Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 51
daglega samband við, gefa tll kynna að það sé farið að skilja, að verzlunarstéttin sé ekki samansafn vondra manna. Það má vel vera að stöku skúrkar finnist í þessari stétt eins og öllum öðrum. En þegar á heildina er litið er hér um að ræða gott og heiðarlegt fólk, sem vinnur þarfa og heiðarlega vinnu. F.V.: Þessi umræða um stöðu verzlunarinnar og það „áróðursstríð", sem vitnað var til, hefur að sjálfsögðu farið fram með nokkuð áberandi hætti í fjölmiðlum og þá ekki sízt í sjónvarpi. Gefur þetta tilefni til að ætla, að hagsmuna- samtökin í verzluninni muni í vaxandi mæli leita eftir eins konar „sjónvarps- stjörnum" til að gegna for- ystuhlutverki í samtökun- um? Einar Birnir: Nei. Það held ég ekki. Menn og félöc hljóta að velja sér forystu- menn, sem þau telja að haf fyrst og fremst möguleika, tíma og getu til að sinna málefnum félagsins og berj- ast fyrir þeim. Leitað er eftir þeim eiginleika forystu- mannsins að geta sameinað félagsmenn til átaka í þágu félagsins og félagsmann- anna. Hvað mig snertir per- sónulega þá get ég fullyrt, að enda þótt ég hafi tekið þátt í sjónvarpsumræðum um málefni heildverzlunar- innar, hefur það áreiðan- lega engu ráöið um kosn- ingu mína í formannsem- bætti hjá mínum félagsskap. Og það er víst áreiöanlegt að ég er engin sjónvarps- stjarna. F.V.: Það er útbreidd skoðun, að samtök aðila í einkaverzluninni geti lítt eða ekki starfað saman að málefnum heildarinnar þágu frjálsrar verzlunar á fslandi. Ennfremur, að þessi samtök séu meira og minna að vinna sömu verk- efnin hver í sínu horni. Telur þú, að þessi sjónarmið eigi stoð í raunveruleikanum? Einar Birnir: Menn mega ekki gleyma því, að þetta eru samtök fyrirtækja og einstaklinga, sem eru ákaflega sjálfstæðir, reka sín eigin fyrirtæki og treysta talsvert á mátt sinn og megin. Það er alltaf erfiðara að fá alla í slíkum hóp til að vera sammála heldur en einhverjar múgsálir. Þegar aðilar í samtökum verzlunarinnar ná saman og verða sammála um að vinna að ákveðnum málum er heildin ákaflega sterk. Þó að einhverjir í þessum stéttum kippi sér upp við smá orðaleppa trúi ég ekki að það endist þeim lengi. Ef menn ætluðu að erfa slíkt gætu þeir ekki staðið til lengdar í trúnaðarstörfum, því að þau krefjast oft ýmissa ákvarðana, sem verða misjafnlega vinsælar, svo að ekki sé meira sagt. Þó að menn greini á um hvert göngulagið eigi að vera að markmiðinu veldur sá skoðanamunur ekki miklum vanda. Samtökin „Viðskipti og verzlun" vinna nú að sam- eiginlegum útbreiðslumál- um verzlunarinnar. Bæði vinnuveitendur og samtök starfsfólksins eiga aðild að þeim. Tilgangurinn er að skýra fyrir öðrum þjóðfé- lagsþegnum hvað verzlun sé, hvert sé starfssvið verzl- unarmannsins í hinum ýmsu og margbreytilegu fyrir- tækjum og hver nauðsyn þjóðfélaginu sé að þjónustu þeirra. Það er höfuðnauð- syn að jafnt launagreiðend- ur sem launaþiggjendur í verzlunargreininni komi þeim sjónarmiðum á fram- færi. I nærri hverri einustu skólabók, sem um einhvers konar verzlun fjallar, er gef- ið í skyn, að þessi starfsemi sé nánast af hinu illa. Brugðið er upp myndum af mönnum, sem fara á vinnu- stað og gera ekki annaö en að sitja og bíða þess að gróðinn laumist til þeirra. Og hann má náttúrlega ekki nema laumast til þeirra því að það fylgir þjóðsögunni að þessir vondu menn ætli að lauma helmingnum af honum undan. Gegn slíkum óhróðri er hinum nýju sam- tökum „Viðskipti og verzl- un" ætlað að vinna. F.V.: Hvaða álit hefur þú sem formaður í Félagi ísl. stórkaupmanna á þeirri staðreynd, að nokkrir af fé- lagsmönnum ykkar eru farnir að sniðganga smá- sala og selja beint til neyt- enda? Einar Birnir: Ég tel að í þessari atvinnugrein sem öðrum sé sérhæfing skynsamleg. Því betur sem menn sinna sínu sérfagi, þeim mun meiri líkur eru á að þeir skili sínu starfi vel. Menn eru ekki með hugann bund- inn við annað á meðan og hafa betri tíma til að fylgjast meö framþróun í tiltekinni sérgrein. Félag ísl. stór- kaupmanna hefur stuðlað að þeirri þróun með því að kynna mönnum ýmsar nýjungar á sviöi hagræöingar. „Það hefur verið lenzka hér að nota orðið heildsali sem eins konar skammaryrði. Mín viðbrögö við þessu eru nú þau að ég kalla mig aldrei annað en heildsala. Þar af leiðandi get ég þess, þar sem það á við, að ég sé um þessar mundir formaður heildsalafélagsins. Sé ég spurður, hvar ég hafi öðlazt mína reynslu í verzlunarstörfum svara ég því ævinlega til, að ég hafi lært hjá stærsta heildsala landsins, SÍS." 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.