Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 76
Hvað kostar að læra
að fljúga þyrlu
Sá þáttur í flugi, sem fer örast vaxandi í heiminum er þyrluflug. Hér á landi
hefur veriö erfitt eöa ómögulegt aö læra á þyrlu, en nú eru aö opnast leiðir til
þess.
Albína Thordarson, arkitekt, á Hughes 300 þyrlu, sem hentar vel til kennslu-
flugs. Hún hyggst nota hana til kennslu í sumar þegar þyrlan er ekki að sinna
öðrum verkefnum. Til aö fá einliðapróf á þyrlu þurfa menn aö fljúga 8 tíma með
kennara, en í framkvæmd er þaö oftast meira. Lágmark til aö fá einkaflugpróf
eru 40 flugtímar, en 35 ef menn hafa einkaflugpróf á venjulegar flugvélar. Til að
fá atvinnuréttindi þarf 150 flugtíma, en 113 flugtíma ef menn hafa almennt
atvinnuflugpróf fyrir. Flugtíminn á Hughes 300 kostar í sumar 1.000,- nýkrónur,
sem er miklum mun lægra en þegar tíminn er seldur til annarra nota. Þetta verö
er svipað því sem greitt er í Bandaríkjunum.
Hvar er hægt
að læra flug
Fyrir nokkru var breytt reglum um flugkennslu, þannig að nú þarf leyfi
Flugmálastjórnar til að reka flugskóla. Þeir sem hafa starfsleyfi Flug-
málastjórnar til flugkennslu eru:
Flugskóli Helga Jónssonar, Reykjavík
Flugskólinn Flugtak, Reykjavík
Leiguflug Sverris Þóroddssonar, Reykjavík
Flugklúbburinn hf., Reykjavík
Flugklúbburinn, Selfossi
Flugklúbburinn, Egilsstöðum
Flugskóli Akureyrar, sem rekinn er í tengslum við Flugfélag Norðurlands
Flugfélag Sauðárkróks
Flugskólinn Bliki, ísafirði
Flugskólinn Vellir, Sturlureykjum, Borgarfirði
Flugskóli Suðurflugs, Keflavíkurflugvelli
Hvað kostar að eiga
litla flugvél
Fjöldi einkaflugvéla hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Lang flestar
eru þær fjögurra manna eins hreyfils flugvélar og í flestum tilvikum eru eigendur
fleiri en einn aö hverri flugvél. Flestar eru flugvélarnar keyptar notaðar í
Bandaríkjunum.
Algeng 4 manna flugvél er Cessna Skyhawk. Fjögurra ára gömul kostar hún
um 30 þúsund dollara í Bandaríkjunum eða um 34 þúsund dollara hingað
komin. Tryggingar kosta lágmark 6% af veröi vélarinnar á ári. Bensíneyðsla er
um það bil 35 lítrar á klukkustund og lítrinn kostar 4,15 krónur. Ársskoðun
kostar 3 til 4 þúsund krónur og 50 tíma skoðun 500 til 1.000 krónur. Þess ber þó
að geta að engin leið er að áætla viðhald flugvéla. Þó fer það mikið eftir almennri
umgengni um flugvélina og umhirðu. Yfirleitt er ekki mikið um þilanir á litlum
flugvélum.
76