Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 13
ordspor Geysilegur hagnaður varð hjá bönkunum á síðasta ári. Sagt er að samanlagt hafi bankakerfið skilað 5 milljörðum króna í hagnað og sé hann langfyrirferðarmestur hjá Landsbankanum. Því er svo bætt við að skattar til hins opinbera af banka- starfseminni nemi um 80 milljónum. Af- koma einstakra bankastofnana er mjög mismunandi. Útvegsbankinn, sem hefur þurft að axla þungar byrðar með fyrir- tækjum í sjávarútvegi er ekki vel staddur en hins vegar er Landsbankinn svo stór aðili í lánveitingum til sjávarútvegsins að hagnaður hans myndi enn aukast veru- lega ef ástæða þætti til að breyta eitthvað lánskjörum hjá sjávarútveginum m.a. til að bæta nokkuð stöðu Útvegsbankans. • Ástandið í afkomu Þjóðviljans er ekki eins glœsilegt og hjá sumum bönkunum. Heimildarmenn okkar í útgáfustjórn Þjóðviljans telja að hallinn á rekstri blaðsins hafi numið milli 60—70 milljón- um króna í fyrra. Eins og hjá Flugleiðum er œtlunin að hagrœða í rekstri Þjóðvilj- ans og hafa okkur borizt spurnir af upp- sögnum b/aðamanna, sem hafa leitað lið- sinnis forystumanna í verkalýðsfélögum til að treysta stöðu sína í viðureign við blaðstjórnina. Þá mun það hafa verið rœtt í mikilli alvöru að fœkka útgáfudögum Þjóðviljans, þannig að blaðið verði aðeins gefið út fimm daga í viku. Starfsmenn ýmissa tölvuvæddra fyrir- tækja og stofnana ræddu sameiginleg vandamál ekki alls fyrir löngu. Þar var m.a. vikið að því áhyggjuefni sumra, að fyrirtæki sem geyma upplýsingar sínar inni á sameiginlegri tölvumiðstöð gætu „flett“ upp í upplýsingum hvert hjá öðru eða hagrætt reikningum annarra stofn- ana, ef sá væri gállinn á mönnum. Fær- ustu tölvuhausar landsins hafa fullyrt, að þetta væri útilokað. Hins vegar mun einn af starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafa afsannað þá staðhæfingu. Svo er sagt, að hann hafi í gegnum tölvustöð á skrifstofu sinni komizt inn á reikninga Gjaldheimtunnar hjá Skýrsluvélum rík- isins og Reykjavíkurborgar og bætt nokkrum milljónatugum við útsvarið hjá fyrirsvarsmönnum Gjaldheimtunnar — svona rétt til að sýna að þetta væri hægt. • Ólafi Ragnari Grímssyni verður sjaldan orðfall. Þó gerðist það á klíkufundi hjá Alþýðubandalaginu ekki alls fyrir löngu. Menn voru saman komnir við borð í fundaherbergi bandalagsins á Grettisgöt- unni og Ólafur flutti eina af sínum löngu og gáfulegu rœðum. Á borðinu lá opið umslag og í miðjum rœðuflutningnum fór Ólafur að fitla við það. Hann hélt áfram máli sínu en fór svo að kanna innihald bréfsins. Ekki gerði Ólafur hléámáli sínu fyrr en hann hikstaði svolítið og þagnaði svo þegar hann hafði lesið orðsending- una. Þetta var þá jóla- og nýárskort til þeirra Ólafs og annarra samherja. Og undir stóð: Með kveðju. Ykkar einlœgur, Yassir Arafat. • Og úr því að við erum að fjalla um kommana er ekki úr vegi að rifja upp gang mála, þegar Ragnar Arnalds var kjörinn formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Lúðvík Jósefsson sat þingflokksfund og gerði tillögu um Ragnar í formannsembætti. Þá stakk einn af varamönnum úr Reykjavík upp á Svavari Gestssyni. Viðbrögð Lúðvíks voru ákaflega einföld: „Það er líka gerð tillaga um Svavar. Ragnar verður þá for- maður.“ Málið afgreitt. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.