Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 23
„Truman Bandaríkjaforseti var, held ég, einu sinni spurður að því hvort honum fyndist það ekki niðurlægjandi, þegar þar að kæmi, að hverfa úr for- setastól og fara að vinna einhver venjuleg störf eins og hver annar venjulegur borgari. Það væri öðru nær, svaraði Truman, það væri hinn mesti heiður fyrir sig. Sama segi ég. Fyrrverandi forseti á að geta gengið að hverju heiðarlegu starfi sem er, en auð- vitað er trúlegt að þetta yrði býsna takmarkað í reyndinni. Hvað mér viðvíkur, þá geri ég ráð fyrir að starfa eitthvað að fræðistörfum." Þetta eru orð dr. Kristjáns Eldjárns, forseta íslands. Frjáls verzlun hitti hann að máli fyrir skömmu og ræddi við hann vítt og breitt um forsetaferil hans og minnisverða atburði frá þeim tíma. Eins og alþjóð er nú kunnugt hefur Kristján ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þessa embættis, en hann hefur nú setið í forsetastóli í tæp tólf ár. Það hefur verið haft á orði, að af öllum mönnum öðrum ólöstuðum hefði þjóðin varla getað fengið betri mann í forsetastólinn. Margt kemur þar til, hann er hlutlaus í stjórnmálum, hann er alþýðlegur í em- bætti, enda vafamál hvort að það þyldi mjög form- fastan mann, og síðast en ekki síst þá er Kristján góður viðkynningar og hefur til aö bera ágætt skop- skyn. Erfitt að koma við húmor í starfanum. Mönnum hefur oft virst nokkuð skorta á að em- bættismenn líti léttum augum á tilveruna, sem virðist vera fyrir þá frekar óskýr bak við rykfallin skjöl, stirt embættismannamál og þungar venjur. Kristján er góöur húmoristi, en samt ber embættið þess ekki mikil merki eftir 12 ár. ,,Það er ekki svo auðvelt að beita mikilli gamansemi í þessu embætti," segir Kristján. ,,Það er til dæmis varla hægt að blanda neinskonar léttleika inn í nýársræðu, ef það er það sem þú átt við. Þaö á hreinlega ekki við og mundi bara eyðileggja stílinn, og þess vegna hef ég valið nýársræðunum það form sem ég hef gert. Aftur á móti getur maður notið sín sem húmoristi í viðkynningu við annað fólk. Á Bessastaói kemur mik- ið af fólki árlega, það skiptir þúsundum, og ég vona að þá hafi ég verið örlítið léttari." — Þessi hlið þín kemur þó ekki fyrir allra sjónir. Það sem flestir þekkja er myndin frá afhendingu trúnaðarskjals sendiherra þar sem þú og utanríkis- ráðherra standið sitt hvorum megin við sendiherrann og alltaf er myndin tekin á sama staö í húsinu. ,,Já, þetta er alveg satt, en það er ekki svo þægilegt að bregða upp einhverjum húmorískum svip og væri sennilega lítt viðeigandi við þessi tækifæri. Það koma þó alltaf nýir siðir með nýjum mönnum, og þegar nýr maður tekur við verður hann að sigla milli skers og báru þegar um þetta og fleira er aö ræöa, meðal annars geta brugðið upp bæði alvar- legum svip og glettum eftir því sem viö á." „Margt svipað og ég bjóst við“ — Hvernig var það fyrir þig, forstöðumann Þjóð- minjasafns íslands að setjast í forsetastól? Olli reynsluleysi þitt á þessum sviðum þér ekki erfiðleik- um? ,,Það var nú margt svipað og ég bjóst við og hafði gert ráð fyrir. Ég hef hvorki orðið fyrir neinum von- brigðum í því efni né get ég sagt, að eitthvað hafi skarað fram úr mínum vonum. Það er rétt sem þú segir, ég hafði aldrei komið nálægt þeim störfum sem þarna biðu mín. Hins vegar hafði ég stjórnað stórri stofnun og var vanur að um- gangast fólk, jafnt erlent sem innlent. Auðvitað breytti forsetaembættið miklu fyrir mig. Lífsvenjur mínar breyttust og ég þurfti óhjákvæmilega að umgangast aðrar manngerðir, fólk sem hafði önnur áhugamál, og aðrar venjur en ég. Nú og svo þurfti ég að skipta um aðsetur." — Urðu einhverjar breytingar á þínum vinahóp við kjörið? Vinir eru yfirleitt jafningjar, en getur forseti verið jafningi? ,,Það urðu ekki miklar breytingar á vinahópnum. Ég hef reynt að halda sambandinu við mína vini og kunningja. Hins vegar vil ég geta þess að ég hef eignast ágæta vini og kunningja í gegnum starf mitt sem forseti, og einnig í hópi nágranna minna hér á Álftanesi." Bessastaðir of einangraðir? — Finnur þú fyrir einhverri einangrun á Bessastöðum? Er forsetaembættið einangraó og veldur búsetan þar einhverju um? „Búsetan einangrar forsetann að vissu leyti, en ekki vil ég gera mikið úr þessu atriði. Það hefur mikla kosti að búa á Bessastöðum og ég held að þar verði forsetasetrið áfram. Það eru nú fleiri embætti þjóðarinnar sem eru of einangruö ef ekki einangraðri og margir búa úti í sveit þótt þeir vinni inni í bæ. Annars er það skilyrði að forsetinn og fjölskylda hans hafi yfir einkabílum að ráða, bæði ég og kona mín ökum mjög mikið enda er vegurinn miklu betri en hann var. Nú þarf einangrun Bessastaða ekki að vera svo mikil, byggðin hefur vaxið mjög mikið þarna hin síðustu ár og þéttst." Forsetaembættið — Þær raddir hafa heyrst hér, að forsetinn væri of valdalítill og geti því ekki beitt sér sem skyldi. Hver skyldi vera skoðun forsetans á þessum málum? „Jú, það hefur verið mikið rætt um þetta", segir Kristján. „Sumir vilja að völd forsetans séu meiri, en ég held að ég geti nú ekki úttalað mig um þessi mál að sinni, nema hvað ég held, að í bráð verði ekki reynt að gera embættið valdameira." — Er forsetatignin nokkuð annað en eftirlíking af konungstign? „Að sumu leyti er hún þaö, en samt er mikill munur á s.s. varðandi umgengnisvenjurnar, og svo er for- setinn valinn úr fjöldanum en konungstignin erfist." Kosningasigurinn 1968. — Kjör þitt til forseta 1968 var sérstaklega glæsilegt. Hafði kjör þitt nokkur eftirköst í samskipt- um þínum viö þá sem hlut áttu að máli í þeirri baráttu? „Nei, það er mjög fjarri því. Samkomulag mitt við 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.