Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 69

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 69
— Um 29 ára baráttu ríkisstjórna íslands fyrir sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiöa, sem lauk 1973. Grein eftir Helgu Ingólfsdóttur— fslendingar hafa verið svo gæfusamir að eiga athafna- menn sem eygðu þegar í upp- hafi þá gullnu möguleika sem flugið skapaði mönnum og málefnum á þessu eylandi okkar. Og reyndin varð sú að fyrsta tilraunin sem gerð var tii flugreksturs hér á landi er jafn gömul elsta starfandi flugfé- lagi heims. Það var árið 1919 er Flugfélag íslands númer eitt var stofnað. Þá voru lands- menn eigi fleiri en kringum 92000 — þ.e. fáeinum þús- undum fleiri en starfsmenn stærstu flugfélaga hins vest- ræna heims í dag. Þótt starf- semi félagsins stæði aðeins í tvö sumur, var þetta raunhæf tilraun sem vakti athygli og opnaði augu almennings fyrir möguleikum flugsins og nota- gildi við hinar sérstæðu að- stæður hér. Nú liðu sjö ár og ýmislegt mark- vert gerðist í flugmálum heims er varð til þess að ýta undir áhuga manna hér á þessum nýja sam- göngumáta. En þá var Flugfélag íslands númer tvö stofnað í Reykjavík. Það var í maí 1929 og starfaði það í fjögur ár í samvinnu við þýska flugfélagið Lufthansa. Þá varð aftur hlé og engin ís- lensk flugvél sást á lofti þar til brautin var rudd til sigurs með til- komu Flugfélags Islands númer þrjú. Það var stofnað norður á Akureyri 3. júní 1937 og hét upp- haflega Flugfélag Akureyrar, en þremur árum síðar var aðsetur þess flutt til Reykjavíkur og nafn- inu þreytt í Flugfélag íslands. En saga frumbýlisára flugsins er enn ekki öll, því sjö árum síðar — 10. mars 1944 — var annað ís- lenskt flugfélag stofnað, Loftleiðir. Ástæðan fyrir stofnun Loftleiða var sú að Flugfélag íslands taldi sig ekki hafa bolmagn til þess að ráða í þjónustu sína þrjá unga flugmenn sem nýkomnir voru frá námi í Kanada og höfðu meðferðis fjögurra sæta Stinsonvél sem þeir höfðu keypt fyrir vestan í þeim til- gangi að tryggja atvinnumögu- leika sína — í þjónustu Flugfélags l'slands. En svo var háttað málum Flugfélagsins þá aö þaö hafði ný- verið fest kaup á tveimur tveggja hreyfla, átta sæta, De Havilland- vélum í Bretlandi sem komu til landsins vorið 1944 og áttu fyrir tvær bandarískar Beechcraftvélar sem keyptar höfðu verið rúmum tveimur árum áður. Því var félagið ekki aflögufært til frekari véla- kaupa. Það má því segja að Stinsonvélin, sem kostaði eina níu þúsund Bandaríkjadollara, hafi ráðið úrslitum um ákvörðun þeirra þremenninganna að gera „til- raun" með stofnun eigin félags, eins og fram kemur í viðtali við þá í tímaritinu Flug á 10 ára afmæli Loftleiða í mars 1954. Saga íslensku flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða, frá upphafi og til þess tíma er þau sameinuðust í Flug- leiðum og áfram til þessa dags, er flestum kunnari en svo að ástæða sé til að rekja söguþráðinn frekar hér. Svo mikið hafa þessi mál verið í sviðsljósinu undanfarin ár, á opinberum vettvangi og manna í milli, og margt verið sagt og ritað í hita umræönanna sem orkar tví- mælis svo ekki sé meira sagt, þótt aldrei hafi brugðið birtunni sem lýsti stórhug, djörfung og dug framvarðarsveita félaganna, sem létu áföll og erfiðleika ekki á sig fá heldur komu margefldir úr hverri eldraun. Þá er það svo að umræður þessara hafa mestmegnis snúist um sameininguna 1973 og rekstur 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.