Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 16
Sjálfvirkt símasamband við Evrópu í ágústmánuði Beint sjónvarp frá Olympíuleikunum ekkert vandamál Þess er nú skammt aö bíða að einangrun íslands í fjarskiptamál- um verði rofin öðru sinni. Nú í marsmánuði verður tilbúin til notkunar fjarskiptastöð í sam- bandi við gervitungl, sem sveima yfir Atlantshafinu og eru milliliðir fyrir Evrópu og Ameríkulönd. Með þessari jarðstöð opnast margir möguleikar í símamálum og frétta- þjónustu til og frá landinu. Hægt verður þá að hringja sjálfvirkt til allra Evrópulanda og síðarmeir til Ameríkulanda. Einokun Stóra norræna símafélagsins mun síðan verða lokið hér á landi um miðjan níunda áratuginn. Frjáls verslun aflaði sér upplýs- inga um jarðstöðina hjá Gústaf Arnar, formanni jarðstöðvar- nefndar Pósts og síma. Hluti af alþjóðlegu kerfi. Gústaf sagði að nú kæmumst við inn á alþjóðlegt kerfi gervi- hnattasambands, INTERSAT. Það er fjölþjóðleg stofnun, sem um 100 þjóðir eiga aöild að. Stofnunin rekur nokkur gervitungl og eru nú þrjú staösett yfir Atlantshafi. Með jarðstöðinni næst samband við gervitunglið Primary, sem Gústaf segir að sé nokkurs konar grund- vallarhnöttur, og að honum eiga öll aðildarlöndin aðgang. Hinir hnettirnir eru til þess að létta álaginu af Primary og eru þar að auki til leigu um tíma fyrir stóra notendur. Fjórða gervitunglinu átti að skjóta á braut núna um áramótin, en vegna bilana og ýmissa hönn- unargalla var skotinu frestað þar til í ágúst næstkomandi. Þetta hefur þau áhrif að jarðstöðin kemst ekki í gagniö fyrr en seint í ágúst og símasambandið kemst þá ekki á nema í þrepum. Samband við Bretland, Þýskaland og Norðurlöndin Gústaf Arnar sagði að kerfið byði upp á margvíslega möguleika og einn af höfuðkostunum er hversu kerfið er víðtækt og opið. Þrátt fyrir það, hefur verið ákveðið að samband verði aðeins við nokkur lönd með aðstoð gervi- tunglsins. Þau eru Bretland, Þýskaland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð. Þessi lönd eru helstu símaviðskiptalönd okkar, en til þess að ná sambandi við önnur lönd verður móttökustöðin í Þýskalandi notuó. Það hefur kom- ið í Ijós, að það er óhagkvæmara að nota gervihnöttinn til þess að hafa samband við öll Evrópulönd, og því notumst við við símstöð í Þýskalandi sem kemur okkur í beint samband við önnur Evrópu- lönd, einnig sjálfvirkt. Bretland mun einnig aðstoða okkur að þessu leytinu og Stokkhólmur mun síðan koma okkur í samband við Finnland. Ekki sjálfvirkt samband við Ameríku — Við spurðum Gústaf hvernig á því stæði að ekki yrði sjálf- virkt samband við Ameríku: ,,í sjálfu sér væri mjög hag- kvæmt að nota gervitunglasam- band við t.d. Bandaríkin, en Stóra norræna hefur einkarétt að síma- viðskiptum okkar þangaö til 1985 og þeir hafa ekki heimilað sam- bandið við Ameríku." Síðast samband við Noreg — Hvenær verður sjálfvirkt símasamband komið á viö öll Evrópulöndin? ,,Eins og málin standa í dag, er áætlað að símstöðin verði tekin í gagnið í ágúst, þrátt fyrir það að hún verði tilbúin til notkunar í mars. i ágúst munum við byrja með símasambandi við Þýskaland. Hinn fyrsta október náum við sambandi við Svíþjóð og þá um 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.