Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 58
Hvernig á að drekka kampavín og úr hvernig glösum? Kampavín á ekki aö bera fram of kalt og aldrei í lágum, breiöum glösum. Þannig hverfa loftbólurn- ar fljótt og víniö verður volgt og ilmurinn hverfur. V-laga glös fara vel á borði, en þau halda ekki vel keimi kampavínsins og taka ekki mikið. Bestu kampavínsglösin eru þau sem mjókka efst eins og túlípanablóm og enda í mjóum oddi neöst viö glasfótinn. Þannig helst best og lengst hinn sérstæöi ilmur kampavínsins og loftbólurn- ar rísa frá einum punkti á glas- botninum. Aö blanda líkjör eða brandy saman viö kampavín er sóun góöra veiga. Og hvernig á svo að drekka kampavín? Þaö er misskilningur að snúa eigi glösunum áður en dreypt er á kampavíni eins og gert er meö hvítvín. Þannig glatast loft- bólur og töframáttur kampavínsins dvín. Fyrstu áhrifin af kampavíni eru ilmurinn sem fyllir vit manns þegar glasiö er boriö upp að vörunum. Ef hann ber keim af flöskutappanum eöa blandast einhverju ókenni- legu, gefur þaö til kynna aö vínið sé of gamalt. Ef of mikiö af vín- þrúgum í framleiðslu kampavíns- ins eru úr annarri eða þriöju um- ferö í pressu, eins og oft er í ódýr- um kampavínum, kemur það fram í því aö ilmurinn er ekki fínlegur eins og hann á aö vera, heldur grófur. Og ef loftbólurnar eru of stórar er vinið ekki nógu gamalt. Þá segir liturinn mikið til um gæði kampa- vínsins. Gott kampavín er fölgult aö lit, en ef guli liturinn er of sterkur eða jafnvel Ijósbrúnn, er eitthvað að. Séu öll þessi einkenni góðs kampavíns til staöar, eru áhrifin af fyrsta munnsopanum unaösleg. Kampavín með mat Ekki er mælt með því aö kampavín sé veitt eitt vína út alla máltíðina. Þaö er ágætt fyrir mat, einkum þurrt, létt kampavín, og meö því má gjarnan bera kavíar eöa eitthvert viðbit eða smárétt með salti, því salt og kampavín eiga vel saman þó gæta veröi þess að ofsalta réttinn ekki né nota annað krydd í óhófi. Meö forréttum eins og fiski, kálfakjöti eöa kjúklingum má einnig bjóöa kampavín, og þá helst vintage- kampavín. Meö öllu ööru kjöti og meö villibráð er borið rauövín. (Hér koma ýmsar tegundir af rauövíni til greina, en sérstaklega er mælt meö Bordeaux eöa Bur- gundy, Médoc eöa Pomerol). Ef ostur er í eftirrétt kemur enginn drykkur til greina annar en rauð- vín, en meö sætum eftirrétti er ekki úr vegi aö hafa bragðmikið og ilm- ríkt kampavín. Eftir mat er mælt meö vintage-kampavíni af eldri ár- gangi, því þau eru uppistöðumeiri og hafa ákveðnara bragö, en sætt kampavín á aftur á móti ekki viö hér. Að lokum nokkur orö um mun- inn á vintage og non-vintage kampavínum. Hið fyrrnefnda er dýrara og hefur ríkari séreinkenni. Ekki er þar meö sagt aö það sé betra því gæði þess miðast viö vínþrúguuppskeruna þaö árið. Yfirleitt leggja franskir kampavíns- framleiöendur ekki síöur áherslu á non-vintage kampavín og eru 20 til 50 prósent af uppistöðu þeirra frá fyrri uppskerum sem haldið er eftir til að viðhalda séreinkennum hvers og eins framleiðanda. Og þaö er ekki aðeins að þeir blandi uppskerum frá mismunandi árum í sömu framleiðslu, heldur nota þeir einnig hinar ýmsu vínþrúguteg- undir og frá mismunandi upp- skerusvæöum. Þannig fá þeir meira jafnvægi í framleiðsluna og vissa hefö og telja multi-vintage réttara heiti framleiðslunnar en non-vintage. gg 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.