Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 17
enn hvort þær verða endanlega lagðar niður. ,,í kjölfar mikillar endurskipu- lagningar og hagræðingar í rekstrinum ætlum við að láta þetta ár skera úr um hvort við getum haldið þessari framleiðslu áfram eða ekki", segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS á Akureyri. ,,Það þarf að endurskoða kröfur um launa- og veltukostnað og svo þarf orkukostnaður og gengis- skráning að vera í samræmi við kostnað á hverjum tíma en ekki leiðrétt þrem mánuðum á eftir, eins og venjan er hér" segir Hjörtur. ,,Við erum að hætta framleiðslu og hugleiðum aö selja vélakost- inn" segir Agnar Fr. Svanbjörns- son, framkvæmdastjóri Gráfelds. ,,Ástæðurnar eru m.a. óeðlilega hátt hráefnisverð á gærum. Það er jafnvel ódýrara að kaupa fullunnar íslenskar gærur erlendis frá, sauma úr þeim hér og flytja þær aftur út. Erlendu seljendurnir bjóða ákveðið verð ár fram í tím- ann, Sambandið hækkar gæru- verðið hér fyrirvaralaust og eftir eigin geðþótta. Miðaö við eðli þessarar framleiðslu og sölumál eru afurðalánin of lág. Fái ég pöntun upp á milljón fæ ég 520 þúsund í afurðalán og hitt verð ég að fjármagna í langan tíma á al- mennum lánamarkaði með þeim vöxtum, sem þar eru. Vegna þess hvað greinin hefur átt erfitt upp- dráttar, eru framleiðslueiningar smáar og framleiðni þar af leiðandi lítil, en það er markaöur fyrir þessa vöru ef vilji er fyrir hendi að hjálpa greininni á legg", segir Agnar. Þetta dæmi sýnir glöggt van- máttinn hér til að hjálpa lítilli arð- vænlegri grein í byrjunarörðug- leikum með tímabundinni aöstoð samtaka iðnaðarins eða jafnvel með endurkræfri tímabundinni aðstoð hins opinbera. Að taka tækifærin á löpp Á meðan margir eiga nú í erfiö- leikum af margvíslegum ástæöum, sýna aörir ótrúlega markaðsað- lögun og er Halldór Einarsson í Henson gjarnan nefndur sem maður með glöggt auga fyrir nýj- ungum: ,,Ég reyni bara að fylgjast með og taka nýjungar á löpp eins og t.d. jogging æðið, ef svo mætti segja." Hann framleiðir nú m.a. 25 til 30 þúsund æfingagalla á ári og hefur markaðshlutdeild hans stöðugt farið vaxandi í þann rúma áratug, sem hann hefur rekið saumastofu. Engan bilbug er á honum að finna þegar hann segir: ,,Og þetta ár virðist ætla að byrja betur en nokkurt ár til þessa." Að búa sjálfur til markaðinn Það er hugur í fleirum. Hvað segir t.d. maðurinn, sem er hrósað með þeim orðum að hann hugsi í auglýsingum — sé semsagt ávallt með hendina á púlsi markaðarins: ,,Við búum til okkar markað sjálfir. Með eigin verslunum og einkaumboðum erum við í beinu sambandi við viðskiptavinina, vit- um hvað þeir vilja, bregðumst við því og þá er skipt við okkur. Það er dýrt aö selja og það er ekki nema á færi sterkustu aðilanna að breyta markaðnum", segir Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar. Allt frá stofnun hefur saumastofa Karnabæjar verið mjög opin fyrir öllum tækninýjungum og fært sér þær í nyt eftir aðstæðum, ,,en það er ekki nóg að geta framleitt, það veröur að hafa næm tök á mark- aðnum." Guðlaugur segir samkeppnina stööugt harðna vegna hömlulauss innflutnings frá Asíu og víðar að, ,,og spurningin er hvenær við hrekjumst út í það að hætta saumaskapnum hér heima og reka aðeins hönnunardeild, láta sauma fyrir okkur í Asíu og fljúga tveim til þrem Jumbó förmum af fötum þaðan á ári og dreifa í verslanir okkar hér", segir Guðlaugur. ,,Tíu ára aðlögunaraðgerðir vegna aðildarinnar að EFTA hafa brugðist. Iðnaðurinn getur ekki byggst eðlilega upp og tekið við nýju vinnuafli og væntanlega getur stjórnsýslan og kerfið ekki endalaust tekið við nýju fólki svo það er orðið tímabært að taka al- varlega á málunum." Enginn stenst erlendar arðsemiskröfur Karnabær hefur tekið þátt í fataverkefni Félags íslenskra iðn- rekenda og sama er að segja um Iðnaðardeild SÍS á Akureyri. Hjörtur Eiríksson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildarinnar segir: ,,Við erum að reyna að bregðast við vandanum með gagngerri endurskipulagningu og tækni- væðingu á öllum sviðum. Árangur þess átaks er ekki Ijós enn þar sem breytingarnar eru nú að eiga sér stað. Það liggur Ijóst fyrir að þegar vextir eru orðinn þriðji stærsti kostnaðarliðurinn, næst á eftir vinnulaunum, á reksturinn í erfið- leikum. Reyndar hef ég ekki enn fundið fyrirtæki hérlendis sem stenst venjulegar arðsemiskröfur, sem gerðar eru til fyrirtækja á Vesturlöndum." Stóriðja framtíð fataiðnaðar? Hér er aðeins stiklað á stóru og leitast við að gefa nokkurn þver- skurð af ástandinu, en mörg fleiri fyrirtæki en hér eru nefnd eru að hætta, breytast eða eflast. Nokkur atriði virðast greinilega hafa skýrst við þessa úttekt: 1. Smærri fyrirtæki í fatafram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað eiga í miklum erfiðleikum vegna samkeppni af innflutningi frá lág- launalöndunum. 2. Um leið og þau eru að þokast út af markaðnum hér vegna auk- innar framleiðni stærri fyrirtækj- anna, freistast mörg þeirra til að breyta framleiðslunni yfir í ullar- fatnaðarframleiðslu til útflutnings. 3. Samtök iðnaðarins hafa ekki bolmagn til að hjálpa tímabundið vænlegum greinum, sem ekki geta byggst nægilega upp af eigin rammleik til að ná arösemismörk- um. Hið opinbera sinnir þessu ekki. 4. (slensk yfirvöld eru þau einu í Vestur-Evrópu, sem ekki hafa brugðist markvisst við óheftum innflutningi og ,,dumping“ frá lág- launalöndunum. 5. Stóru fyrirtækin, sem fram- leiða alhliða fatnað fyrir innan- landsmarkað virðast enn standa sig vegna öflugrar markaðsfærslu og aukinnar framleiðni í kjölfar tæknivæðingar. 6. í stuttu máli sýnist því stóriöja á íslenska vísu, vera vænlegust til árangurs hér. Verðug ábending til núverandi iðnaðaryfirvalda, sem ekki mega heyra á það orð minnst. gg 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.