Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 49
Matreiðslumaðurinn Hilmar Jónsson hittl naglann á
höfuðið þegar hann vann að því að hengja upp íslenzku
myndirnar á Hotel Aerogolf.
— Eruð þið jafnan tilbúin að fara af stað með
sýningar eða kynningar, sem eru til staðlaðar í ýms-
um útgáfum í ferðatöskum eða gámum, þannig að til
þeirra megi grípa fyrirvaralítið?
Hulda: Að mínu mati hefur ekki nóg verið gert til að
undirbúa hlutina á þann hátt. Það er hægt að koma á
vissri stöðlun í þessum efnum. Þó það væri ekki
annað en að hafa tilbúnar fréttatilkynningar og ýmis
grundvallargögn önnur.
Hilmar: Við geymum að vísu ekki sýningarstúlk-
urnar í ísskáp eða gámum.
Sveinn: Nei. Stöðluninni eru viss takmörk sett þó að
æskilegt væri að hafa sýningar tilbúnar í „settum". En
það er hægt að byrja á því að setja saman lista með
öllum þeim atriðum, sem hafa þarf með í dæminu,
þegar sýning er búin til. Svona ,,prógramm'‘ eða
,,tékklisti“ er alveg nauðsynlegt. Þar yrðu talin upp
50 eða 100 mikilvæg atriði eftir umfangi sýningarinn-
ar.
Hilmar: Mér finnst skorta stööluð eyðublöð, sem
búið væri að fylla út heima og hægt væri aö afhenda
tollyfirvöldum þegar við flytjum vörur inn í við-
komandi land með því fororði að dótið fari allt út úr
landinu aftur, þegar sýningin er yfirstaðin. Menn sem
koma í þessum erindum heim til íslands hafa allt klárt.
Við erum sífellt í taugaspennu að fara með draslið í
gegnum toll, oft matvörur, sem eru mjög undir smásjá
tollgæzlu hvarvetna.
Hulda: Hjá útflutningsráðinu í Noregi er sérstök
deild sem aðstoðar útflytjendur að þessu leyti. Þeim
eru veittar allar upplýsingar um tollareglur. Þeir fá
aðstoð við uppsetningu sýninga o.s.frv. Kunnáttu-
menn vinna þessi verk fyrir útflytjendurna. Við hjá
Útflutningsmiðstöðinni heima höfum aldrei haft bol-
magn til að sinna þessum þætti.
— Fylgir því mikil taugaspenna að standa fyrir
svona kynningum?
Hilmar: Það er alltaf mjög spennandi. Maður veit
aldrei, hvernig tekið er á móti manni í tollinum og
hvað aðrir á staðnum eru reiðubúnir að leggja mikið
af mörkum og aðstoða. Oft er það ævintýri líkast
hvernig úr rætist. Þetta er taugatrekkjandi á stundum
og áreiðanlega ekki fyrir alla að standa í þessu.
Sveinn: Það myndast alltaf spenna þegar undir-
búningur og uppsetning er í fullum gangi á síðustu
mínútum áður en sýningin byrjar. Og undirbúningi
verður aldrei lokið fyrr en tjaldið er dregið frá.
Og það má með sanni segja, að stundum gerast
hlutirnir hjá íslendingum í útlöndum á ævintýralegan
hátt. Þegar á reynir eru engir jafnstórbrotnir sér-
fræðingar í aö ,,redda“ hlutum og íslendingar. Þeir
geta talað sig í gegnum tollmúrana og öryggisgæzlu á
flugvöllum á þann hátt, sem fáir leika eftir. Eins og
verða vill geta orðið óhöpp eða ,,slys“ hjá þeim sem
fara með íslenzkar sýningar til útlanda. Þannig kom
pappakassi með ullarflíkum sýningarstúlknanna ekki
fram einu sinni á flugvelli erlendis. Hringt var heim til
Islands í dauðans ofboði. Og viti menn. Kassinn stóð
á gólfinu í afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. Nú voru
góð ráð dýr. Ekkert flug á næstunni til viðkomandi
lands. Ein leið var þó fær, ef margir hjálpuðust að. Aö
senda pakkann með næstu vél til Kaupmannahafnar
og þaðan með annarri vél á áfangastaðinn.
Starfsmenn Flugleiöa og íslenzkir sendiráðsmenn
með diplómatapassana á lofti voru mættir á tveim
flugvöllum úti í löndum til að taka á móti pappakassa
frá Islandi, hlupu með hann á milli flugvéla, fengu
löggæzlumenn í fylgd með sér í gegnum toll og óku
svo á diplómatískum ofsahraða á sýningarstaðinn.
Þetta gekk og allt fór vel að lokum. Kassinn kom rétt í
þann mund er sýningin hófst. ®
49