Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 78
leicTari
Ef við viljum hafa áætlunarflug
verðum við að borga fyrir það
Flugleiðir hafa enn komist í brennidepil um-
ræðna hér á íslandi. Nú er það vegna þess að ein
ferðaskrifstofanna, Samvinnuferðir, hefur samið
við danska leiguflugfélagið Sterling um leiguflug
milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Bauð
Sterling Samvinnuferðum flugið á mun lægra verði
en Flugleiðir gátu ráðið við og hefur Sterling setið
undir ásökunum um að stunda undirboð til að
skapa verkefni fyrir vannýttan flugvélaflota sinn.
Sjónarmið stjórnenda Samvinnuferða hlýtur að-
eins að vera eitt í máli, sem þessu: Að leita bestu
kjara til að styrkja samkeppnisaðstöðu sína gagn-
vart öðrum íslenskum ferðaskrifstofum eða styrkja
fjárhagslega afkomu. Því er það eðlilegt að fyrir-
tækið semji við þann aðila, sem lægst verð býður
enda brjóti það ekki í bága við langtíma hagsmuni
fyrirtækisins. Flvort það minnki atvinnumöguleika
hjá öðru íslensku fyrirtæki er í raun ekki mál Sam-
vinnuferða.
Stjórnendur Flugleiða þurfa að gæta fleiri sjón-
armiða: Þeir þurfa að ábyrgjast viðunandi fjár-
hagslega afkomú fyrirtækisins gagnvart hluthöfum
og geta því ekki leyft sér að ganga lengra en orðið er
í skefjalausri verðsamkeppni. Þeir eru einnig ábyrgir
gagnvart stjórnvöldum og neytendum fyrir því að
halda upp viðunandi ferðatiðni til og frá íslandi
allan ársins hring. Sú skylda veikir enn frekar sam-
keppnisaðstöðu fyrirtækisins gagnvart erlendum
leiguflugfélögum, sem eru algerlega óbundin af.
mörkuðum og leita aðeins þangað, sem farþega-
straumurinn er mestur í það og það sinn.
Þegar sjónarmið innlendra viðskiptaaðila eru ill-
sættanleg, sem í þessu tilviki, er það ráðherra að
skera úr um hvaða sjónarmið séu mikilvægust, enda
er það hans að veita erlendu fyrirtæki flugleyfi.
Hann verður að taka tillit til langtíma hagsmuna
neytenda og reyna að samræma þau sérsjónarmið-
um Flugleiða. Það getur ekki verið sanngjarnt að
ætla Flugleiðum að halda uppi ferðum allt árið en
leyfa svo erlendum aðilum að koma inn á markað-
inn þegar hann er í hámarki og nokkur von er um
hagnað.
Það þarf einnig að taka tillit til þess að kostnað-
arþættir áætlunarfélags eru að miklu leyti aðrir en
leigufélags. Áætlunarfélag þarf að halda uppi viða-
miklu sölukerfi og bókunarþjónustu, sem leigufélög
sleppa við. Hér eru Flugleiðir engin undantekning.
og fyrirtækið verður að fá að verðleggja þjónustu
sína með tilliti til þessa.
Það er engin tilviljun að flest Evrópulönd vernda
áætlunarflugfélög sín með einum eða öðrum hætti.
Hér þarf að setja ákveðnar reglur, sem tryggja
öruggt áætlunarflug.
Getgátur um að íslendingar séu hnepptir í herkví
hárra fargjalda eru ekki viðeigandi á hinu háa Al-
þingi. Þeim sem vilja vita er vel Ijóst að Flugleiðir
hafa verið mun frjálslyndari í fargjaldastefnu sinni
en flest evrópsk flugfélög, enda njóta íslendingar
hagstæðari fargjalda en flestir Evrópubúar. Að
danir komist til íslands yfir vetrarmánuðina á hag-
stæðari fargjöldum en íslendingar til Danmerkurer
óþarft að tortryggja. Með því að bjóða mjög ódýr
fargjöld hingað þegar umferð er í lágmarki tryggja
Flugleiðir lágmarks ferðatíðni og starfsfólki sínu
atvinnu. Viðskipti þessara ferðamanna við hótel.
bílaleigu og veitingastaði Flugleiða hérlendis gera
fyrirtækinu kleift að bjóða fargjöld undir kostnað-
arverði sjálfs flugrekstrarins. Af augljósum ástæð-
um getur fyrirtækið ekki boðið sömu kjör héðan.
Auðvitað getum við enn lækkað kostnað og þar
með fargjöld til og frá íslandi. Það mætti til sanns
vegar færa að með því að reka ekki áætlunarflug-
félag heldur treysta á viðkomu erlendra félaga á leið
yfir Atlantshaf og leiguflug á þeirn árstímum, sem
grundvöllur er fyrir þeim gætum við fengið enn
lægri fargjöld. En það yrði á kostnað þjónustunnar
og samræmdist vart langtíma hagsmunum neyt-
enda.
78