Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 54
og kynnast megin hlutanum af þeim lyfjum, sem hér fást. Hlutverk framleiöandans og innflytjanda hans hér er að koma upplýsingum á framfæri. Lög um lyfjasölu ákvarða að miklu leyti hvernig þeirri upplýs- ingamiðlun skuli háttað. Menn geta ekki staðið upp og fullyrt eitthvað, sem ekki stenzt. F.V.: Hafið þið oft milligöngu um að bjóða hér- lendum læknum í heimsóknir til lyfjaframleiðenda erlendis eða á fundi og ráðstefnur á þeirra vegum? Einar Birnir: Lyfjaframleiðendur vilja gjarnan ná saman til fundar sérfræðingum frá hinum ýmsu heimshornum til að fjalla um meðferð sjúkdóma og notkun lyfja í því sambandi. Aö sjálfsögðu stuðlum við að því, sé þess óskað, að íslenzkir sérfræðingar fregni af því nógu tímanlega og geti haft tækifæri til að sækja slíkar samkomur. Því mega menn heldur ekki gleyma, að sjúkrahúsin hafa gert, að þvi er ég bezt veit, samkomulag við lækna í sinni þjónustu um að þeir geti farið á ráðstefnur erlendis. Á það er litið sem hluta af endurmenntun þeirra. „A Igjörlega rangt að fela einvörðungu lyfjafrœðingum og apótekurum inn- flutning á lyfjum“ F.V.: Þeirri skoðun hefur heyrzt fleygt, að lyfja- innflutningur væri bezt kominn í höndum samtaka lyfsalanna eða Lyfjaverzlunar ríkisins. Hverju svara heildsölufyrirtækin þessu? Einar Birnir: Á þessu hef ég mjög ákveðnar skoð- anir. í fyrsta lagi vil ég minna á, að það eru ekkert ákaflega margir lyfjainnflytjendur í landinu. í öðru lagi er þaö höfuðnauðsyn að samkeppni ríki milli innflytj- enda, fyrir hönd framleiðenda, um að koma góðum og gagnlegum upplýsingum á framfæri á meðan þær eru nýjar. Engum trúi ég betur fyrir því en innflutnings- fyrirtækjunum. Það er líka höfuðnauðsyn að ákveðinn lyfjalager sé til í landinu. Þess vegna er kostur, að innflytjendurnir séu hóflega margir, fremur en alltof fáir. Þetta er hreint öryggisatriði. Siðferðilega væri það algjörlega rangt að fela lyfjafræðingum og apótekurum ein- vörðungu að sjá um þennan innflutning. Einfaldlega af því að lyfsalinn er á sinn hátt, eins og læknirinn, viss trúnaðarmaður lyfjanotandans. Oft er hann meira en þaö. Hann getur verið sérfræðingur hans. Not- andinn á að geta leitað eftir sérfræðiáliti, sem án minnsta efa er ólitað af söluhagsmunum en byggist aðeins á hans vísindum. Þess vegna á lyfjafræðing- urinn í apótekinu ekki að vera fulltrúi fyrir neinn hagsmunaaóila í framleiðslunni. F.V.: Hvernig er verðlagning innfluttra lyfja hér- lendis í samanburði við önnur lönd? Einar Birnir: Við komum afskaplega vel út úr þeim samanburöi. Opinber athugun leiddi í Ijós fyrir nokkru, að hér fundust lyf frá þrem aðilum, sem selt höfðu lyf á hærra verði en í Englandi. Það var mis- skilningur sumra aö með þessu væri verið að skamma lyfjainnflytjendur á íslandi. Þvert á móti var verið að hæla þeim. Þessir þrír aðilar voru framleiðendur en ekki innflytjendur hér. Miðað var við það verð, sem vitað er lægst um alla Vestur-Evrópu. Það er svo lágt sem raun ber vitni vegna sérstakra samninga brezka ríkisins við innlenda og erlenda framleiðendur, og það verðmat gátu íslenzkir lyfjainnflytjendur boríð sig saman við, nærri alfarið. F.V.: Til viðbótar dagiegum önnum í fyrirtæki þínu eru það ýmis hagsmunamál samtaka heildverzl- unarinnar, sem efiaust krefjast mikils tíma til um- hugsunar og athafna. Hvaða brýn verkefni Félags ísl. stórkaupmanna viltu að lokum nefna til viðbótar við verðlagsmálin, sem við fjölluðum um áður? Einar Birnir: Það er afskaplega brýnt mál hjá fé- laginu að koma tollkrítinni á. Fyrir liggur nefndarálit sem tekur mjög jákvætt undir hugmyndina. Hins veg- ar hefur ekki verið samið lagafrumvarp á grundvelli nefndarálitsins. En þetta er stórmál fyrir innflutnings- verzlunina og reyndar miklu fleiri, því að tollkrítin er hugsuð til að spara peninga. Útbreiðslumál hjá samtökum eins og Félagi ísl. stórkaupmanna eru alltaf umfangsmikil og minnka í sjálfu sér ekkert þó að samtökin „Viðskipti og ver- zlun" séu komin til sögunnar. Það verður samvinna við þau um útbreiðslumál. Hagræðingarmál hafa lengi verið mjög ofarlega á baugi hjá félaginu. Það vill leiðbeina félagsmönnum sínum um ýmisleg hagræðingarmál. Námskeið og kynningarfundir hafa verið haldnir í þessu skyni. Félagið er aöili að Húsi verzlunarinnar. Þar mun það eignast góðan samastað og í sambýli við aðra hagsmunaaðila í verzluninni, sem er mjög jákvæð þróun og getur reynzt mikilvæg fyrir náið samstarf allra þessara aðila í framtíðinni. Einar Birnir, formaður Félags ísl. stórkaupmanna, er Mosfellingur að ætt og uppruna. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Sneri sér síðan að landbúnaðar- störfum og var síðasti bóndinn í Grafarholti. Einar var til sjós um tíma en hóf störf hjá Samvinnutryggingum árið 1954 og var síðan starfsmaður véladeildar Sambandsins. Árið 1966 réðst hann til starfa hjá G. Ólafsson h.f. og varð aðaleigandi þess fyrirtækis um áramótin 1976/1977. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.