Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.03.1981, Blaðsíða 71
Blönduósbúar um þýðingu Blönduvirkjunar: Alhliða uppbygging en ekki gullæði Gissur Sigurðsson Blönduós nýtur nokkurrar sér- stöðu meðal íslenskra kauptúna að því leyti að staðurinn hefur verið í örri uppbyggingu síðustu ár án tilkomu skuttogara, nýs frystihúss eða annarra stórfyrir- tækja. Heimamenn byggja af- komu sína aðallega á þjónustu við nálæg landbúnaðarhéruð, iðnaði í smærri stíl og lítilsháttar útgerð, sem nú er í vexti. Af viðtölum við forráðamenn í héraði verður ekki annað ráðið en einhverskonar stöðnun blasi við staönum þar sem þennslumögu- leikar núverandi fyrirtækja blasa ekki við. Að vísu er vaxtarbroddur í rækju- og skelfiskvinnslunni og er nú fyrirhugað að hefja þar skreið- ar- og saltfiskverkun þannig að þar veröi örugg vinna allt árið. En heimaútgerðin á hinsvegar í nokkrum erfiðleikum þar sem höfnin er alls ófullnægjandi svo bátarnir tveir verða að landa á Hvammstanga allan veturinn. Leiðin þangað er 60 kílómetrar. ,,Hér er að mörgu leyti heppilegt að vinna fisk þar sem vinnuaflið er á staðnum svo ekki þarf að leggja í kostnaö við verbúöir og fleira er fylgir aðkomufólki", segir Kári Snorrason í Særúnu. Telur hann hafnargerð fyllilega réttlætanlega og þá ekki síður með hliðsjón af því að Blönduósshöfn er þrátt fyrir allt mesta uppskipunarhöfn við Húnaflóann. Lakari fréttir berast hinsvegar af fyrirtækinu Ósplasti, sem nú er til skiptameðferðar. Þrátt fyrir það er atvinnuástand á staðnum ekki lélegra en venjulega á þessum árstíma skv. upplýsing- um atvinnumálanefndar staðarins. Er það fyrst og fremst að þakka drífandi starfssemi Plastiðju Jóns ísberg og Pólarprjóns Zophoníus- ar Zophoniasarsonar. Fjörkippur með Blönduvirkjun En allt um það þá virðist nú vanta einhverja driffjöður fyrir staðinn og líta menn helst til Blönduvirkjunar í því sambandi. Áætlað er aö aðalframkvæmdir tækju fjögur ár og 150 til 200 manns ynnu að jafnaði við þær og allt upp í 500 manns á fjórða árinu. Þetta myndi tvímælalaust hleypa miklum fjörkipp í allt atvinnulíf ekki aöeins nátengt virkjuninni, held- ur alla þjónustustarfssemi á Blönduósi. En yrði þetta þá ekki tímabundiö gullæði með slæmum afleiðingum að virkjun lokinni? ,,Þessi virkjun er forsenda lífsnauðsynlegrar iðn- aðaruppbyggingar hér. Þetta er atvinnuskapandi framkvæmd og beri menn gæfu til að byggja aörar atvinnugreinar jafnhliða upp, en líti ekki á virkjunarframkvæmdirn- ar sjálfar sem framtíðaratvinnu- veg, óttast ég ekki neikvæðar af- leiðingar hennar", segir Eyþór Elíasson, sveitarstjóri, Svo stiklað sé á helstu kostum, sem heima- menn sjá við virkjunina, má fyrst og fremst nefna öryggið í raf- magnsmálum. Virkjunin yrði utan eldvirkra svæða. Þrátt fyrir byggðalínuna að sunnan, sem stórbætti þó rafmagnsmálin nyrðra, er á það að líta að helstu bilanir á henni hafa komið fram í Hvalfirði og á Vesturlandi svo Norðlendingar og Vestfirðingar lenda í enn alvarlegri rafmagns- truflunum en Sunnlendingar. Þetta er m.a. ein ástæðaþessað fyrirtæki í héraði hafa verið hikandi í uppbyggingu sinni og aðrir hafa ekki treyst sér til að stofnsetja fyrirtæki þar af ótta við tjón af völdum rafmagnsleysis. Blönduvirkjun yrði ekki það stór að hún skapaði grundvöll fyrir stóriðju á borð við Álverið í Straumsvík, enda telja heimamenn 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.