Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 21
tvö og þrjú þúsund fleiri en í raun- inni lögöu land undirfót. Það er ekkert sem bendir til að aukning verði hjá ferðaskrifstof- unum í ár, þvert á móti er líklegra að einhver frekari samdráttur verði. Þaö er að minnsta kosti farið að sýna sig að sú verður raunin á hinum Norðurlöndunum og ekki verður þess áþreifanlega vart að við séum betur á vegi stödd efna- hagslega. En íslenska efnahags- undrið hefur nú sjaldnast farið eftir formúlum. Það er erfitt að spá um hvort all- ar ferðaskrifstofurnar lifi af 1981. Nokkur undanfarin ár hefur verið búist viö því á hverju ári að tvær eða þrjár þær minnstu legðu upp laupana, t.d. Ferðamiðstöðin og Olympo. En þær hafa haldist ofansjávar, og reynslan verður að skera úr um hvort það verður áfram. Raunar má búast við að eitthvað stúss verði í kringum Ferðamiðstöðina á þessu ári. Þangað er nú komin íslaug Aðal- steinsdóttir, fyrrverandi forstöðu- maður farskrárdeildar Flugleiða. Ýmislegt bendir til að Fjöleign hf., sem er samsteypa fyrrverandi flugleiðastarfsmanna ætli sér ein- hver viðskipti við skrifstofuna á leið sinni inn í flugmálaafskipti. Erlenda leiguflugið Talandi um flugmálin þá hafa ferðaskrifstofurnar ekki allar verið ánægöar með samstarfið við Flugleiðir. Guðni Þórðarson gerði ítrekaóar tilraunir til að „rjúfa ein- okun félagsins", eins og hann kallaði það, meðal annars gerði hann tvær tilraunir til að reka eigið flugfélag. Sú síöari varð Sunnu að fjörtjóni enda var ýmsum bola- brögðum beitt til að koma í veg fyrir að Guðna tækist þetta. Guðni vann að vísu mál sem hann höfð- aði gegn ríkinu vegna þessa, en það var of seint. Úrval slæst af eðlilegum ástæðum ekki við Flugleiðir og Útsýn hefur að því er best er vitað ekki lent í neinum stórum átökum. Það er hinsvegar töluverð harka í samskiptum Flugleiða og Sam- vinnuferða, eins og í Ijós hefur komið að undanförnu. Eysteinn Helgason heldur því blákalt fram að Islendingar þurfi að greiða hærra verð fyrir að fljúga með Flugleiöum en útlendingar og er raunar ekki sá fyrsti sem segir þetta. Eysteinn segir að honum beri skylda til að gera hagstæö- ustu samninga sem hann getur fyrir skrifstofu sína og ef Flugleiðir séu ekki samkeppnisfærar þá sé það þeirra mál en ekki hans. Þaö verður að teljast heldur ólíklegt að Flugleiðum takist að fá stjórnöld til aö stöðva leiguflug Samvinnuferða með erlendum flugfélögum. Bæði vegna gagn- kvæmra samninga um flug við önnur lönd og svo vegna þess að það er eitt að fást við flugfélag í einkaeign Guðna Þórðarsonar og annað að fást við ferðaskrifstofu sem er í eigu SÍS, AS[, BSRB og Stéttasambands bænda. Flugleiðir eru raunar sjálfar dá- lítið inní ferðaskrifstofubrans- anum, fyrir utan Úrval. Miamiferðir félagsins njóta vinsælda og hinar ferðaskrifstofurnar hafa reynt að fylgja þar íkjölfarið. En, segja þær, það sem einkum stendur í vegi fyrir verulegri umferð í vesturátt er afstaða Flugleiða. Almennar ferðaskrifstofur fá engin kjör umfram einstaklinga á flugleiðinni vestur um haf. Það er viðtekin venja hjá flugfélögum að veita ferðaskrifstofum afslátt fyrir hópa, en hann fæst ekki hjá Flug- leiðum, til Bandaríkjanna. Það segja ferðaskrifstofumenn megin- ástæðuna fyrir því að ekki er stór- felld umferö héðan í vesturátt. Fargjöldin með Flugleiðum til New York eru svo dýr að ferðirnar verða ekki samkeppnisfærar við ferðir til sólarlanda í Evrópu. Til USA um Evrópu? Raunar eru menn farnir að sjá möguleika á lausn á þessum vanda. Ef svo heldur sem horfir, segja þeir, fer að verða hagkvæmt að fara með leiguflugi til Evrópu og þaðan, á hópferðaafslætti, til Bandaríkjanna og þaðan jafnvel áfram niður í Karabiska hafið. Félag íslenskra ferðaskrifstofa er til og heldur fund einu sinni í mánuði. Þar mæta forstöðumenn ferðaskrifstofanna til skrafs og ráðagerða einu sinni í mánuði. Það kemur þó lítið út úr þessum fundum sem gagnar skrifstof- unum, hvað þá farþegum þeirra. Meðan Sunna var uppi mættu hvorki Guðni né Ingólfur, heldur sendu undirsáta sem engan ákvörðunarrétt höfðu. Með þessa stærstu aðila fjarverandi var lítió hægt að samræma. Nú er Sunna að vísu hætt en nú eru þeir upp á kant Ingólfur og Eysteinn og sá fyrrnefndi lætur ekki sjá sig. Það hefur því ekki orðið nein bylting í samræmingu. Það næsta sem þeir hafa komist er samkomulag um hvernig skuli staðið að hækkunum vegna gengissigs íslensku krón- unnar. Og það er ekkert sem far- þegarnir sjá ástæðu til að hrópa húrra fyrir. Hinir tekjulægstu En þótt megi finna að ýmsu hjá ferðaskrifstofunum verður ekki gengið framhjá því að þær hafa, sameiginlega og sitt í hvoru lagi, unnið stórkostleg afrek í ferða- málum hér á landi. ísland er ákaf- lega erfiður markaður; erlendar ferðaskrifstofur myndu flokka hann undir martröð. Markaðurinn er afskaplega lítill, fjarlægðirnar eru miklar, gjald- eyrismálin jafnan í ólestri, efna- hagssveiflurnar miklar og gengið eitt það óstöðugasta í heiminum. Þrátt fyrir þetta hefur dugmiklum einstaklingum (og þar eiga þeir stærstan hlut ..vinirnir" Ingólfur og Guðni) tekist að gera ferðir til útlanda að nær sjálfsögöum hlut fyrir allan þorra almennings. Stjórnvöld hafa jafnan verið fjötur um fót, ekki síst síðustu árin eftir að lagður var sérstakur tíu prósent skattur á þá sem bregða sér útfyrir landsteinana. Sá skattur er auðvitað hneisa. Margar ferða- skrifstofurnar taka á móti erlend- um ferðamönnum og þann gjald- eyri sem þær skila bönkunum frá þeim, fá þær greiddan á venjulegu gengi. Þegar þær hins vegar sækja um gjaldeyri til að greiða hótel erlendis fyrir íslenska ferða- menn, verða þær að borga tíu prósent viðbótarskatt. Það þurfa einstaklingar líka að gera þegar þeir sækja sinn farareyri. Ef þessi skattur yrði felldur niður gæti fólk með ennþá lægri laun, það er að segja láglaunafólkið sem stjórnmála- og verkalýðsleið- togunum þykir svo vænt um fyri'r kosningar, einnig leyft sér að gleyma um stund dagsins önn og amstri undir suðrænni sól. Qvl 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.