Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 67
Hellu, þar sem hann starfaði í 10 ár. Á tali nokkurra Dalvíkinga mátti heyra að þeir eru ánægðir með sþarisjóðinn sinn, Sþarisjóð Svarfdæla, en líta óhýru auga til ráðagerða stóru bankanna „að sunnan" eins og þeirsögðu sumir, um að setja á fót útibú á staðnum. Tvær peningastofnanir eru yfriö nóg, sagði einn þeirra og átti þá viö að á staðnum rekur KEA Inn- lánsdeild eins og tíðkast mun hjá kaupfélögunum. Húsakynni sparisjóðsins eru einstaklega smekkleg, þau eru í austurhelmingi jarðhæðar ráð- hússins nýja, alls á 4. hundrað fermetrar en á annarri hæð er ver- ið að innrétta 100 fermetra til við- bótar fyrir sparisjóðinn og er ætl- unin að þar verði bókhald spari- sjóðsins. Gunnar segir okkur að spari- sjóöurinn sé aldeilis ekki nýr af nálinni. Hann verður senn aldar- gamall, stofnaður 1884 á öðrum degi þess árs. „Sjóðurinn var stofnaður á landnámsjörðinni Grund í Svarfaðardal þar sem landnámsmaðurinn Þorsteinn Svörfuður bjó". Þannig er Spari- sjóður Svarfdæla stofnaður ári áður en Landsbanki íslands. Allt fram undir þetta hefur spari- sjóðurinn verið rekinn af einum starfsmanni eða svo, og allt til 1959 á heimilum sparisjóðsstjóra í það og það skiptið. En 1959 var flutt frá Brimnesi inn til Dalvíkur með sjóðinn og fékk hann inni í 15 fermetra kompu í KEA-verzluninni á staðnum. í dag er KEA í raun eini keppinautur Sparisjóðsins á staðnum. Það var svo ekki fyrr en um mitt áíðasta sumar að sjóður- inn flutti í hin glæsilegu húsakynni, sem viðskiptavinir ekki síður en starfsfólk kunna vel að meta. Dalvík er á mikilli uppleið og segja má að beðið sé eftir hverju skoti sem losnar. Það er útgerðin sem allt byggist á. Þanig byggist starfsemi Sparisjóðs Svarfdæla mjög á fiskinum og öllu sem hon- um viðkemur, en einnig þjónustu við nærsveitirnar. Frá Dalvík eru nú gerðir út tveir togarar og nokkrir netabátar og hafa gert það mjög gott um árabil. Innlán til sparisjóðsins árið 1978 námu 625 milljónum króna, útlánin 332 milljónum. Á síðasta ári voru innlánin alls 950 milljónir, útlánin 560 milljónir kr. „Við reynum eftir megni að veita atvinnuvegunum úrlausn, en erum stöðugt minnugir hlutverks spari- sjóðanna, að veita fé til nýbygg- inga á okkar svæði. Þar er um að rælða fast lán að upphæð 2 mill- jónir", sagði Gunnar Hjartarson að lokum. Þess skal að lokum getið að sparisjóðurinn lætur allar færslur fara gegnum Reiknistofnun bank- anna í Kópavogi einu sinni á dag með beinu símasambandi. „Ég er maður frjálsa framtaksins og vildi fá að ráða mér sjálfur” — segir Magnús Gamalíelsson, út- gerðarmaður í meira en hálfa öld. Hann stofnaði eigin fyrirtæki, þegar verk- stjóra hans var sagt upp störfum. „Þetta gekk mjög eðlilega á síðasta ári“, sagði Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaðurinn gamalkunni á Ölafsfiröi, þegar FV hafði tal af honum. „Annars eru allir peningar reyttir af okkur, þannig að við eigum sjaldnast nokkuð eftir til að sinna eðlilegu viðhaldi fyrirtækisins". Hér höfðaði hann til sívaxandi innheimtu hins opinbera hjá atvinnurekstrinum. Magnús er rúmlega áttræður og hefur nú starfað við útgerð í 50—60 ár, kom til Ólafsfjarðar 1916 og byrjaði að gera út lítinn vélbát 1927, Barðann, 7 tonna bát, sem hann keypti af þrotabúi. í dag er fyrirtæki hans stórt og gott frystihús, þriðjungseign í togaranum Ólafi Bekk og nýja og glæsilega skipiö Sigurbjörg, sem Magnús og synir hans eiga. Synir hans tveir, Svavar og Sigurgeir, hafa að mestu létt byrðunum af föður sínum og sjá um stjórn fyrirtækisins. „Sigurbjörgin er í alla staði vel lukkað skip", sagði Magnús, „en það er mikiö af peningum í henni. Hún hefur aflaö vel fram að þessu, en þetta er svosem ekki langur tími frá því hún fór fyrst til veiða, eitthvað hálft ár eða rétt rúmlega það". Magnús kveðst vera maður hins frjálsa framtaks. Þess vegna kveðst hann hafa stofnað sína eigin útgerð og fiskverkun á sínum tíma. Hann stofnaði Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og á hlut í því. „Ég fór til Reykjavíkur, til að annast ýmislegt, en á meðan var verkstjóranum mínum sagt upp. Ég var þá ekkert að standa í þessu, vildi bara ráða mér sjálfur, og stofnaði þetta." Á síðasta ári var framleiðslan frá húsi Magnúsar og sona hans eitthvað rúmlega 1200 tonn af frystum fiski, auk talsverðs magns af skreið. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.