Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 69

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 69
— Um 29 ára baráttu ríkisstjórna íslands fyrir sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiöa, sem lauk 1973. Grein eftir Helgu Ingólfsdóttur— fslendingar hafa verið svo gæfusamir að eiga athafna- menn sem eygðu þegar í upp- hafi þá gullnu möguleika sem flugið skapaði mönnum og málefnum á þessu eylandi okkar. Og reyndin varð sú að fyrsta tilraunin sem gerð var tii flugreksturs hér á landi er jafn gömul elsta starfandi flugfé- lagi heims. Það var árið 1919 er Flugfélag íslands númer eitt var stofnað. Þá voru lands- menn eigi fleiri en kringum 92000 — þ.e. fáeinum þús- undum fleiri en starfsmenn stærstu flugfélaga hins vest- ræna heims í dag. Þótt starf- semi félagsins stæði aðeins í tvö sumur, var þetta raunhæf tilraun sem vakti athygli og opnaði augu almennings fyrir möguleikum flugsins og nota- gildi við hinar sérstæðu að- stæður hér. Nú liðu sjö ár og ýmislegt mark- vert gerðist í flugmálum heims er varð til þess að ýta undir áhuga manna hér á þessum nýja sam- göngumáta. En þá var Flugfélag íslands númer tvö stofnað í Reykjavík. Það var í maí 1929 og starfaði það í fjögur ár í samvinnu við þýska flugfélagið Lufthansa. Þá varð aftur hlé og engin ís- lensk flugvél sást á lofti þar til brautin var rudd til sigurs með til- komu Flugfélags Islands númer þrjú. Það var stofnað norður á Akureyri 3. júní 1937 og hét upp- haflega Flugfélag Akureyrar, en þremur árum síðar var aðsetur þess flutt til Reykjavíkur og nafn- inu þreytt í Flugfélag íslands. En saga frumbýlisára flugsins er enn ekki öll, því sjö árum síðar — 10. mars 1944 — var annað ís- lenskt flugfélag stofnað, Loftleiðir. Ástæðan fyrir stofnun Loftleiða var sú að Flugfélag íslands taldi sig ekki hafa bolmagn til þess að ráða í þjónustu sína þrjá unga flugmenn sem nýkomnir voru frá námi í Kanada og höfðu meðferðis fjögurra sæta Stinsonvél sem þeir höfðu keypt fyrir vestan í þeim til- gangi að tryggja atvinnumögu- leika sína — í þjónustu Flugfélags l'slands. En svo var háttað málum Flugfélagsins þá aö þaö hafði ný- verið fest kaup á tveimur tveggja hreyfla, átta sæta, De Havilland- vélum í Bretlandi sem komu til landsins vorið 1944 og áttu fyrir tvær bandarískar Beechcraftvélar sem keyptar höfðu verið rúmum tveimur árum áður. Því var félagið ekki aflögufært til frekari véla- kaupa. Það má því segja að Stinsonvélin, sem kostaði eina níu þúsund Bandaríkjadollara, hafi ráðið úrslitum um ákvörðun þeirra þremenninganna að gera „til- raun" með stofnun eigin félags, eins og fram kemur í viðtali við þá í tímaritinu Flug á 10 ára afmæli Loftleiða í mars 1954. Saga íslensku flugfélaganna tveggja, Flugfélags íslands og Loftleiða, frá upphafi og til þess tíma er þau sameinuðust í Flug- leiðum og áfram til þessa dags, er flestum kunnari en svo að ástæða sé til að rekja söguþráðinn frekar hér. Svo mikið hafa þessi mál verið í sviðsljósinu undanfarin ár, á opinberum vettvangi og manna í milli, og margt verið sagt og ritað í hita umræönanna sem orkar tví- mælis svo ekki sé meira sagt, þótt aldrei hafi brugðið birtunni sem lýsti stórhug, djörfung og dug framvarðarsveita félaganna, sem létu áföll og erfiðleika ekki á sig fá heldur komu margefldir úr hverri eldraun. Þá er það svo að umræður þessara hafa mestmegnis snúist um sameininguna 1973 og rekstur 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.