Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 43
SEÐLABANKI ÍSLANDS FÉLAG (SLENSKRA STÓRKAUPMANNA Hagfræðideild Hlutfallstölur úr efnahagsyfirlitum heildverslana Nóvember 1979
1973 1974 1975 1976 1977 1978
Eignir 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00
Sjóður og bankainnstæður 4,19 5,30 5,44 5,07 4,56 5,10
Geymslufé 1,62 3,15 2,19 1,37 1,79 1,73
Vöruvíxlar 11,71 7,47 9,70 7,76 7,65 6,23
Inneignir hjá viðskiptamönnum 33,61 29,31 31,30 23,84 26,04 26,92
Vörubirgðir 22,60 35,12 30,85 28,01 27,03 30,15
Fastafjármunir 21,66 16,55 17,32 31,30 30,89 24,24
Aðrar eignir 4,61 3,10 3,20 2,65 2,04 5,63
Skuldir og eigið fé 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00
Yfirdráttarskuldir 6,18 5,18 4,46 2,78 2,86 1,92
Víxilskuldir 25,85 28,58 28,47 21,76 21,19 20,57
Erlendar 10,97 16,24 16,02 12,38 11,20 10,88
Innlendar 14,88 12,34 12,45 9,38 9,99 9,69
Aðrar skammtímaskuldir 20,00 28,42 26,51 26,66 30,55 37,77
Erlendar 4,68 11,07 10,03 8,74 13,53 14,28
Innlendar 15,32 17,35 16,48 17,92 17,02 23,49
Veðskuldir og aðrar langvinnar skuldir 7,59 6,15 9,56 7,70 6,11 5,01
Eigið fé 40,39 31,66 31,00 41,10 39,29 34,73
Tölur fyrir árin 1973—1976 eru hagfræðideildar Seðlabanka íslands. byggðar á fyrri könnunum F.I.S. og
Þaö var árið 1973, að Félag ísl.
stórkaupmanna gerði fyrst könn-
un á afkomu heildverzlunarinnar
vegna ráðstefnu um fjárhagsstöðu
hennar. Þetta var alhliða könnun,
bæði á fjárhagshliðinni og búnaði
verzlunarfyrirtækjanna. Könnunin
var því allumfangsmikil. Óneitan-
lega var það nokkur hvati að
henni, að verðlagsyfirvöld höfðu
ítrekað núið innflutningsverzlun-
inni því um nasir, að ekki lægju
fyrir nógu staðgóðar heimildir um
afkomu hennar, þegar álagning-
arákvæði væru til meðferðar.
Skýrslur þjóðhagsstofnunar um
afkomu verzlunar hafa yfirleitt
verið svo seint á ferðinni aö þær
hafa ekki komið að notum í þessu
sambandi og í þeim er heldur ekki
fjallað svo sérstaklega um inn-
flutningsverzlunina.
Sameiginlegur bókhalds-
lykill
Upphaflega náði könnunin til
50—60 fyrirtækja og þurfti nokkuð
að ýta á eftir svörunum í fyrstu.
Spurningar voru almenns eðlis,
lutu m.a. að þörf fyrir hagræðingu
og breytingar á bókhaldi og
tækjakosti. Mismunur í uppsetn-
ingu bókhalds var þá meiri en nú
og þróunin hefur verið þessari
viðleitni mjög í hag síðustu árin.
Vilja fyrirtækjanna til þátttöku í
könnuninni skorti ekki, en hins
vegar var oft erfitt að túlka tölur,
því að þær voru ekki jafn sam-
bærilegar og eftir að þær tóku að
færast í átt til núverandi uppsetn-
ingar. Félagið beitti sér fyrir því
haustið 1977 að gerður var sam-
eiginlegur bókhaldslykill, hann-
aður fyrir allar algengustu tölvur,
sem i notkun eru hérlendis. Til
dæmis eiga 10 fyrirtæki aðild að
sömu tölvu í Frum h.f. í Sundaborg
og geta fært upplýsingar, sem
óskað er eftir í könnunum af þessu
tagi, beint inn á viðkomandi eyðu-
blöð.
í könnunum síðustu ára hefur
einkanlega verið leitað upplýsinga
um efnahags- og rekstrarreikning
en síðan 1975 hefur könnunin
verið gerð í samvinnu við hagdeild
Seðlabanka íslands. Formið á
könnuninni hefur smám saman
tekið breytingum og orðið full-
komnara. Nú er sent efnahags- og
rekstraryfirlit til fyrirtækjanna til
útfyllingar og ýmsar hlutfallstölur
síðan unnar upp úr upplýsing-
unum, sem fram koma.
Þegar litið er á hlutfallstölur úr
rekstraryfirliti heildverzlana á ára-
bilinu 1973—1978 kemur í Ijós, að
afkoma þeirra verður sífellt lakari
frá árinu 1975 og er nettóágóði
orðinn að meðaltali 1,59% árið
1978 en hafði verið 2,99% að
meðaltali árið 1975.
Kennitölur úr reikningum fyrir-
tækjanna árin 1972—1978 bera
með sér, aö veltufjárhlutfall hefur
farið verulega lækkandi. Það var
aðeins 1,164 árið 1978 og sýnir
það glögglega hvað rekstrarstaða
fyrirtækjanna er erfið. Árið 1973
var þetta hlutfall t.d. 1,417.
Hlutfall kvikra veltufjármuna fer
einnig mjög verulega lækkandi og
er komið í 0,664 árið 1978 en var
næstum 1 árið 1973. Það ár var
veltuhraði birgða 11,29 en var
kominn í 6,34 árið 1978. Inn-
heimtutími er svipaður fyrir allt
tímabilið, yfirleitt um 60 dagar.
Hagnaður miðað við sölu er 1,7
árið 1978 en var 3,2 1973 og arö-
semi eigin fjár er um það bil helm-
ingi minni 1978en hún var 1973 og
1975. I því sambandi verður þó að
hafa í huga breytingar á fast-
eignamati og fleira, sem áhrif hef-
ur á þessa mynd. En sé litið á þessi
hlutföll um afkomu fyrirtækjanna í
heild eru þau á einn veg; í þá átt að
afkoman hefur stöðugt verið að
versna síðustu árin.
43