Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 8

Frjáls verslun - 01.01.1980, Page 8
STIKLAÐ A STÓRU... Aukin notkun frystigáma Eftirspurn flutninga með frysti- gámum er mikil og sívaxandi. Eim- skip hefur látið smíða nokkra frystigáma í Noregi. Tveir þeirra voru sérhannaðir vegna flutninga á viðkvæmum ávöxtum, t.d. banön- um. Er nú verið að undirbúa kaup á nýjum gámum til viðbótar þeim sem fyrir eru í eigu félagsins. Auk eigin gáma hefur Eimskip á langtíma- leigu tuttugu feta og fjörutíu feta frystigáma. Tuttugu feta gámarnir eru aðallega notaðir í Evrópuferð- um en fjörutíu feta gámarnir í Ameríkusiglingum. Tuttugu feta frystigámar eru jafnan notaðir í siglingum skipanna HÁAFOSS og LAXFOSS á leiðinni Reykjavík — Helsingjaborg — Kaupmannahöfn. Auk þess eru gámar oftast í ferðum milli Reykjavíkur, Antwerpen og Rotterdam. Áætlunarferðir E.í. til Helsinki og Valkom Undanfarin ár hafa skip E.í. flutt mikið magn af fiskimjöli til Finn- lands en þaöan timbur, pappírs- vörur, efni til vatnsvirkjana, vefn- aðarvörur o.fl. Losunarhafnir í Finnlandi hafa aðallega verið Turku, Helsinki og Vaasa. Mikið vörumagn hefur jafnan verið lestað í Valkom og siglingar til Valkom og frá verið hálfsmánaðarlega. Frá og með 1. desember sl. hefur sú breyting orðið á Finnlandsferó- um skipa E.í. að föstum hálfsmán- aðarlegum áætlunarferðum er nú haldið uppi til og frá Valkom og Helsinki. Skipin ÍRAFOSS og MÚLAFOSS eru notuð til áætlun- arferðanna. Framlög til rann- sókna- og þróunar- verkefna á Norður- löndum Fréttabréfi Landssambands iðn- aðarmanna hefur borist yfirlit yfir framlög Norðurlandanna til rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á sviði iðnaðar á árunum 1967—1977. Svo dæmi sé tekið af framlögum til þessara mála árið 1977, líta tölurn- ar þannig út í milljónum norskra króna: Danmörk.................. 963.1 Finnland................. 736.1 Island..................... 3.4 Noregur.................. 837.6 Svíþjóð................ 4.958.1 Samtals 7.498.6 Séu þessi framlög svo borin saman við vinnsluvirði iðnaðarins í hverju landi, kemur í Ijós að framlög til rannsóknar- og þróunarstarf- semi í iðnaði eru að meöaltali um 3% af vinnsluvirðinu, mest í Svíþjóð 3,5%, nokkru minni í Danmörku og Noregi eða 2,3—2,4%. Töluna fyrir ísland vantar af skiljanlegum ástæðum þar sem vinnsluvirði iðn- aðar 1977 liggur enn ekki fyrir. Séu framlögin hér á landi hins vegar borin saman við vinnsluvirði iðn- aðarins í heild árið 1976, kemur í Ijós, að framlögin hér eru tæp 0,4%. Mjög svipuð niðurstaða fæst ef skoðaður er fjöldi ársstarfa við rannsóknar- og þróunarstarfsemi í hlutfalli við hverja 1000 starfsmenn í iðnaði. Meðaltaliö á Norðurlönd- um er nálægt 17 ársstörfum við rannsóknastörf á móti hverjum 1000 starfandi í iðnaði, mest í Sví- þjóð en þar er talan nálægt 23, 16 í Danmörku og 11 í Finnlandi og Noregi. Talan fyrir ísland er ekki gefin upp, en láta mun nærri að hún sé 0,7, þ.e.a.s. innan við 1 ársverk á hverja 1000 starfsmenn í iðnaði. Iðnþróunarverkefni í málmiðnaði Samband málm- og skipasmiðja hefur að undanförnu unnið að undirbúningi sérstaks iðnþróunar- verkefnis fyrir fyrirtæki í málmiðn- aði. Einn liður í því verkefni er gerð samræmds skráningarkerfis, en markmiðið með notkun slíks kerfis er aó auðvelda áætlana- og til- boösgerð, einkum í viðgerðarverk- efnum. Iðntæknistofnun mun ann- ast þennan verkþátt og er þegar hafinn undirbúningur að því. Samband málm- og skipasmiðja stóð fyrir kynningarfundum fyrir fé- lagsmenn sína um allt land, þar sem þetta verkefni var sérstaklega kynnt, og tók fulltrúi Iðntækni- stofnunar þátt í þeim. Auk kynn- ingar á sjálfu verkefninu var al- menn starfsemi Iðntæknistofnunar kynnt og skipst á skoðunum við fundarmenn um verkefni og starfs- hætti stofnunarinnar. Framleiðsla Sam- bandsfrystihúsa Nú liggja fyrir skýrslur um heildarfrystingu hjá Sambands- frystihúsunum á árinu 1979. Fryst- ing allra sjávarafurða nam 36.200 lestum og hafði aukizt um 26 af hundraði frá árinu 1978. Frysting botnfiskafurða nam 31.700 lestum og hafði aukizt um 23 af hundraði. I öllum helztu botnlægum tegundum varð mikil framleiðsluaukning eða nánar tiltekið sem hér segir: þorsk- ur 9%, ýsa 41%, steinbítur 16%, karfi 102%, ufsi 39%, skarkoli 26% og grálúða 51%. Birgðaaukning er mun minni en framleiðsluaukningin eða um 15 af

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.