Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 73
Valkostir Sauöárkróks þegar útgerðin hefur ekki meiri þennslumöguleika Iðnþróun eða stöðnun Gissur Sigurðsson Sauðárkrókskaupstaður stend- ur á nokkrum tímamótum um þessar mundir. Togaravæðingin hófst þar fyrir tíu árum og stórefldi útgerð og fiskvinnslu. í kjölfarið fylgdi mjög ör fólksfjölgun sem fremur má líkja við sprengingu fyr- ir ekki stærri stað. Með komu tog- aranna skapaðist hátekjustétt sjómanna, en um langan aldur hafa meðaltekjur á Norðurlandi vestra verið hinar lægstu á land- inu. Þetta peningastreymi skapaði iðnaðarmönnum goða vinnu við að byggja yfir sjómennina og efla útgerðarfyrirtækin og ýmis þjón- ustustarfssemi, einkum sú, sem þjónaði útgerðinni, efldist einnig til muna. Nú gerir Útgeröarfélag Skagfirðinga út þrjá togara og er afla tveggja þeirra landaö á Sauð- árkróki og hins þriðja á Hofsósi. Auk þess eru nokkrir smærri bátar gerðir út frá Sauðárkróki. Vinna í fiskverkunarstöðvunum jókst til muna og varð örugg allt árið. Jafnhliða þessu hljóp mikil gróska í uppbyggingu allrar fé- lagslegrar þjónustu, svo sem heil- brigðisþjónustu og skólahalds. Gatnagerð tók fjörkipp svo og ýmislegt annað er til fegrunar og bóta bæjarins horfir. Allt var á hraðri uppleið þar til í fyrra að uppgangurinn fór að hægja á sér. Það væri þó ofmælt að tala um stöðnun á staónum enn sem kom- ið er. En því verður ekki á móti mælt að útgerðaraðilar telja ekki svig- rúm til eflingar útgerðarinnar að neinu marki frá því sem nú er. Því til áréttingar benda þeir m.a. á ástand fiskistofna við landið. Þó á eftir að kanna til hlítar möguleika á útgerð rækjutogara, er gerður yrði út til úthafsrækjuveiða. Sumir telja þó enn hæpið að byggja upp útgerð á þann stofn, miðað við fá- tæklega vitneskju um veiðiþol hans. Þá verður ekki séð að ýmis þróttmikil fyrirtæki á staðnum eigi umtalsverða stækkunarmöguleika að sinni. Má þar nefna minkabúið Loðfeld, sútunarverksmiðjuna Loðskinn og Plastverksmiðjuna. Saumastofan Vaka gæti þó átt stækkunarmöguleika nú þar sem góðir markaðir eru fyrir afurðir hennar erlendis. Nokkur atvinnu- tækifæri verða á næstunni við Grunnskólann og óljóst er enn hversu umfangsmikill fyrirhugaður ferskvatnssútflutningur frá staðn- um kanna aö verða, ef hann verð- ur að raunveruleika. Bæjarfélagið stendur, sem fyrr segir, í umfangsmiklum félagsleg- um framkvæmdum og má þar fyrst nefna það myndarlega framtak að taka af skarið um byggingu fjöl- brautarskóla fyrir Norðurland vestra. Hefur bærinn tekið á sig mun meiri greiðslur en lög gera ráð fyrir til aö flýta framkvæmdum. Óþarft er aö tíunda hér ýmislegt annað sem myndarlegt bæjarfélag þarf að standa í. Staðan er sem sagt sú að um leiö og bæjaryfirvöld sjá ekki framá aukna tekjustofna í neinum veru- legum mæli á næstunni, sjá þau um leið framá vaxandi útgjöld bæjarsjóðs. Steinullin Þetta ástand kom bæjaryfir- völdum ekki í opna skjöldu þannig að uppúr miðjum síðasta áratug tóku þau aö kanna leiðir til veru- legrar iðnaðaruþpbyggingar. Skaut þá fljótt upp hugmyndinni að steinullarverksmiðju, sem framleiddi steinull fyrir innan landsmarkað. Fyrir fjórum árum fóru menn á vegum bæjarins til Þýskalands til að kynna sér þess háttar framleiðslu. I kjölfar þeirra athugana var haft samband við iðnaðarráðuneytið hálfu ári áður en sama hugmynd kom upp á Suðurlandi. „Þess vegna teljum við okkur eiga málið. Þar að auki höfum við gert allar okkar athug- anir á eigin kostnað og mótað hugmyndina", segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarritari. Telur hann framgang málsins afar þýð- ingarmikinn fyrir kaupstaðinn nú svo hann geti áfram þróast á eðli- legan hátt. Jón Karlsson, formaður verka- lýðsfélagsins tekur í mjög svipaö- an streng og svo mætti lengi telja. Þó verður ekki vart mikillar al- mennar umræðu um máliö á staðn- um og kann skýringin að vera sú að málið hefur verið unnið í kyrr- þey, einkum eftir að samkeppnin um staðarval harðnaði. Starfsmenn verksmiðjunnar yrðu 60 til 70, eöa sem svarar áhöfnum þriggja til fjögurra skut- togara. Nær öll störfin yrðu unnin af karlmönnum. Yrðu starfsmenn á svipuðum samningum og starfs- menn Álversins í Straumsvík og Járnblendiverksmiðjunnar, sem þykja góðir samningar. í framhaldi af því berum við þá spurningu undir Bjarka Tryggva- son, útgerðartækni hjá útgerðar- félagi Skagfirðinga, hvort hann óttist ekki aö missa mannskapinn af skipunum til verksmiðjunnar. „Nei, á skipunum erfyrstog fremst kjarni sjómanna og afkoma þeirra 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.