Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 75
Hvað kostar að læra að fljúga Þeir eru furðu margir, sem hafa velt því fyrir sér að læra að fljúga, en ekkert gert í málinu. Svo vill til að flugnám er eitt af því fáa, sem er ódýrara á íslandi en víða annarsstaðar. Það sem ef til vill heldur aftur af mörgum er tíminn. Hér á landi er hægt að læra flug á skömmum tíma, ef veður leyfir, en venjulega tefur veður verulega fyrir, þó að menn eigi fé til að læra á skömmum tíma. Samkvæmt reglum Flugmálastjórnar þarf 20 flugtíma fyrir einliðapróf, og 40 flugtíma fyrir einkaflugpróf eða A-próf. Það próf veitir réttindi til að fljúga hvernig flugvél sem er, án þess að taka gjald fyrir. Eftir sem áður verða menn aö læra á hverja tegund flugvélar fyrir sig og taka á hana próf. Það er þó venjulega vandalítið þegar um er að ræða litlar flugvélar. Ekki mega menn með einka- flugpróf fljúga í myrkri eða skýjum. Flugskólarnir hafa hinsvegar sett sér strangari reglur um flugtíma og ætlast venjulega til að menn fljúgi 60 til 70 tíma fyrir A-próf. Þá verða menn að taka bóklegt námskeið. Það tekur nú þrjá mánuði með 2 tíma kennslu aó kvöldi, 5 daga vikunnar. Á því námskeiði eru kennd fimm fög, flugeðlisfræði, veðurfræði, vélfræði, siglingafræði og flugreglur. Kostnaður við námskeið, sem nú stendur yfir er 2.000.- kr. Gögn og búnaður geta kostað 500,- til 1.000.- kr. Kostnaður við flugnámið sjálft er á að giska 300 krónur flugtíminn og er sama gjald fyrir að fljúga með og án kennara. Þetta verð er nú í gildi hjá flugskóla Helga Jónssonar og hefur ekki breyst frá því í haust. Búast má við að það breytist með vorinu. Þegar 10 tímar eru keyptir í senn er veittur 10% afsláttur. Kostnaður við flugið er miðaður við tveggja manna flugvél, Cessna 150 eða hliðstæða. Þessi kostnaður er því 18 til 21 þúsund krónur eftir tímafjölda, en hann fereftirýmsu. Til að fá atvinnuflugpróf þarf 200 flugtíma. Þá fá menn leyfi til að vera að- stoðarflugmenn í farþegaflugi, fljúga útsýnisflug og fleira, en þurfa 500 flugtíma til að stjórna flugfari með farþega í áætlunar- eða leiguflugi. Flugnám er nokkru ódýrara í Bandaríkjunum en hér. Það er hinsvegar mun dýrara í nágrannalöndum í Evrópu, eins og til dæmis Svíþjóð. Þar þarf 40 tíma til að fá A-próf. Flugtíminn kostar 320 til 450 krónur og fer eftir því hvort flogið er með kennara eða án. 40 flugtímar kosta á að giska 16 þúsund krónur, en almennt þarf að minnsta kosti tíu tímum meira, og er þá kostnaður orðinn nálægt 20 þúsund krónur. Reiknað er með að námskeið, bækur, kort og annar búnaður kosti 5 til 6 þúsund krónur. Flugnám er ódýrara í Bandaríkjunum. Þar kostar flugtími í kennsluflugvél 200 til 250 krónur og kennari á að giska 80 krónur. Heildarkostnaður á að giska 11 þúsund, auk námskeiðs og gagna. Algengt er að skólar bjóði heildarverð fyrir að kenna undir einkaflugpróf og má nefna sem dæmi skóla í Florida, sem býður 41 flugtíma og kennslu, námskeið, bækur og gögn auk læknisskoðunar fyrir 13.400 kr. Öll kennslan ferfram áfjórum vikum. En fleira en verð kemur til álita. Það gerir ekki sama gagn að fljúga á sól- skinsdögum á Florida, þar sem lítið er um vinda, nema í fellibyljum, og að fljúga í strekkingi og sviftivindum á íslandi. Þá ber að hafa í huga að margir flugskólar erlendis nota eigin flugvelli og nemendur fá ekki reynslu í að umgangast al- menna flugumferð, eins og til dæmis í Reykjavík. Loks er nauðsynlegt að athuga vel hvort öll lendingargjöld eru innifalin í verði, en þau eru engin fyrir kennslu- • flugvélar hér á landi. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.