningarfundum fyrir fé- lagsmenn sína um allt land, þar sem þetta verkefni var sérstaklega kynnt, og tók fulltrúi Iðntækni- stofnunar þátt í þeim. Auk kynn- ingar á sjálfu verkefninu var al- menn starfsemi Iðntæknistofnunar kynnt og skipst á skoðunum við fundarmenn um verkefni og starfs- hætti stofnunarinnar. Framleiðsla Sam- bandsfrystihúsa Nú liggja fyrir skýrslur um heildarfrystingu hjá Sambands- frystihúsunum á árinu 1979. Fryst- ing allra sjávarafurða nam 36.200 lestum og hafði aukizt um 26 af hundraði frá árinu 1978. Frysting botnfiskafurða nam 31.700 lestum og hafði aukizt um 23 af hundraði. I öllum helztu botnlægum tegundum varð mikil framleiðsluaukning eða nánar tiltekið sem hér segir: þorsk- ur 9%, ýsa 41%, steinbítur 16%, karfi 102%, ufsi 39%, skarkoli 26% og grálúða 51%. Birgðaaukning er mun minni en framleiðsluaukningin eða um 15 af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.