Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 74
til umrædu
Hvernig andæfum vid?
— eftir Markús Örn
Antonsson
Rússneski björninn hefur sýnt klærnar enn einu
sinni. Þó Afghanistan sé á öðru menningarsvæði
og þyki óvenjuframandi í okkar heimshluta
þrátt fyrir alla samgöngutækni samtímans, hefur
fólk hér norður á íslandi skynjað betur en oftast
áður vegna örlaga Afghanistans þá stöðugu ógn,
sem umheiminum stafar af markvissri útþenslu
Sovétríkjanna. Jafnvel þeir, sem haldnir hafa
verið mestri pólitískri blindu á stöðu alþjóða-
mála hafa loks í ljósi síðustu atburða skynjað
hver hætta er á ferðum.
Óskammfeilni og yfirgangur sovézkra vald-
hafa á alþjóðavettvangi hefur aldrei afhjúpazt
svo rækilega sem nú eftir fagurgala og skála-
ræður um slökun í samskiptum austurs og vest-
urs, sem staðið hafa látlaust í meir en áratug. í
lengstu lög vildu menn trúa því að þíðan í sam-
skiptum Sovétríkjanna og Vesturlanda táknaði
þáttaskil og að bein innlimun sjálfstæðra ríkja í
Sovétveldið, eins og átti sér stað eftir heims-
styrjöldina síðari, væri Iiðin tíð, sem endurtæki
sig alls ekki. En ruddaskapur Sovétleiðtoga í
viðskiptum við nágranna sína sem og eigin
þegna er enn stalínskur í eðli sínu, heimsdrottn-
unarstefnan nákvæmlega sú sama og áður þó að
lengri tími líði á milli stóru stökkanna. Augu hins
frjálsa heims hafa galopnazt fyrir þessum stað-
reyndum eftir innrásina í Afghanistan og síðustu
níðingsverk sovézkra ráðamanna gegn andófs-
fólki heima fyrir. íslenzk stjórnvöld hafa að
sumu leyti gengið lengra í þá átt að vingast við
sovézk yfirvöld á allra síðustu árum en aðrar
ríkisstjórnir á Vesturlöndum. Menningarsátt-
máli hefur verið gerður, þar sem reiknað er með
margs konar samstarfi íslendinga og Sovét-
manna. Útsendarar Sovétríkjanna hafa stöðugt
verið að færa sig upp á skaftið hér, ýmist í gervi
jarðvísindamanna, sem flækzt hafa um landið
þvert og endilangt við „rannsóknir" sínar, eða
gamallar íslenzkrar konu, sem að nafninu til er
látin ritstýra fyrirlitlegu áróðursmálgagni
Moskvustjórnarinnar á íslenzku handa íslenzk-
um almenningi. Tugir sovézkra sendiráðsstarfs-
manna fara allra sinna ferða um landið á sama
tíma og hinir örfáu íslenzku sendiráðsmenn í
Sovétríkjunum eru háðir ströngum ferðatak-
mörkunum. Sovézkar herflugvélar fá heimild til
að æfa lendingar á Reykjavíkurflugvelli og
Keflavíkurflugvelli, þegar sovézkir telja sér það
henta. Áhafnir sovézkra skipa fara hér um í
hópum án nokkurs eftirlits á meðan íslenzkir
farmenn eru sviptir ferðafrelsi í sovézkum höfn-
um. Og þannig mætti lengi telja. Ójöfnuðurinn í
þessum viðskiptum er hrikalegur.
Síðustu ofbeldisverk Sovétstjórnarinnar eru
greinilegt hnefahögg í andlit þeirra, sem hafa
viljað vingazt við Sovétríkin, þar með talin ís-
lenzk stjórnvöld. Þau eiga ekki að hafa minni
manndóm til að Iáta andúð sína í ljós og mót-
mæla en verkamenn á Keflavíkurflugvelli, sem
hafa neitað að afgreiða sovézkar herflugvélar.
Sovétmenn hafa sjálfir stórspillt grundvelli
þeirra samskipta, sem tíðkazt hafa undanfarið.
Framkvæmd þeirra á því að endurskoða. íslenzk
stjórnvöld eiga að láta vanþóknun sína í ljós með
því að endurskoða framkvæmd menningarsátt-
mála við Sovétríkin, afþakka heimsóknir sov-
ézkra herflugvéla, og láta þær sömu reglur gilda
um sovézka diplómata og almenna borgara hér á
landi og íslendingar þurfa að hlíta í
Sovétríkjunum.
74