Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 7
Þeim fækkar í flugnáminu
Þeim fer nú ört fækkandi,
sem leggja fyrir sig flugnám,
með atvinnuflug í huga. Á
undanförnum árum hafa t'-
skrifast um 20 atvinnuflug-
menn á ári hverju, en í fyrra
brá svo við að aðeins 10 nýir
atvinnuflugmenn luku prófi.
Útlit er fyrir að þeir verði enn
færri á þessu ári.
Orsakir þessarar þróuner
eru augljósar. Samdráttur í
rekstri Flugleiða lofar ekki
góóu um atvinnuhorfur hér
á landi. Þá hefur það komið i
Ijós að íslenskum flug-
mönnum hefur gengið
erfiðlega að fá viðunandi
störf erlendis. Ekki er það
vegna þess að þeir séu ekki
taldir hæfir flugmenn, held-
þá, sem vilja stunda at-
vinnuflug, er að læra á
þyrlu, þar sem atvinnutæki-
færum í þyrluflugi fer ört
fjölgandi og víða skortur á
flugmönnum. Nú hefur
skapast hér á landi mögu-
leiki á að stunda slíkt nám,
en það hefur verið erfitt til
þessa.
Hluthafar fái fríðindi
Stjórn Flugleiða hefur
ákveðið að gera það að til-
lögu sinni á aðalfundi
félagsins síðar í aprílmánuði
að hluthafar fái hlunnindi í
fargjöldum. Flluthöfum hef-
ur ekki verið greiddur arður
undanfarin ár og vill stjórn
fyrirtækisins umbuna þeim
með þessu móti í staðinn.
Reyndar kom fram tillaga á
síöasta aðalfundi um sér-
stök fríðindi hluthafa Flug-
leiða varðandi fargjöld en
hún var felld. Hluthafar
Flugleiða eru nú um 3.700.
HP - stærri
en yður
grunar
Lægri fargjöld hjá Flugleiðum
Flugleiðir þurfa ekki að-
eins að bjástra við of lág
fargjöld í Atlantshafsflugi og
innanlandsflugi heldur hef-
ur einnig komið í Ijós að far-
gjöld félagsins á Evrópu-
leiðum eru lægri en meðal
annarra evrópskra flugfél-
aga.
Þetta sýnir könnun, sem
gerð hefur verið á meðal-
tekjum evrópskra flugfélaga
af hverjum farþega á sætis-
kílómetra á Evrópuleiðum.
Eins og sjá má af súluritum
hafa Flugleiðir minni meðal-
tekjur af hverjum farþega en
önnur flugfélög, sem með
öðrum orðum þýðir að far-
gjöld Flugleiða eru lægri.
Stangast þetta á fullyrðingar
um hið gagnstæða.
Meðaltekjur flugfélaga á farþegum á sætiskm. á Evrópuleiðum
KR.
Hr. ritstjóri
Dálítið villandi upplýsing-
ar koma fram í grein í síð-
asta tbl. Frjálsrar verslunar
um útbreiðslu blaðanna. Þar
kemur fram að sala á
Helgarpóstinum sé um 10
þúsund eintök á viku en ekki
hægt með góðu móti að lesa
út úr greininni að blaðið fer
þar að auki til allra áskrif-
enda Alþýðublaðsins. Þá
kemur ekki fram í greininni
prentað upplag Helgar-
póstsins, sem þó er tíundað
rækilega hjá öðrum blöðum,
en það er 18—20 þúsund
eintök að meðaltali. Nýting-
in er um 75—80% með
áskrifendaeintökum Al-
þýöublaðsins. Tala sú sem
nefnd er í grieninni um sölu
Helgarpóstsins virðist vera
sjoppusalan á stór-Reykja-
víkursvæðinu og Akureyri
en þar vantar þá inn götu-
söluna ásamt sölu út á
landsbyggðinni að öðru leyti
auk áskrifendaeintaka til Al-
þýðublaðsins, eins og áður
segir.
Með þökk fyrir birtinguna.
Björn Vignir Sigurpálsson
ritstjóri
7