Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 41

Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 41
sérefni Ymsar greinar innfiutningsverzlunar reknar með umtalsverðu tapi Nettóágóði aóeins 1,59% aö meðaltali í allri innflutningsverzlun 1978 samkvæmt könnun hagdeildar Seðlabankans og Félags ísl. stórkaupmanna Afkoman í ýmsum greinum innflutningsverzlunarinnar var mjög léleg á árinu 1978 samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem hagdeild Seðla- banka íslands stóð fyrir ásamt Félagi ísl. stórkaupmanna. Könnunin leiðir í Ijós, að ýmsar greinar innflutningsverzlunar, svo sem vefnaðar- vöru-, matvöru- og skóverzlun voru reknar með umtalsverðu tapi. Nettóágóði í innflutningsverzluninni var að meðaltali aðeins 1,59%. Hæsta ágóðahlutfalliö í einstökum greinum var um 3%, sem forráöa- menn stórkaupmanna telja ,,sæmilega viðunandi". í erindi Félags ísl. stórkaup- manna til Kjartans Jóhannssonar, viöskipraráðherra frá því í nóvem- berlok sl. er eftirfarandi m.a. tekið fram: „Kannanir Félags ísl. stórkaupmanna og hagdeildar Seðlabanka l'slands á reikningum ýmissa innflutningsfyrir- tækja hafa leitt í Ijós, að dreifingar- kostnaður liggur almennt í kringum 20% og er þá greinilegt að álagning upp á 7, 8, 9 og 10% eins og sést víða í tilkynningu verðlagsnefndar er al- gjörlega út í hött. Nauðsynlegt er að skapa eðlileg starfsskilyrði og breyta ákvæðunum þannig að varan standi undir eigin dreifingarkostnaði en að aðrar tekjur, og þar með talin um- boðslaun, séu ekki þriðjungur af tekjum fyrirtækjanna." Þessar niðurstöður eru byggðar á reikningsyfirlitum frá 34 fyrir- tækjum, en það er um 20% af fyrirtækjum í Félagi ísl. stórkaup- manna, valin samkvæmt ákveðnu úrtaki. Um er að ræða ýmis stærstu fyrirtækin í samtökunum og gefa því niðurstöðurnar mjög raunhæfa mynd af ástandinu hjá verulegum hluta innflutnings- verzlunarinnar. Fyrirtæki með ýmsan blandaðan rekstur sýna skásta útkomu miðað við heildina. Áhrif núverandi ástands í verðlagsmálum hafa sem sagt veriö þau, þegar á heildina er litið, að fyrirtæki sérhæfa sig miklu minna í innflutningsverzluninni en æskilegt væri. Þau bjarga sér með því að hafa á boðstólum einstakar tegundir, sem gefa vel af sér og eru ekki bundnar ákveðnum tíma hvað sölu áhrærir. Þannig er hægt að kaupa þær inn eftir því hvernig efnahagur fyrirtækjanna stendur hverju sinni. Enn önnur fyrirtæki, sem stunda smásöluverzlun samhliða inn- flutningi eins og til dæmis á sviði heimilistækja, bæta heildarútkom- una og hjálpar smásöluverzlunin þar verulega til. Önnur hlið er þó á þeirri sögu: Neytendur, sem búa utan ákveðins geira frá heimkynn- um umræddra fyrirtækja njóta annarrar og lakari þjónustu varö- andi val og kaup á þessum tækjum en fólk á innflutningsstaðnum. Afkoman versnaði milli ára 1977—1978 Við samanburð á rekstraryfirliti og efnahagsyfirliti hinna 34 fyrir- tækja, sem niðurstöður könn- unarinnar byggjast á, kemur fram að afkoma þeirra hefur versnað að mun milli áranna 1977 og 1978. Þeir þættir, sem mest áhrif hafa haft á þá þróun, eru: • Gengistap. Það er verulegur áhrifavaldur á afkomu fyrir- tækja í innflutningsverzluninni og afturförina milli þessara ára. Gengistapið var 0,49% af rekstrargjöldum 1977 en 1,71% árið 1978. Samkvæmt bráðabirgðatölum um þróun- ina milli ára 1978 og 1979 er Ijóst að gengistapið er gífur- legt. Stórir hópar innflytjenda fengu enga leiðréttingu sinna mála fyrr en seint og um síðir enda þótt verulegt gengissig ætti sér stað. • Opinber gjöld og vaxta- gjöld. Hvort tveggja hefur hlut- fallslega þokazt nokkuð upp á við síðustu árin. Opinber gjöld voru 1,99% af rekstrargjöldum 1978 og vaxtagjöld 2,81%, en þau voru 2,35% árið á undan. 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.