Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 32
það hljóti einnig að gilda fyrir ut- anlandsflugið. Mér er kunnugt um að meiri- hluti stjónar Arnarflugs komi í veg fyrir að félagið leiti eftir leiguflugi til staða, sem Flugleiðir fljúga á, t.d. Skandinaviu og mér er sagt að Samvinnuferðir/- Landsýn hafi viljað ræða viö Arnarflug um hið mjög umtalaða leigulfug til Danmerkur, en Arn- arflug hafi ekki haft heimild til þess.“ Arnarflug í áætlunarflug — Starfsfólk Arnarflugs dró enga dul á vonbrigði sín með að Iscargo skyldi fá áætlunarleyfi, enda hafði Arnarflug lengi sóst eftir slíku leyfi. Af hverju var Is- cargo tekið fram yfir Arnarflug? ,,í þessu felst svolítill misskiln- ingur. Engin umsókn liggur fyrir frá Arnarflugi. Arnarflug sótti um leyfi fyrir nokkrum árum. Þá sat ég í Flugráði og var eini aðilinn, sem greiddi því atkvæði að Arn- arflug fengi leyfi til að fljúga til Hollands. Arnarflugsmönnum var tilkynnt um að þetta hefði verið fellt og að málið væri þar með afgreitt. Þeir hafa ekki end- urnýjað slíka umsókn. Því lá engin óafgreidd umsókn fyrir hjá Flugráði þannig að ekki var um það að ræða að velja á milli tveggja aðila." — En úr því að þessi afstaða var tekin í Flugráði gagnvart Is- cargo, hvað myndi þá gerast ef umsókn bærist frá Arnarflugi um leyfi til áætlunarflugs til einhvers staðar, sem nú er ekki flogið til? „Ráölegast er að spá engu um það. Formaður Flugráðs er jafn- framt rekstrarstjóri Flugleiða svo eins og nú er ástatt sækir Arnar- flug varla um án hans vitundar og ekki nema meirihluti stjórnar fél- agsins ákveði svo. Ég tel aö þetta sé nánast akademisk spurning eins og er“. — Segjum svo að þessi spurning kæmi upp. Hver yrði þín afstaða? ,,Þó ég hafi mínar efasemdir um starfshætti Flugráðs hef ég tilhneigingu til að fara eftir því, sem það mælir einróma með. Ef Flugráð mælti eindregið með eða á móti því að Arnarflug fengi slíkt leyfi myndi ég hugsa mig vel um áður en ég gengi á móti slíkri samþykkt. Þó verð ég að segja að ég gæti ekki fallist á að Arn- arflug eða annar aðili fengi áætl- unarleiðir t.d. til Norðurlanda. Ef Iscargo hefði sótt um Kaup- mannahöfn og fengið samþykki Flugráðs hefði ég ekki treyst mér til að veita leyfið." — Ef við gæfum okkur að Is- cargo teldi lítinn rekstrargrund- völl fyrir flugi með farþega á einn stað og vildi breikka grundvöll- inn með flugi á fleiri staði. Hvernig yrði því tekið? ,,Það myndi að sjálfsögðu fara fyrir Flugráð. Ég teldi það af og frá aö samþykkja að þeir flygju t.d. til Norðurlandanna eða Bret- lands. Ef væri um aðra staði að ræða, sem við fljúgum ekki á t.d. Zurich eða Madrid findist mér það gegna allt öðru máli“. Verndun — Flugleiðamenn hafa beint á það að 1973 hafi stjórnvöld gefið fyrirheit um að félagið sæti eitt að íslenska áætlunarflugs- markaðnum. Telur þú þig ekki bundin af þessu? ,,Það má lengi um það deila hvað nýr ráðherra er bundinn af ákvörðunum fyrri ráðherra. Ég verð þó að segja að ég tel mér skylt að hafa að leiðarljósi og skoða vandlega þaö sem áður hefur verið ákveðiö og að breyta því ekki nema ég telji að að- stæður hafi breyst eða að röng ákvörðun hafi verið tekin. Þetta er að því er ég best veit ekki stjórnarsamþykkt. ( lok þeirrar greinar, sem hér er um að ræða er gerður fyrirvari um að Flug- leiðir nýti viðkomandi flugleið . Þessu er stundum sleppt. Flug- leiðir hafa haft heimild til að fljúga til Amsterdam í 13 ár en hafa ekki sinnt þeirri leið. Að vísu hefur upplýstst að Flugleiðir ætli að sinna henni í sumar. En stað- reyndin er að þeir vildu ekki sinna þessari leið í 13 ár og því tel ég þetta falla undir þá undan- tekningu, sem gefin er í þessari grein. — Flug erlendra aðila hingað hafa verið talsvert til umræðu. Telur þú óeðlilegt að íslensku flugfélögin njóti einhverrar verndar? ,,Nei, ég tel það að vissu marki ekki óeðlilegt. Sterling og mörg önnur erlend leiguflugfélög hafa flogið hingað í vaxandi mæli eftir að leiguflug innlendra aðila hefur verið takmarkað héðan fyrir áhrif Flugleiða. Þetta virðist vera að færast í vöxt og er það mér sannarlega áhyggjuefni. — Skandinavar hafa verndað SAS gegn leiguflugfélögum, m.a. með því að banna leiguferðir á milli höfuðborga Skandinaviu. „Já, þeir hafa verndað SAS gegn leiguflugi milli höfuðborg- anna. Hins vegar er mér tjáð að mikið leiguflug sé á milli annara staða og leiguflug er t.d. leyft til Helsinki". — Að auki er í Skandinaviu lagður serstakur skattur á leigu- flug. Finnst þér slíkar ráðstafanir koma til greina hér? ,,Ég verð að segja eins og er að ég hef ekki hugleitt það. En ég efast um aö við hefðum rétt til að leggja sérstakan skatt á Sterl- ing“. — Nú hefur það verið ríkjandi sjónarmið innan Framsóknar- flokksins að íslenskur flugmark- aður sé svo lítill að hann sé ekki einu sinni til skiptanna milli tveggja aðila. Þetta sjónarmið hefur alloft komið fram í leiðurum Tímans á undanförnum áratug- um. Vilhjálmur Þór beitti sér mjög fyrir sameiningu Flugfélags (s- lands og Loftleiða, fyrst 1944 og síðan 1959 og Halldór E. Sig- urðsson hafði mikil áhrif á end- anlega sameiningu félaganna og talaði um hana sem ,,gæfuspor“. Ert þú ósammála sjónarmiðum þessara aðila? — Um þetta hafa verið skiptar skoðanir innan Framsóknar- flokksins. Hann hefur aldrei markað sér neina stefnu í því máli. Leiöarar Tímans lýsa að vísu nokkuð viðhorfum leiðandi manna innan flokksins en eru þó fyrst og fremst sjónarmið blaðs- ins og ritstjóra. Sjálfur hef ég ef- ast um að rétt hefði verið aö sameina Flugfélag fslands og Loftleiðir 1973—74 og ég er enn þeirrar skoðunnar. Ég held að þaö hefði verið hægt að leysa þessi mál á allt annan máta fyrst og fremst með skiptingu flug- ieiða." (g 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.