Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.01.1980, Blaðsíða 52
Hitt er svo annaö mál, og þvi má ekki líta framhjá, aö í sumum tilfellum hafa menn neyðzt til aö reka smá- sölu við hliðina á heildverzluninni einfaldlega vegna þess aö verðlagslöggjöfin var þannig, og peninga- málastefnan almennt, aö þaö var ekki fært að vinna öðruvísi. Breytingar á verölagsmálum myndu vafa- laust gerbreyta þessu ástandi. F.V.: Nú vill svo til að þú hófst starfsemi í verzlun hjá samvinnuhreyfingunni. Hefurðu reynt að gera samanburð á kostum og göllum samvinnuverzlunar og einkaverzlunarinnar, sem þú hefur haft mikil kynni af á síðustu árum? Einar Birnir: Þess veröur að gæta, aö af þeim tólf árum sem ég starfaði hjá samvinnuhreyfingunni var ég sjö ár hjá samvinnutryggingum og síöan fimm ár viö rafmagnsdeild véladeildar Sambandsins. Reynsla mín takmarkast þess vegna viö þjónustuna hjá trygg- ingarfélaginu og verzlun innan takmarkaös vöru- sviðs. En í heildina má segja, aö mig hafi mest undraö á því, hvaö munurinn er lítill á þessum tveim verzl- unarformum. Ég hygg aö á sínum tíma, um þaö leyti sem ég starfaöi fyrir samvinnuhreyfinguna, hafi hún veriö ívið lengra komin i nútímahagræðingu en einkaverzlunin. Þetta erekki alhæfing heldur tilgáta. Núna hygg ég að munurinn sé aftur á móti næsta lítill, ef þá nokkur. „Ugglaust finnst einhverjum vont að formaðurinn skuli vera framsóknar- maður“ F.V.: Er það skynsamlegast, að svona líkar verzl- unarhreyfingar starfi ekki undir einum og sama hatti hvað varðar hagsmuni? Einar Birnir: Ég held að hagsmunir þeirra fari mest saman. Mín skoðun er kannski svolítiö pólitískt lituð. Þaö er aö mínum dómi gott, þegar hægt er aö skipta svona glöggt á milli, — að tvær heildir keppi að svip- uðu eða sama marki, svo lengi sem þær gera það á jafnréttisgrunni. F.V.: Er samvinnuverzlunin stærðar sinnar vegna líkleg til að gera hagstæðari innkaup en einkaverzl- unin og stuðla þannig að lægra vöruverði í landinu? Einar Birnir: í núverandi verðlagskerfi er munurinn enginn. Það er alveg Ijóst. Ég er hins vegar alveg viss um, aö þetta kerfi hefur skaðað bæöi samvinnuverzl- un og einkaverzlun og gert fyrirtækin minni en áður. í stað þess aö fjórir, fimm harðduglegir menn ráku saman eitt öflugt fyrirtæki, reka þeir fjögur eöa fimm lítil fyrirtæki núna. Þaö myndi þjappa mönnum sam- an, ef einhver skynsemi fengi að ráöa í lögum um verðlagsmál. Stórar einingar njóta þá vissra kosta, sem hinar fara á mis við. Ég þykist viss um að stórar einingar í einkaverzlun myndu gera það á nákvæm- lega sama hátt og samvinnuverzlunin gerði. Ætli það fyrirfinnist ekki eitt og eitt kaupfélag í dag, sem flytur inn beint? F.V.: Nú hafa heildsalar verið kenndir við ómeng- aða hægri stefnu fremur en aðrar stjórnmálastefnur. Þykir það ekki nokkrum tíðindum sæta, að fram- sóknarmaður skuli sitja við stjórnvölinn í samtökum eins og Félagi ísl. stórkaupmanna? Einar Birnir: Ekki veit ég, hvort það þykir merki- legt. En ugglaust finnst einhverjum það vont. Það hafa sumir ákaflega sterka trú í þessum efnum. Hitt er ég jafnviss um, að ætli menn að deila mönnum í verzlunarstétt upp í góða eða slæma eftir flokkspóli- tískum línum eða útiloka suma og hampa öðrum t.d. í sambandi við trúnaðarstörf í hagsmunafélagi, þá eru þeir komnir í óefni með félagið, frá hvaða pólitísku sjónarmiði sem á það er litið. F.V.: Svo við snúum okkur meira að þínum per- sónulegu högum. Hvernig atvikaðist það, að þú komst til starfa hjá fyrirtækinu G. Ólafsson? Einar Birnir: Það var eiginlega hrein tilviljun. Ég stóð uppi atvinnulaus fyrir mörgum árum, hafði þá sagt upp hjá Sambandinu og réði mig til annars fyrir- tækis. Þegar betur var aö gáð reyndist það standa á æði miklum brauðfótum, svo að ég kærði mig ekkert um að fara þangað. Guðni Ólafsson, apótekari, kunningi minn og þáverandi eigandi þessa fyrirtækis, haföi einhvern tíma orðað við mig, hvort ég vildi ekki koma til starfa hjá sér. Ég labbaði til hans, sagði mína sögu og við sömdum til sex mánaða. Starfstíminn hér er nú orðinn 14 ár. Guðni Ólafsson og nokkrir félagar hans stofnuðu þetta fyrirtæki 1958, og var það fyrst rekið í tengslum við Ingólfsapótek, en síöan alveg sjálfstætt. Árið 1973 flutti fyrirtækið í nú- verandi húsnæði hér á Suðurlandsbraut 30. Þegar Guðni lézt 1976 varð það svo að samkomulagi að ég og fjölskylda mín keyptum fyrirtækiö en leigjum hús- næðið áfram. F.V.: Var það ekki stórt stökk að flytjast úr Sam- vinnutryggingum og véladeild Sambandsins í verzl- un með svo sérhæfðar vörur sem lyf? Einar Birnir: Það var stærra stökk frá Samvinnu- tryggingum til véladeildarinnar en frá henni í lyfjasöl- una. Innflutningsverzlun er sérgrein en i grundvallar- eöli sínu lík, enda þótt menn þurfi að hafa mismun- andi vöruþekkingu og um hinar ýmsu vörutegundir gildi að nokkru ólíkar reglur og aðferðir. F.V.: Lyfjaverzlunin í landinu er mjög háð opin- beru eftirliti og reglugerðum og stór hluti viðskipt- anna er við opinberar stofnanir. Er lyfjainnflutningur átakalítil verzlunargrein, sem gengur meira og minna sjálfvirk eftir að viðskiptasamböndum hefur einu sinni verið komið á? Einar Birnir: Það er nú öðru nær. Á þessu sviði er mikil og harðskeytt samkeppni. Þetta er ákaflega lif- andi og skemmtilegt starf á margan hátt. Með nýrri tækni og nýjum rannsóknaraðferðum komafram áður ókunnir eiginleikar lyfjanna. Þetta krefst stöðugrar athugunar og leitar. Okkar hlutverk er að koma niðurstöðunum á framfæri við þá sem nota lyfin. Þá á ég ekki við notendur, sem taka lyfin inn, heldur hina, sem ákveða notkunina. Því hefur svo sem verið haldið fram, að lyfjafyrir- tækin reyni að kaupa sér upp lækna og sjúkrahús. Þess ber að gæta, að þegar við erum að upplýsa menn um ágæti okkar vöru erum við að upplýsa menn, sem vita jafnvel og aðrir eða betur. Þeir hafa eigin reynslu að byggja á. Læknir, sem kemur hingaö heim að loknu sérnámi erlendis, er oftast búinn að sjá 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.