Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 63
þaö aö líku að vera vel klæddur og aö vera í jakkafötum með bindi og venjulegum götuskóm. Svo einfalt er málið ekki. Það er ekki hægt að fara út í búð, versla fyrir nokkur þúsund krónur og koma út vel klæddur. Til að vera vel klæddur verða menn að átta sig á hvað hentar þeirra persónu og hvað hentar þeirra starfi og aldri. Við skulum taka ungan mann, sem var að Ijúka stúdentsprófi. Hann langar til aö spreyta sig í at- vinnulífinu og þarf að ræða við ráðningastjóra eða forstjóra. Hann er með sítt hár, eins og eitt sinn tíðkaðist. Hann vill koma vel fyrir og fer í dökku stúdentsfötin, hvíta skyrtu, rauða þverslaufu, hvítan vasaklút í brjóstvasann og honum finnst hann glerfínn. Klukkan er tíu og allir brosa, því hann gleymdi að greiða hárið frá andlitinu, er í hvítum íþróttasokk- um og skónum, sem hann var í, þegar hann fylgdi Gunnu heim af ballinu og varð að ganga heim fimm kílómetra leið í rigningu. Eða hann var í gömlu, góðu, skítugu strigaskónum. Tökum sama mann. Hann ætlar ekki láta hefðbundna hugsun smáborgara há sér. Hann mætir í gömlu góðu strigaskónum, her- mannajakkanum frá því í þriðja bekk, sem er þrem númerum of stór, trosnuðum gallabuxum, lopapeysu, sem lítur út fyrir að hýsa líflegt dýralíf og með hárið skítugt. Hann minnir á snillinginn gáfaða, kámuga og tvítuga, sem sagði við vinkonu sína fyrir tíu ár- um: ,,Ef þú villt mig ekki eins og ég sé, þá færð þú ekki eins og ég sé“. Tíu árum seinna er hann enn í skítagallanum og undrast það, hvers vegna enginn vill hann eins og hann ,,sé“. Þennan mann dreymdi um að verða næsti Eggert Kristjánsson og er að bjástra við rassvasaheildsölu. Hann situr í gúmmístígvélunum og gömlu peysunni og skilur ekkert í því að fólk skuli ekki streyma til hans og krefjast þess að kaupa af honum, sælgæti, matvörur og snyrtivörur. Þriðja tegund af hallærisgæjum eru þeir, sem fara í tískublöðin og ákveða að verða eins. Þeir kaupa allt sem til þarf, fá sér greiðu vatn og brillantine og standa svo í tískuversluninni hans frænda síns, eða í matvöruversluninni hans pabba og eru ,,voða fínir". En hvernig á þá að vera vel klæddur? Með því að vera í fötum, sem manni líður vel í og sem henta því fólki, sem við er að fást á hverjum tíma. Það henta ekki sömu fötin við að ganga í augun á stelþunum, sem eyða sínum tíma í Hollywood og fólki, sem fæst við áhrifastörf í þjóðfélaginu. Hverjir eru vel klæddir? Það eru menn, sem klæða sig eftir eigin persónu og gera sér ekki upp klæðaburð. Þeir sem vit hafa á tísku, reyna að vera með í henni, þegar hún hefur náð nokkurri út- breióslu, en vera þó fremur á und- an en eftir. Þeir kunna líka að hætta að nota föt, þegar þau eru orðin úrelt. Það er ekkert sniðugt að verða fyrsti maðurinn til að nota breið bindi, þegar þau komast í tísku erlendis, en menn eiga að vera með þeim hópi, sem fyrstur gerir það. sama gildir þegar buxur þrengjast eða víkka, flibbar stækka og minnka, o.s.frv. Það er algerlega þýðingarlaust að ætla að ákveða sjálfur hvað er að vera vel klæddur. Það þýðir ekki að koma til Reykjavíkur frá útlöndum í hvítum silkijakka og rauðum flauelsbuxum og segja að þetta sé fínt, því að þaö hafi fengist í fínni búð erlendis. Það er jafn fá- ránlegt fyrir það. Yfirleitt eiga íslenskir karlmenn talsvert af góðum fötum og ekki skiptir minna máli að hér á landi er gott úrval af vönduðum fötum, bæði innlendum og erlendum, á tiltölulega hagstæðu veröi, þó að margir telji fínna að hafa keypt föt sín annarsstaðar. Það sem oft skortir er snyrti- mennska. Það er alveg sama hversu vönduð föt eru, ef þau eru með hné í buxunum. Skitug skyrta frá Dior er áfram skítug. Burberry frakki er óhreinn frakki, ef hann hefur ekki farið í hreinsun nýlega og Yves Saint Laurent bindi með súpubletti er aðeins bindi með súpubletti. Það er mikilvægasta atriðið í klæðaburöi að vera snyrtilegur. Hreinlegum manni fyrirgefst að vera í slitnum fötum og gamal- dags. Skór á Islandi eru sér kafli. Það er vorkunnarmál að vera í skóm, sem eitthvað sér á, eins og veður- fari er háttað hér á landi. Rigning- ar, selta og venjulega drulla leggj- ast á eitt, en samt mætti úr miklu bæta með því að bursta skó reglulega og spara ekki skósvert- una. Illa hirtir skór geta eyðilagt allan árangur, sem menn reyna að ná með gallalausum klæðaburði að öðru leyti. En hvaða hópar manna eru vel og illa klæddir. Svo teknir séu áberandi starfshópar eru blaða- menn og blaðaljósmyndarar sennilega verst klæddi hópur manna, sem vinnur við áberandi störf á Islandi. Að horfa yfir venju- legan blaðamannafund er sorgar- sjón. ekki er aðeins að Ijótar úlpur, groddalegur lopapeysur og galla- buxur ráði ríkjum, heldur viröist vafi leika á hreinlætinu. Blaða- menn og fréttamenn hafa að vísu þá málsbót að þeir þurfa oft að vera á ferð á óhreinlegum stöðum, starfs síns vegna, en það nægir varla til að skýra klæðaburðinn. Án efa eru stjórnmálamenn og stjórnendur stórfyrirtækja best klæddu menn á landinu. Þeir eru að vísu oftast íhaldssamir og ekki ástæða til fyrir unga menn að vera svo íhaldssamir. En þeir eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera í vönduðum fötum, sem þeim líður vel í, og ekki eru mjög áberandi. Þeir eiga það einnig, nær undan- tekningarlaust sameiginlegt, að vera mjög snyrtilegir til fara. Ef til vill er það ekki tilviljun, að tveir þeirra manna, sem voru hvað snyrtilegastir meðan þeir voru blaðamenn, eru nú á Alþingi, þeir Árni Gunnarsson og Eiður Guðnason. En skapa fötin manninn? Senni- lega ekki, en vilji menn komast áfram í sínu samfélagi, borgar sig ekki að berjast gegn smekk þeirra, sem völdin hafa. Hann er tiltölu- lega Ijós á landi hér. Þó að mönn- um finnist gráleit föt, bláleit bindi og hvítar eða bláar skyrtur ekki spennandi, geta þeir með smekk- vísi verið skemmtilega klæddir og skorið sig svolítið úrfjöldanum. Og fyrir alla muni: Aldrei vera ,,glerfínn“, nema við brúðkaup og jarðarfarir. ® 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.